Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður aslaug@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Tækifærin eru til staðar, ef... Þó að sumarið ætli að byrja með hryssingslegri hætti en við eigum að venj- ast eru þó hinir venjubundnu vorboðar fyrir löngu búnir að láta á sér kræla. Í steinbeði við húsið sem ég bý í kom t.d. fyrsti vorboðinn þegar evrópsk ættaðir vorlaukar teygðu anga sína upp úr moldinni snemma í febrúar. Það var náttúrlega enginn sem sagði þeim að moldin sem þeir nærðust á væri á Íslandi og þeim væri því hollast að halda sig neðan hennar eitthvað leng- ur en forfeður þeirra í Hollandi gera. Það skipti því engum togum að blöð og blóm þessara lauka voru löngu kalin af áður en þau fengu tækifæri til að verða að einhverju. Ekki er ég að fordæma innflutning á útlendum blóm- um, en kannski mættu þeir sem kaupa inn hjá Blómavali hafa það í huga næst þegar þeir panta inn að veðráttan hér er ekki sú sama og í Hollandi. Lóan, sá fugl sem flestir tengja komu sumars, er mætt á svæðið fyrir nokkru, þó hún hafi komið mun síðar en undanfarin ár. Auðvitað spilar veðráttan ytra og hér heima inn í þá ákvörðun hennar. En það eru aðrir vorboðar sem eru fyrir löngu komnir og láta sér hvergi bregða þótt íslenska vorið sé kalt. Þetta eru erlendu ferðamennirnir. Hin nýja gullnáma Íslendinga. Við greindum nýverið frá því hér í blaðinu að nú styttist óðfluga í að tekjur af ferðaþjónustu hér á landi verði meiri en gjaldeyristekjur af sjáv- arútvegi. Ferðaþjónustan er nú í öðru sæti, einu sæti framar en stóriðjan í tekjuöflun. Aukning í komu ferðamanna það sem af er þessu ári bendir til að samtals verði á níunda hundrað þúsund ferðamanna sem sækja land- ið heim nú í ár þannig að líklegt verður að teljast að fjöldi þeirra fylli eina milljón á næsta ári. Þessi þróun er því miklu hraðari en allar spár fram að þessu hafa gert ráð fyrir. Um leið og fagna ber fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands er ástæða til að íhuga af hverju þessi aukning skilar sér ekki í sama mæli á Vesturland eins og á höfuðborgarsvæðið, Reykjanes eða Suðurland. Er ferðaþjónustan á Vesturlandi að standa sig að einhverju leyti verr, eða eru aðrir landshlutar einfaldlega fallegri eða betri? Ég held að svarið við þess- ari spurningu sé býsna margþætt. Í fyrsta lagi hefur Suðurland og höfuð- borgarsvæðið forskot, því þar hófst uppbygging m.t.t. ferðaþjónustu löngu áður en nokkrir hér á Vesturlandi, nema vera skyldi Kristleifur á Húsa- felli og Óli Jón Ólason, litu á þetta sem vænlega atvinnugrein. Forskot annarra er því mikið og verður að telja í áratugum. Peningaöfl ráða miklu um hvert ferðamenn eru leiddir og hér á Vesturlandi er fjárfesting, þekk- ing og reynsla í ferðaþjónustu minni en á fyrrgreindum svæðum. Þetta er hluti skýringarinnar. Annar þáttur sem spilar veigamikið hlutverk eru sam- göngurnar. Þar höfum við setið eftir íbúar þessa landshluta. Nefna má að hér þykir erfitt að fara hringleiðir með ferðamenn, sem er nauðsynlegt. Markaðsstofa Vesturlands hefur nú hafið skipulagningu og kynningu á ein- um fjórum hringleiðum sem hver um sig mun gera svæðið vænlegra fyr- ir ferðaskrifstofur og gesti sem hingað koma. Forgangsatriði er að opna augu stjórnmálamanna fyrir uppbyggingu vega t.d. um Uxahryggi, Kalda- dal, Skógarströnd, Grunnafjörð og víðar á Vesturlandi. Þessi skortur stend- ur uppbyggingu í ferðaþjónustu á Vesturlandi fyrir þrifum. Ferðaþjónusta hér er einna lengst komin á Snæfellsnesi þar sem greinin er almennt viður- kennd sem góð viðbót við sjávarútveginn. Á öðrum svæðum finnst mér eins og skorti á samfélagslega viðurkenningu á að ferðaþjónusta sé eftirsóknar- verð. Vannýtt mannvirki og stofnanir á borð við söfn í eigu sveitarfélaga, opnunartími sem ekki tekur tillit til ferðafólks, skortur á salernisaðstöðu og sitthvað fleira sem vissulega verður að skrifa á reikning heimafólks. Já- kvætt í þessu samhengi er að svo virðist sem hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu séu nú að þétta hópinn. Tek ég þar mið af mætingu á aðalfund Ferða- málasamtaka Vesturlands sem fram fór í liðinni viku þar sem atvinnugrein- in valdi sér nýja forystu. Ef íbúar á Vesturlandi ætla að fá hlutdeild í þeirri miklu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er, verða þeir að spýta í lófana. Líta jafnt í eigin barm um hvað megi bæta, ýta við sveitarstjórnarfólki og vera auk þess öflugri hagsmunagæsluaðili gagnvart fjárveitingavaldinu sem á lögheimili við Austurvöll. Magnús Magnússon. Leiðari Í síðustu viku var lokið við að leggja fyrra klæðningarlagið á veg- tenginguna beggja vegna við nýju brúna yfir Reykjadalsá ofan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði. Þá var einnig við sama tækifæri lögð klæðning á veginn frá Kleppjárns- reykjum að félagsheimilinu Loga- landi, alls um 1500 metra leið. Það var klæðningarflokkur frá Borgar- verki sem annaðist þessi verk. Að sögn Óskars Sigvaldasonar fram- kvæmdastjóra Borgarverks verður nú farið í að koma fyrir vegriðum við nýju brúna og að því búnu lag- færðar tvær hvimleiðar mishæðir á veginum í Reykholtsdal, önnur við slökkvistöðina í Reykholti og hin við verslunina Hverinn á Klepp- járnsreykjum. Að sögn Óskars er verkefnastaða Borgarverks góð um þessar mund- ir. Fyrirtækið fékk í útboði fyrr í vor vegaklæðningar allt frá Bakka- firði í austri, um Norðurland og að Hvalfjarðarbotni, eða nánast hálft landið. Vegir á þessu svæði eru víða illa farnir og komnir að þolmörk- um viðhalds. Þá sér Borgarverk um fræsingu á um fimm kílómetra veg- arkafla á Þverárfjalli og ýmis önn- ur verk. „Það eru nú um 30 starfs- menn á launaskrá hjá okkur, sem er með besta móti miðað við undan- gengin ár,“ sagði Óskar í samtali við Skessuhorn. mm Skrifað var undir nýjan stofnana- samning við hjúkrunarfræðinga HVE sl. miðvikudagskvöld. Í til- kynningu á heimsíðu Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands segir að for- sendur samningsins sé 4,8% hækk- un launa skv. jafnlaunaátaki stjórn- valda. Þar sem að enginn stofnana- samningur hafði verið gerður við HVE, voru í gildi átta samning- ar við hjúkrunarfræðinga frá fyrri tíð með nokkrum blæbrigðamun. „Talsvert verkefni var því að leita eftir samræmingu ýmissa þátta og náðust áfangar í þeim efnum. Samn- ingurinn er gerður í trausti þess að fé fáist svo hægt verði að efna þau ákvæði sem leiða munu til aukinna útgjalda,“ segir í tilkynningunni. Stofnanasamningurinn var gerður þegar biðlund hjúkrunarfræðinga á HVE var á þrotum, einkum þeirra sem starfa á hand- og lyflækninga- deild sjúkrahússins á Akranesi. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku höfðu þeir boðað upp- sagnir, en um 25 hjúkrunarfræð- ingar starfa á áðurnefndum deild- um á Akranesi. þá Á kynningarfundi um tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Akra- nes 2013-2025 sem haldinn var sl. miðvikudagskvöld komu fram all- margar fyrirspurnir. Þar á meðal var spurt um fjölda ófrágenginna og lausra íbúða í bænum og einn- ig fjölda tilbúinna lóða. Fram kom að í hverfum í uppbyggingu væru lausar og tilbúnar lóðir fyrir 281 íbúð í einbýli og rað- eða parhús- um í Flata- og Skógahverfi. Í fram- haldi af svörum Runólfs Þórs Sig- urðssonar skipulags- og bygginga- fulltrúa og Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra var leitt að því líkum að þegar búið væri að byggja á lóðun- um og koma uppsteyptum húsum í not, væri um að ræða húsnæði fyr- ir hundruð íbúa þannig að nálgað- ist þúsundið. Sem kunnugt er var fjölda út- hlutaðra lóða í Flata- og Skóga- hverfi skilað í hruninu og aðdrag- anda þess og er áætlað að Akranes- kaupstaður eigi þar í jörð verðmæti um 800 milljónir króna. Tvær stór- ar blokkir hafa staðið uppsteyptar frá hruni og lentu undir Íbúðalána- sjóði. Önnur þeirra við Holtsflöt seldist á dögunum en hin við Haga- flöt er óseld. Framkvæmdir eru að hefjast við blokkina við Holtsflöt og einnig eru byrjaðar framkvæmd- ir við blokkina Sólmundarhöfða 7 eins og Skessuhorn hefur greint frá og er nú komin í hendur einkaaðila frá Landsbankanum. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði á fundinum að margar auð- ar íbúðir og hús á Akranesi væri í eigu Íbúðalánasjóðs. „Við höfum mikinn áhuga fyrir að koma þess- um íbúðum í not og helst vildum við að þær yrðu lagfærðar og settar á sölu eða í leigu. Það gefur bænum slæma ásýnd að hafa þessar íbúðir tómar og svo er þörf fyrir leiguhús- næði á Akranesi. Við eigum í við- ræðum við Íbúðalánasjóð um hugs- anlegt samstarf á þessu sviði.“ Að- spurð segir Regína að þetta séu tugir íbúða en það sé samt einhver hreyfing á markaðnum, til dæmis með nýlegri sölu á Holtsflötinni. þá/ Ljósm. Friðþjófur Helgason. Tilbúnar lóðir og lausar íbúðir fyrir fleiri hundruð manns á Akranesi Svipmynd frá nýjum vegarkafla í Reykholtdal og hluti tækjakosts Borgarverks. Ljósm. bhs. Góð verkefnastaða hjá Borgarverki Nýr stofnanasamningur við hjúkrunarfræðinga hjá HVE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.