Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Umsækjendur þurfa að vera heiðarlegir, ábyrgir og geta unnið sjálfstætt. Lágmarksaldur: 22 ára. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. HÆFNISKRÖFUR: Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum• Góð íslenskukunnátta• Heiðarleiki• Snyrtimennska• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð• Stundvísi• Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega og vera tilbúnir til þess að læra nýja og spennandi hluti. Allir umsækjendur þurfa að geta framvísað hreinu sakavottorði, gildu ökuskírteini og vera reiðubúnir til að leggja fram upplýsingar úr málaskrá lögreglu verði óskað eftir því. Um er að ræða sumarafleysingu sem hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu okkar www.securitas.is Nánari upplýsingar gefur Kristín Dögg Höskuldsdóttir, fulltrúi á starfsmannasviði, kristind@securitas.is Umsóknarfrestur er til 12. júní 2013 Securitas hf. ÓSKUM EFTIR ÖRYGGISVÖRÐUM vegna verkefna á Suðvesturlandi Dúndurstuð með Dúmbó og Steina Dansleikur með Dúmbó og Steina verður haldinn í Hvolnum í tilefni af 80 ára afmæli Hvolsvallar. Dansleikurinn kl. 23 og stendur til kl. 2, húsið opnar kl. 22. 20 ára aldurstakmark. Bar á staðnum. Miðaverð kr. 2500 í forsölu, annars kr. 3000. Forsala fer fram í Hvolnum fimmtudaginn 6. júní klukkan 20. Upplýsingar í síma 869-9010 Dansleikur í Hvolnum 8. júní Lýðveldisárgangurinn á Akranesi, börnin sem fæddust árið 1944, og séra Jón M Guðjónsson fermdi í Akraneskirkju vorið 1958 hefur haldið hópinn vel og er dugleg- ur að hittast. Hópurinn hittist á fermingarbarnamóti sl. laugardag og voru þá tvö ár liðin frá síðasta móti. Að þessu sinni voru í und- irbúningsnefndinni þrjár konur; Ingileif Daníelsdóttir, Elsa Ingv- arsdóttir og Guðbjörg Róberts- dóttir. Að sögn Ingileifar hittist hópurinn í Garðakaffi um hádeg- isbil og síðan var haldið í Stúku- húsið við hliðina þar sem rifj- uð voru upp skólaböllin. Hópur- inn átti svo heimboð í Harald- arhús og þáði þar góðar veiting- ar. Seinna um daginn var farið í heimsókn til eins fermingarbróð- ur, Viktors Sigurðssonar, í sumar- bústað í Svínadal. Um kvöldið var síðan hátíðarkvöldverður í Gamla kaupfélaginu. Myndina af þess- um glæsilega hóp tók eitt ferm- ingarbarnið frá vorinu 1958, Þrá- inn Þorvaldsson, og sendi Skessu- horni. þá Opnun sýningar Vigdísar Bjarna- dóttur „Fyrir vestan“ var sl. föstu- dagskvöld á neðri hæð Átthagastof- unnar í Ólafsvík. Vigdís er ættuð úr Ólafsvík, dóttir Bjarna á Stöðinni og Mörtu konu hans. Huldubörn sáu um tónlistarflutning, Kristinn Jón- asson bæjarstjóri opnaði sýninguna, Pétur Jóhannsson flutti ávarp og færði Vigdísi blóm fyrir hönd sjó- manna og Kristín Björg Árnadótt- ir flutti ávarp. Gestir gæddu sér á ljúffengri fiskisúpu að hætti Dóru og nutu kvöldsins. Sýningin verð- ur opin til 20. júní. Á annarri hæð Áttahagastofunn- ar var einnig opnuð á sama tíma málverkasýning Gísla Holgeirs- sonar sem Kristinn Jónasson bæj- arstjóri opnaði og í tilefni þess af- henti Gísli Pakkhúsinu málverk af ,,Svaninum,’’ sem Elsa Bergmunds- dóttir formaður Pakkhússnefnd- ar tók við. Málverkið er höfðing- leg gjöf og hefur mikilvægt menn- ingarlegt gildi í sögu bæjarins. Ant- on Gísli Ingólfsson smíðaði eik- arramma utan um málverkið. Sæ- mundur Kristjánsson fór yfir sögu Svansins sem er mjög áhugaverð og sýndi teikningar af skipinu. Valent- ina Kay sá um tónlistaratriði. Mál- verkasýning Gísla verður út júní. þa Tvær sýningar í Átthagastofunni Lýðveldisárgangurinn á Akranesi sem fermdist vorið 1958 heldur vel hópinn. Hér er hann við Haraldarhús ásamt gestgjöf- unum Haraldi Sturlaugssyni og Ingibjörgu Pálmadóttur. Lýðveldisárgangurinn á fermingarbarnamóti á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.