Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Eyjólfur Sverris- son þjálfari U-21 landsliðs karla í knattspyrnu valdi í liðinni viku 18 manna le ikmannahóp sem hélt ytra og mætir liði Armen- íu á morgun, 6. júní. Einn leikmað- ur ÍA er í hópnum, miðju- og sókn- armaðurinn Andri Adolphsson, eins og reyndar oft áður. Andri hélt út með liðinu sl. mánudag. þá Vesturlandsliðin sem eftir eru í Borg- unarbikarnum, Bikarkeppni KSÍ, fengu bæði heimaleiki gegn liðum í Pepsídeildinni þegar dregið var í 16- liða úrslitin í hádeginu á mánudaginn. Skagamenn mæta Breiðabliki og Vík- ingar fá Framara í heimsókn. Leikir Vesturlandsliðanna eru meðal þriggja leikja fimmtudagskvöldið 20. júní en hinir fimm fara fram kvöldið áður. Bæði eiga Vesturlandsliðin harma að hefna gegn þessum andstæðing- um sínum í deildarkeppninni fyrr í vor. Víkingar töpuðu 1:2 heima fyrir Fram í fyrstu umferð og Skagamenn lágu 1:4 fyrir Blikum í þriðju um- ferð mótsins, en sá leikur fór fram í Kópavogi. Þriðja viðureignin þar sem lið úr Pepsídeild mætast í 16-liða úr- slitunum er Stjörnunnar og FH. Bik- armeistarar KR heimsækja Leikni í Breiðholtið og Sindri úr 2. deild fær Fylki í heimsókn. Grótta úr 2. deild mætir Magna Grenivík úr 3. deild og aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru Víkingur R. - Tindastóll og BÍ/Bol- ungarvík - ÍBV. þá ÍA fór með sigur af hólmi þeg- ar liðið mætti KR í Borgunarbikar kvenna í Vesturbænum sl. þriðju- dagskvöld. Skagastúlkur hafa því tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum þar sem þær munu mæta HK/Vík- ingi en dregið var í hádeginu á mið- vikudaginn. Leikurinn mun að öll- um líkindum fara fram þriðjudag- inn 11. júní næstkomandi. Fyrri hálfleikur var heldur tíð- indalítill en markalaust var þeg- ar dómarinn flautaði til leikhlés. Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari ÍA, gerði tvær breytingar á liðinu í upphafi seinni hálfleiks. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom inn fyrir Al- dísi Ylfu Heimisdóttur og Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom inn fyr- ir Emilíu Halldórsdóttur. Við það breyttist leikur liðsins. Það voru hins vegar KR-ingar sem náðu for- ystunni á 50. mínútu en þar var að verki hin austfirska Sonja Björk Jó- hannsdóttir. Skagastúlkur sýndu hins vegar mikinn karakter og gáf- ust ekki upp þó að á móti blési. Áður en leiktíminn rann út var varamaðurinn Unnur Ýr Haralds- dóttir búin að skora tvö mörk fyrir ÍA. Það fyrsta kom á 68. mínútu og það seinna, sem var jafnframt sig- urmarkið í leiknum, kom á 79. mín- útu. Lokaniðurstaða því góður 1-2 sigur hjá ÍA. Næsti leikur ÍA stúlkna í bikar- keppninni verður þriðjudaginn 11. júní á Akranesvelli gegn HK/Vík- ingi. Áður leikja þær gegn Haukum á útivelli á laugardaginn. ákj Lið ÍA í A-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu lék sinn þriðja leik á Íslandsmótinu á föstudaginn þeg- ar liðið fékk Fylkiskonur úr Árbæn- um í heimsókn á Akranes. Leikið var í Akraneshöllinni. Skagakonur voru fyrri til að skora í leiknum og var þar á ferðinni Guðrún Karitas Sig- urðardóttur sem skoraði á 34 mín- útu. ÍA hélt forystunni út fyrri hálf- leik og lengi vel í seinni hálfleik eða allt þar til gestirnir jöfnuðu á 80 mín- útu. Ekki náðu Skagakonur að ná forystunni á nýjan leik og skildu lið- in því að endingu jöfn, 1:1. ÍA trón- ir á toppi A-riðils eftir leikinn með sjö stig að loknum þremur umferð- um. Næsti leikur ÍA er á laugardag- inn gegn liði Hauka á útivelli í Hafn- arfirði. hlh Söguleg stund var á Ólafsvíkurvelli þegar kvennalið Víkings Ólafsvík- ur í meistaraflokki spilaði sinn fyrsta heimaleik í A-riðli fyrstu deildar. Tóku þær á móti Tindastóli sem fyr- ir leikinn var stigalaust á botni rið- ilsins. Fyrri hálfleikur var rólegur en Víkingsstúlkur áttu mörg góð tæki- færi. Í byrjun seinni hálfleiks skor- aði Rakel Hinriksdóttir fyrir Tinda- stól og staðan því 0 – 1 gestunum í vil. Stúlkurnar gáfust þó ekki upp og á 91. mínútu skoraði Lovísa Mar- grét Kristjánsdóttir fyrir Víking eft- ir mikla baráttu í teig Tindastóls. Leiknum lauk því með 1 – 1 jafntefli og stelpurnar komnar í 6. sæti með tvö stig. Þess má geta að frítt var inn á leikinn í boði Sjávariðjunnar á Rifi. Næsti leikur Víkingskvenna er svo 8. júní næstkomandi á Ólafsvík- urvelli gegn Fram. þa Áætlað er að taka forsmekk á sæluna og efna til kvennahlaups á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akra- nesi á föstudaginn, en kvennahlaup- ið sjálft fer sem kunnugt er fram á laugardaginn um land allt. María Ásmundsdóttir iðjuþjálfi á Höfða segir að þarna sé verið að fara að fordæmi Hrafnistu og fleiri heim- ila, að halda kvennahlaup á föstu- deginum og þar hafi þessum við- burði ver- ið fagnað og heppn- ast vel. „Þetta er í undirbúningi hjá okkur núna,“ sagði María í samtali við S k e s s u h o r n . Hún sagði að stefnt væri á að halda hlaupið klukkan ell- efu á föstudag, eða á svipuðum tíma og farið væri út í gönguferðir, sem reyndar væru fyrst að byrja þetta vorið núna í vikunni. María sagði að vitaskuld fengju þátttakendur í hlaupinu bol og síðan verðlauna- pening að því loknu, sem karlarnir á heimilinu myndu væntanlega af- henda. Hún sagði ekki verra ef að- standendur heimilisfólks sæju sér fært að mæta til að hjálpa til, þar sem þetta yrði frumraun að halda kvennahlaupið á Höfða. þá Bakvörðurinn Orri Jónsson verð- ur áfram í herbúðum Úrvalsdeildar- liðs Skallagríms í körfubolta á næstu leiktíð en hann skrifaði undir nýjan samning við liðið í lok síðasta mán- aðar. Orri var drjúgur í liði Skalla- gríms á síðustu leiktíð, skoraði 4,3 stig að meðaltali í leik, hirti 2,5 frá- köst og gaf 2,6 stoðsendingar. Orri er fæddur árið 1992 og er frá bænum Lundi í Lundarreykjadal og stundar hann nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Áður en hann gekk til liðs við Borgnesinga lék hann með liði FSu á Selfossi. hlh Pálmi Þór Sævars- son mun áfram þjálfa Úrvalsdeild- arlið Skallagríms í körfubolta á næstu leiktíð. Pálmi skrif- aði undir nýjan samning við félagið í lok maí og verður næsta tímabil hans fjórða með liðið. Undir stjórn Pálma hafa Skallagrímsmenn náð að vinna sæti í Úrvalsdeild og þá komst liðið í átta lið úrslit deildar- innar á síðustu leiktíð. Skallagríms- menn hafa einnig tryggt sér starfs- krafta Finns Jónssonar áfram á næsta tímabili sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks og verkefnisstjóra yngri flokka. hlh Áhorfendur á Akranesvelli urðu vitni að miklum bikarslag á Akra- nesvelli sl. miðvikudagskvöld þeg- ar Skagamenn tóku á móti Selfyss- ingum í 32-liða úrslitum Borgun- arbikarsins, Bikarkeppni KSÍ. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 1:1, en í framlengingunni tókst Skaga- mönnum að gera út um leikinn með marki Garðars Gunnlaugs- sonar. Skagamenn voru sterkari aðilinn í leiknum, en færin létu á sér standa. Páll Gísli markvörð- ur bjargaði þeim þó frá að lenda ekki undir í leiknum þegar gestirnir fengu dæmda vítaspyrnu á 34. mín- útu leiksins. Sama var upp á ten- ingnum í seinni hálfleiknum, lítið um færi en meiri þungi í sóknarleik heimamanna. Á 81. mínútu dró til tíðinda þegar Skagamönnum tókst að komast yfir í leiknum. Garðar Gunnlaugsson, sem lék með Skaga- mönnum að nýju eftir meiðsli og kom inná fyrir Þórð Birgisson á 57. mínútu, lagði þá boltann fyrir Jó- hannes Karl Guðjónsson sem skor- aði með góðu skoti. En Adam var ekki lengi í paradís hjá heimamönn- um því gestirnir lögðu ekki árar í bát og tókst að jafna metin á 87. mínútu. Jafnt var því eftir venjuleg- an leiktíma og það var síðan í byrj- un seinni hluta framlengingar sem Garðar Gunnlaugsson stimplaði sig rækilega inn þetta vorið með því að skora sigurmark ÍA. Næsti bik- arleikur ÍA verður fimmtudaginn 20. júní gegn Breiðabliki á Akra- nesvelli. þá Sameiginlegt lið Snæ- fells/Geislans lék gegn liði Skínandi á Samsung vellinum í Garðabæ á laugardag- inn í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Liðið þurfti að sætta sig við 4:2 tap í leiknum þrátt fyrir að hafa komist 1:2 yfir í upp- hafi seinni hálfleiks. Mörk Snæ- fells/Geislans í leiknum skoruðu Valur Tómasson og Óðinn Helga- son. Snæfell/Geislinn vermir sjö- unda sæti B-riðils eftir þrjá umferð- ir og er með eitt stig. Næsti leik- ur liðsins er gegn sameiginlegu liði Kormáks/Hvatar á laugardaginn á Stykkishólmsvelli og hefst leikur- inn kl. 14. hlh Jafntefli á heimavelli Andri í U-21 Bæði Vesturlands- liðin fá heimaleiki og lið í efstu deild Orri áfram í Skallagrími Kvennahlaup á Höfða á föstudaginn Pálmi og Finnur verða áfram Tap í Garðabæ hjá Snæfelli Jafntefli í fyrsta heimaleik Víkingskvenna Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði bæði mörk ÍA í leiknum. ÍA lagði KR í bikarnum Arnar Már Guðjónsson sækir að marki Selfoss í fyrri hálfleiknum gegn Selfossi. Skagamenn lögðu Selfyssinga í framlengingu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.