Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Það var góð stemning að vanda þegar Hvanneyrardeild Grunn- skóla Borgarfjarðar hélt árshátíð sína í Skjólbeltunum fimmtudag- inn 30. maí síðastliðinn. Nemendur 1. – 2. bekkjar sýndu leikritið Ris- inn og börnin í þorpinu en nem- endur unnu leikritið sjálfir upp úr smásögu eftir Oscar Wild, Risinn eigingjarni. Ása Hlín Svavarsdóttir skráði spuna nemenda í leikhand- rit og leikstýrði þeim. Skemmtileg sýning hjá flottum krökkum. Sýning 3. – 4. bekkjar varð til eftir heimsókn í Landnámssetrið í byrjun apríl. Börnin voru svo upp- numin eftir að hafa farið í gegnum Egilssýninguna að það kom ekk- ert annað til greina en að gera leik- rit um Egilssögu. Með aðstoð Ásu Hlínar, kennara og starfsfólks skól- ans bjuggu þau til búninga og settu upp Egilssögu. Sýningin þótti mjög metnaðarfull og skemmtileg. Að loknum sýningum komu all- ir saman í grunnskólanum. Skoð- uðu sýningu á verkum nemenda og drukku kaffi og borðuðu kökur í boði foreldra. hjs Hjónin Svava Víglundsdótt- ir og Unnsteinn Arason, eigendur blóma- og gjafavöruverslunarinnar Blómasetursins við Skúlagötu 13 í Borgarnesi, hafa opnað nýtt kaffi- hús inn af búðinni sem ber nafn- ið Kaffi Kyrrð. ,,Segja má að kaffi- húsið sé nokkurs konar afleggj- ari frá Blómasetrinu,” segir Svava í samtali við Skessuhorn. ,,Þeg- ar við undirbjuggum flutning búð- arinnar frá Borgarbrautinni hing- að að Skúlagötu í lok síðasta árs þá innréttuðum við sama verslunar- rými og verslunin Kristý notaðist áður við en hún var starfrækt hér til fjölda ára. Inn af búðinni var tölu- vert rými eftir sem var ónotað og varð úr eftir nokkra umhugsun að innrétta þar kaffihús í ámóta stíl og blómabúðin er sett upp,” bæt- ir Svava við og segir hugmyndina að tengja saman blóma- og kaffi- sölu hafa blundað í sér lengi. ,,Ég hef kynnst svona búðum á ferða- lögum erlendis meðal annars á Ind- landi og í Taílandi og varð strax skotin í þeirri hugmynd að koma á fót slíkri verslun hér á landi. Unn- steinn fór af stað eftir áramótin að gera það sem gera þurfti til að gera rýmið klárt fyrir kaffihús í þessum anda og nú er draumurinn orðinn að veruleika.” Fyrrum sýslumannskrifstofa Unnsteinn sagði í samtali við Skessu- horn að rýmið eigi sér nokkra sögu líkt og húsið allt. ,,Húsið byggðu hjónin Bragi Jóhannsson og Krist- ín Jónasdóttir um 1960 og bjuggu þau hér alla sína tíð. Ég og Svava erum aðrir eigendur hússins á eftir þeim. Bragi og Kristín leigðu sýslu- mannsembættinu í Mýra- og Borg- arfjarðasýslu húsnæðið í mörg ár og var skrifstofa Ásgeirs Péturssonar sýslumanns þar til margra ára. Ef- laust er margir sem muna eftir því. Síðan var verslunin Kristý hér til húsa. Góður andi er í öllu húsinu finnst mér og að auki gott útsýni út á Borgarfjörð sem gestir okkar geta notið,” segir Unnsteinn. Í kaffi- húsinu eru rúmgóðir sófar og stól- ar af öllum gerðum, sæti fyrir allt að 25 manns. Þar er einnig þráð- laust net og fjöldi bóka í hillum til að glugga í. Á boðstólum verða all- ir helstu kaffidrykkir, bjór, léttvín, gosdrykkir, te og safar auk þess sem hægt verður að kaupa eitthvað góð- gæti til að hafa með kaffinu. „Þetta er tilvalinn staður fyrir smáa hópa að hittast og einnig til að halda fundi í notalegu umhverfi,“ bætir Svava við. Hugljúft umhverfi Svava og Unnsteinn ætla að opna Kaffi Kyrrð formlega nk. laugardag kl. 10 og verða ýmis tilboð og vöru- kynningar á nýjungum í boði fyrir viðskiptavini yfir opnunarhelgina. Blómasetrið og Kaffi Kyrrð verða síðan opin alla daga í sumar kl. 10- 22. ,,Af og til verða svo skemmtileg- ar uppákomur hjá okkur en með- al annars mun spákona heimsækja okkur annað slagið og þá gefst gest- um færi á að láta spá fyrir sig. Fyrst og fremst hugsum við Kaffi Kyrrð sem stað þar sem fólki á að líða vel á og langar að koma aftur á, stað þar sem fólk getur spjallað saman í hugljúfu, notalegu og rómantísku umhverfi í gamla bænum í Borg- arnesi,” segir Svava að lokum sem um leið býður alla hjartanlega vel- komna í heimsókn í Kaffi Kyrrð. hlh Forsvarsmenn fyrirtækisins Ocean Safari í Stykkishólmi þurfa ekki að gera breytingar á starfsemi sinni vegna nýlegs úrskurðar Siglinga- stofnunar varðandi svokallaða RIB báta sem fyrirtækið notar. Í úrskurðinum er hafnað umsókn hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, um að fá að sigla með fleiri en tólf farþega utan tímabilsins 1. júní til 30. september án þess að notast við einangrandi flotbún- inga. Magnús Örn Tómasson hjá Ocean Safari segir aldrei hafa stað- ið til hjá þeim að fjölga farþegum en alls eru sæti fyrir tólf manns um borð í bátunum. Þá hafi fyrirtæk- ið verið með undanþágu frá regl- unni um einangrandi flotbúninga út maímánuð en allt utan 1. júní til 30. september telst sem vetr- artími. Eitt af því sem Gentle Gi- ants fór fram á í sinni umsókn var að sumartímabilið yrði heldur skil- greint frá 15. apríl til 31. október. „Ég geri ráð fyrir að reglunum um þessa búninga verði breytt fyr- ir næsta ár nú þegar þær hafa ver- ið teknar til endurskoðunar,“ segir Magnús Örn í samtali við Skessu- horn en innanríkisráðuneytið hef- ur beint því til Siglingastofnun- ar að taka reglur um RIB báta nú þegar til endurskoðunar. Ocean Safari gerir út á skemmtisiglingar um eyjarnar í kringum Stykkishólm á tveimur RIB bátum, Kríu og Kjóa. Farn- ar eru þrjár ferðir á dag, klukk- an 11.30, 14.00 og 20.00. Að auki eru farnar sérferðir eftir óskum farþega. „Við höfum meðal ann- ars verið beðnir um að fara með fólk í ferðir út í Flatey og í lengri ferðir um eyjar Breiðafjarðar. Við finnum strax fyrir mikilli aukn- ingu í bókunum hjá okkur frá því í fyrra og erum bjartsýnir á sum- arið,“ sagði Magnús Örn að lok- um. ákj Kaffi Kyrrð er inn af afgreiðslu Blómasetursins. Kaffi Kyrrð opnuð í Blómasetrinu í Borgarnesi Unnsteinn og Svava, eigendur Blómasetursins og Kaffi Kyrrð. Kjói kemur að bryggju í Stykkishólmi. Ljósm. sko. Úrskurður hefur ekki áhrif á Ocean Safari Nemendur 3.-4. bekkjar sýndu leikrit um Egilssögu. Árshátíð Hvanneyrardeildar GBF Atriði úr sýningu nemenda úr 1.-2. bekk. Þriðjudaginn 11. júní verður kynn- ing á jógakennaranámi í Kun- dalini jóga en námið hefst næsta haust. Guðrún Darshan jógakenn- ari og hómópati fer yfir jógakenn- aranámið og möguleika því tengdu og býður upp á stuttan jógatíma í leiðinni. Kundalini jóga er eitt af mörgum formum jóga sem stund- uð eru í heiminum og hefur not- ið ört vaxandi vinsælda – ekki síður hér á landi en annars staðar en hátt í hundrað nemendur hafa útskrifast úr kennaranámi í kundalini jóga frá árinu 2008. „Kundalini jóga byggir á taktföstum hreyfingum í takti við öndun og það er einmitt takturinn í æfingunum sem hjálpar huganum að sleppa streitunni og spennunni sem eru búnar að byggjast upp í annríkinu. Minni áhersla er á teygj- ur og kyrrstöðu og meiri áhersla á að hreyfa við orkunni í gegnum öndun og takt. Æfingarnar hafa það markmið að styrkja innkirtla- kerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi – auk þess að gefa okkur bæði líkam- legan og andlegan styrk. Hugleiðsl- an, sem er óaðskiljanlegur hluti af kundalini jóga, styrkir okkur í því að taka því sem að höndum ber af æðruleysi og að virkja kyrrðina og stækka þögnina innra með okkur,“ segir Guðrún. Kynningin verður haldin í Dansskóla Evu Karenar, í kjall- ara Menntaskóla Borgarfjarðar, og hefst kl 19.45. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.andartak. is. ákj Kundalini jóga í Borgarnesi Guðrún Darshan jógakennari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.