Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Hreinsunardagur var nýverið haldinn á Kleppjárnsreykjum og nágrenni í Borgarfirði og gekk dagurinn vonum framar. Ungir sem aldnir lögðu hönd á plóg og voru notuð hin ýmsu tækir til að flytja og lyfta stærri hlutum. Íbú- ar stútfylltu tvo stóra gáma og að loknum degi grilluðu fjölskyld- urnar saman. mm/ Ljósm. elj. Bræðurnir Árni Sigurður og Þor- leifur Halldórssynir frá bænum Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi útskrifuðust nýverið úr iðnnámi frá Borgarholtsskóla. Báðir náðu þeir góðum árangri í náminu og voru verðlaunaðir á útskriftarathöfn skólans, Árni fyrir góðan árangur í rennismíði og Þorleifur fyrir góðan árangur í vélfræði. Árni er fæddur árið 1989 en Þorleifur 1991 en þeir eru synir hjónanna Halldórs Jóns- sonar og Áslaugar Guðmundsdótt- ur bænda á Þverá. Á síðustu árum hefur farið fram nokkur umræða á Íslandi um að æ færri fara í iðn- og verknám og eru ástæðurnar tald- ar margvíslegar. Meðal annars hef- ur verið sagt að of mikil áhersla sé lögð á bóknám í menntakerfinu, neikvæð umræða í kjölfar banka- hrunsins hafi fælt fólk frá iðn- námi og þá komast færri nemend- ur á samning hjá iðnfyrirtækjum en áður. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með bræðrunum nýút- skrifuðu frá Þverá og ræddi við þá um stöðu iðnnáms í landinu og af hverju þeir hófu það nám sem þeir hafa nú nýlokið við. Valáfangi í málmiðn kveikti áhuga Þorleifur hafði áður lokið stúdents- prófi af náttúrufræðabraut frá Borg- arholtsskóla áður en hann hóf nám í vélvirkjun við sama skóla. „Ástæð- an fyrir því að ég fór í iðnnám var sú að mig vantaði valáfanga á loka- önninni á náttúrufræðibraut. Ég hitti námsráðgjafa og ræddi við hann um hvað ég ætti að velja og varð úr eftir nokkurt samtal að ég veldi mér valáfanga í málmiðn. Ég hafði þá haft nokkurn áhuga á vél- um og viðgerðum, enda höfðum ég og Árni alist upp í kringum vél- ar og stúss í kringum þær heima á Þverá. Þetta sagði ég við námsráð- gjafann. Pabbi hefur hjálpað til við viðgerðir á vélum í sveitinni í mörg ár og vorum við sífellt að elta hann og aðstoða. Þar kom kynningin á þessu fagi til skjalanna og ætli því megi ekki segja að gamall áhugi hafi kviknað þegar ég tók valáfang- ann á lokaönninni,“ segir Þorleifur. Hann vann í hálft ár sem þjónn eft- ir stúdentspróf meðan hann íhug- aði næstu skref. „Ég ákvað loks að skrá mig í vélvirkjun eftir góða um- hugsun, áhuginn sem hafði kvikn- að á lokaönninni hafði ekki slokkn- að.“ Fann sig í rennismíði Á sama tíma og Þorleifur hélt í nám á nýjan leik stóð Árni bróðir hans einnig á tímamótum. Árni segir líkt og bróðir sinn að reynslan af véla- vafstrinu á Þverá hafa verið gott veganesti fyrir iðnnám í vélvirkjun og rennismíði. Sjálfur hafði hann lokið húsasmíðanámi áður en hann hóf vélanám. „Ég lauk húsasmíð- anámi í Iðnskólanum í Reykjavík árið 2009 og sveinsprófi árið 2009. Á árunum 2007-2011 var ég úti á vinnumarkaðnum við smíðar en var sagt upp út af lélegri verkefnastöðu hjá fyrirtækinu sem ég vann hjá. Þetta var sérstakt tímabil að mörgu leyti. Ég byrjaði að vinna fyrir bankahrun í miðri þenslu og var al- Páll Gauti Einarsson og Bjartmar Þór Unnarsson tóku sannarlega til hendinni. Hreinsunardagur á Kleppjárnsreykjum Unnar Bjartmarsson og Kristófer Ólafsson stóðu í stórræðum. Mestu skiptir að vita hvað maður vill og elta hæfileikana Rætt við bræðurna Árna Sigurð og Þorleif Halldórssyni frá Þverá um nýlokið iðnnám veg brjálað að gera. Verkefnin tóku talsvert mið af því að fólk var með nokkuð fé á milli handanna, mikið um endurinnréttingar og ýmislegt í þeim dúr. Þá lærði ég t.d. að hugsa í millimetrum en ekki tommum, slík ar voru kröfurnar í sumum verkum sem maður sinnti á þessum tíma. Síðan kom blessað bankahrunið og allt stöðvaðist,“ segir Árni. Eft- ir að hafa hætt að starfa við smíðar sá hann sér leik á borði og fór í iðn- nám í Borgarholtsskóla og hóf nám á sama tíma og yngri bróður sinn. „Ég hafði haft bíladellu lengi og ætlaði mér að leggja stund á bíla- viðgerðir í Borgó. Eftir að hafa lok- ið grunndeild málmiðna, sem allir í vélanámi taka á fyrsta ári, breyttust plönin og varð vélvirkjun og renni- smíði fyrir valinu. Ég fann mig þar og líkaði vel.“ Iðnaðarmenn þurfa að vera útsjónarsamir Bræðurnir eru sammála um að ein- hvern veginn sé sú hugsun ein- kennandi í þjóðfélaginu að iðnnám sé ekki jafn mikið metið og aðr- ar námsgreinar. „Mér finnst oft að sumt fólk haldi að iðnnám sé hálf- gerð úrhraksdeild, það er að segja nám fyrir þá sem af einhverjum orsökum geti ekki tekið sér fyr- ir hendur nám á bóknámsbraut,“ segir Árni. Staðreyndin er nefni- lega sú, sé til dæmis litið á tekju- möguleika iðnlærðs einstaklings, þá eru þeir allnokkrir og mögu- leikar til framhaldsmenntunar góð- ir í allskyns tækninámi. „Þá má ekki gleyma því að menn þurfa að vera ansi leiknir til að vera góðir iðnað- armenn, vera útsjónarsamir, skipu- lagðir í vinnubrögðum og klók- ir í alls konar verkum sem þarf að sinna, hvort sem það er suða, hönn- un eða hvað sem er,“ segir Þorleif- ur. Sem stendur er fremur auðvelt að fá vinnu sem vélvirki eða málm- smiður af einhverju tagi, alla vega á suðvesturhorninu og framboð gott af verkefnum til að sinna. Vinnu- markaðurinn er þó brokkgeng- ur eins og dæmin sanna en í dag er ástandið þokkalegt segja þeir bræð- ur. Í sumum greinum er jafnvel far- ið að gæta skorts á fólki með fag- menntun. „Tækifærin eru næg hafi fólk áhuga. Því ætti fólk ekki að hika við að skella sér í iðnnám,“ segja bræðurnir í hvetjandi tón. Skemmtilegur nemendahópur Þeir segja námið í Borgarholts- skóla hafa verið mjög skemmtilegt og hafi ekki síst munað um hvað nemendahópurinn var samheld- inn. „Þarna var fólk af öllu landinu saman komið, af báðum kynjum og og úr öllum áttum. Það skipt- ir máli að góður mórall sé í skólan- um, þá verður auðveldara að læra. Ég hafði því miður orðið fyrir ein- elti þegar ég var í grunnskóla sem hafði slæm áhrif á mig. Þá fór lær- dómurinn einfaldlega út í buskann. Manni verður að líða vel, hvort sem það er í námi, vinnu eða á öðrum vettvangi, þá sinnir maður verkefn- unum betur,“ segir Árni. „Öll lærð- um við mikið hvort af öðru í nám- inu í Borgarholtsskóla. Til dæm- is var í nemendahópnum einn heyrnarlaus nemandi en okkur ór- aði ekki fyrir að heyrnalausir gætu tekið sér málmsmíði fyrir hendur. Hann afsannaði það fyrir okkur og var gaman að upplifa það og kynn- ast honum. Kennararnir í skólan- um reyndust okkur vel, voru léttir og skemmtilegir og sífellt að segja reynslusögur frá ýmsum verkum sem þeir hafa átt við í gegnum tíð- ina. Maður lærði mikið af þessum mönnum,“ bætir Þorleifur við. Elta á hæfileikana Árni og Þorleifur eru í fullri vinnu nú um stundir hjá stórum iðnfyrirtækj- um á suðvesturhorninu, Árni vinn- ur á kranaverkstæðinu hjá Norður- áli á Grundartanga á meðan Þor- leifur vinnur hjá Hamri, vélsmiðju í Kópavogi. „Það hjálpaði til að vera úr sveit þegar ég var ráðinn,“ segir Þorleifur. „Maður hefur einfaldlega góða reynslu af vinnu úr sveitinni og til þess var litið áður en ég var ráð- inn.“ Báðir sinna þeir fjölmörgum áhugamálum meðfram vinnu. Árni hefur til dæmis æft og síðar þjálfað hjá hnefaleikafélaginu Æsi í Mos- fellsbæ og þar lagt stund á hnefaleika og fitness box. „Ég hef eignast marga góða vini í Æsi og þar er líflegt starf. Annað áhugamál mitt eru bílar og hef ég til dæmis gert upp Mustang P-600 tjónabíl með pabba.“ Báðir stefna þeir á að taka sveinspróf á sínu sérsviði í nánustu framtíð og kem- ur jafnvel frekara tækninám til álita. Þá vilja þeir ekki útiloka að vinna sjálfstætt og það í sveit. „Það er allt mögulegt í þessum efnum. Það á vel við okkur að vera í sveit enda aldir þar upp. Mestu skiptir að vita hvað maður vill, finna í hverju maður er góður í og elta hæfileika sína. Það er nauðsynlegt,“ segja bræðurnir Árni og Þorleifur frá Þverá að endingu. hlh Á útskriftardaginn með foreldrum sínum, f.v. Þorleifur, Árni, Áslaug Guðmunds- dóttir og Halldór Jónsson. Frá útskriftarathöfninni í Borgarholtsskóla. Þorleifur og Árni ásamt Aðalsteini Ómarssyni, kennslustjóra málm- og véltæknigreina. Prófskírteinin, viðurkenningar, útskriftarhúfurnar og lokasmíði bræðranna. Árni kveðst vera með mikla bíladellu. Hér stendur hann við Mustang P-600 sem hann gerði upp ásamt föður sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.