Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
Mikið um dýrðir á opnunarhátíð N1 í Borgarnesi
Ný þjónustustöð N1 í Borgarnesi
var tekin formlega í notkun með
pompi og prakt sl. föstudag. N1
stóð fyrir opnunarhátíð af þessu
tilefni og bauð gestum upp á grill-
aðar pylsur, ís, kökur og lifandi
tónlist frá hljómsveitinni Heavy
Metan, sem skipuð er starfsmönn-
um N1. Hoppkastali var á svæðinu
fyrir börn auk skólahreystibrautar
og þá var boðið upp á andlitsmál-
un. Eggert B. Guðmundsson for-
stjóri N1 ávarpaði gesti og sagði
hann nýju stöðina vera stærstu og
glæsilegustu perluna í perlufesti
fyrirtækisins á Íslandi. N1 væri
annt um það að bjóða viðskipta-
vinum sínum upp á góða þjónustu
í Borgarnesi og væri nýja stöðin
til vitnis um þann metnað. Einn-
ig ávarpaði gesti Páll S. Brynjars-
son sveitarstjóri Borgarbyggðar og
óskaði hann N1 til hamingju með
nýju stöðina. Páll notaði tækifærið
og færði starfsfólki nýju þjónustu-
stöðvarinnar blómvönd frá Borg-
arbyggð og veitti Sigurður Guð-
mundsson stöðvarstjóra honum
viðtöku fyrir hönd starfsfólks.
Þá færði Páll Eggerti forstjóra
að gjöf bókina ,,Víst þeir sóttu
sjóinn,” eftir Ara Sigvaldason, en
hann þóttist vita að Eggert væri
áhugamaður um útgerð þar sem
hann sat í forstjórastóli HB Granda
í mörg ár áður en hann tók við
stjórn N1 í fyrra. Ekki væru marg-
ir sem vissu að Borgnesingar hefði
staðið í útgerð með góðum árangri
um miðja síðustu öld og sagði Páll
að framtakið væri til vitnis um það
að allt væri hægt að gera í Borg-
arnesi. Eggert þakkaði gjöfina og
sagði um leið að ef Borgnesing-
ar færu aftur í útgerð gætur þeir
treyst á að fá olíu á flotann hjá N1
á góðum kjörum. Loks undirrit-
uðu Eggert forstjóri og Ívar Ragn-
arsson, deildarstjóri vöruþróunar
N1, samstarfssamning við körfu-
knattleiksdeild Skallagríms sem
gildir til næstu þriggja ára. Það
var Björn Bjarki Þorsteinsson for-
maður kkd. Skallagríms sem skrif-
aði undir samninginn fyrir hönd
deildarinnar.
Að sögn Sigurðar Guðmunds-
sonar stöðvarstjóra lögðu um
2.000 gestir leið sína í nýju stöðina
á opnunardaginn og sagði hann
N1 menn vera afar ánægðir með
viðtökurnar. Alls eru um 40 stöðu-
gildi í stöðinni og er því nýja þjón-
ustustöðin með stærstu vinnustöð-
um í Borgarnesi. hlh
Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar færir starfsfólki N1 blómvönd frá sveitarfélaginu. Sigurður Guðmundsson
stöðvarstjóra tók við honum fyrir hönd starfsfólks.
Eggert B. Guðmundsson forstjóri N1 ávarpaði gesti.
Boðið var upp á andlitsmálun.
Eggert B. Guðmundsson forstjóri N1 ásamt Guðmundi Ingimundarsyni, sem var
forstöðumaður Hyrnunnar þegar hún var vígð í júní 1991, og Þóri Þorvarðarsyni.
Björn Bjarki Þorsteinsson formaður kkd. Skallagríms, Ívar Ragnarsson deildar-
stjóri vöruþróunar N1 og Eggert B. Guðmundsson forstjóri N1 undirrita samstarfs-
samning N1 og Skallagríms sem gildir til næstu þriggja ára.
Hljómsveitin Heavy Metan, skipuð starfsmönnum N1, léku nokkur þekkt íslensk
dægurlög fyrir gesti.
Sérstakt leiksvæði fyrir börn er meðal helstu nýjunga þjónustustöðvarinnar.
Nóg var um blöðrur fyrir krakka.
Óliver Kristján Fjeldsted var einn af
mörgum krökkum sem fór í andlits-
málun.
Feðginin Eiríkur Þór Theódórsson og Kristbjörg Ragney voru
meðal þeirra tvö þúsund gesta sem heimsóttu stöðina á
föstudaginn. Góð stemning var hjá starfsfólki N1 á opnunardaginn.