Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
Konur í Kvenfélagi Stafholtstungna
ráðgerðu ferðalag um Vesturland
laugardaginn 1. júní 2013. Fyrst
kannaði ég möguleika á heim-
sókn í Dalina, stefnan skyldi tekin á
Byggðasafn Dalamanna að Sælings-
dal. Skoðaði ég heimasíðu þeirra og
sá mér til mikillar ánægju að þeir
ætluðu að opna einmitt þennan dag.
Sendi þeim línu til að tilkynna komu
okkar og ósk um að snæða hádegis-
verð á Edduhótelinu hjá þeim. Þeg-
ar svarið kom til baka stóðst heima-
síðan þeirra ekki, því þeir opnuðu
Byggðasafnið ekki fyrr en 7. júní
viku seinna en auglýsing þeirra gaf
til kynna. Þar með voru Dalirnir af-
skrifaðir í dagsferð okkar.
Þá var að skoða Snæfellsnesið.
Þeir á Narfeyrarstofu tóku okkur
opnum örmum og reiddu fram dýr-
indis goulash-súpu og kaffi á eft-
ir. Svo voru væntingar um að skoða
Norska húsið því það átti líka að
opna þann 1. júní og var opnunar-
tími frá klukkan 13:00 samkvæmt
heimasíðunni. En því miður stóðst
það ekki heldur, ekki var opnað þar
fyrr en klukkan 15:00 og þá höfðum
við kvatt Stykkishólm. Eftir hádeg-
isverðinn voru 45 mínútur frjáls-
ar fyrir hópinn og margar heim-
sóttu Gallerí Lunda sér til mikillar
ánægju. En nokkrar vildu gjarnan
skoða hið rómaða Vatnasafn. Ekki
var verra að samkvæmt heimasíðu
þeirra var frítt inn á safnið. Þegar
hópurinn var búinn að ganga upp
stíginn að safninu, tók á móti okkur
brosandi starfsmaður, tilkynnti okk-
ur að ef við vildum koma inn yrðum
við að fara úr skónum og gjald væri
tekið fyrir heimsóknina. Henni var
bent á að á heimasíðu Vatnasafns-
ins kæmi skýrt fram að heimsókn-
in væri án gjalds. Hún tjáði okk-
ur að þau stjórnuðu ekki heima-
síðunni; það væri verið að vinna í
þessu. Þakkaði okkur fyrir að koma
við og brosandi óskaði okkur góðr-
ar ferðar. Ég vissi ekki hvort hún
var svona brosmild vegna þess að
við litum ekki inn eða hvort hún var
óvenjulega brosmildur starfsmaður.
Þegar við vorum á leið úr Hólmin-
um stoppuðum við í Gallerí Bragga
og nutum þess að skoða hand-
verk snæfellskra kvenna.
Áhugi var fyrir hendi að
heimsækja hákarlasafnið að
Bjarnarhöfn en þar kostar kr.
800 pr. mann að skoða safnið
og smakka hákarl en auk þess
kr. 600 að skoða kirkjuna. Sem
sagt 1.400 fyrir hverja konu og
svo voru nokkrar sem borða
ekki hákarl. Við höfðum frétt
að Sögumiðstöðinni í Grund-
arfirði væri búið að loka, en hennar
hróður hafði borist okkur til eyrna.
En viðkoma okkur á Hellissandi
kom ánægjulega á óvart. Fallegt úti-
vistarsvæði þar sem við stoppuð-
um og fengum okkur hressingu í
skjólsælum skógarlundi rétt í miðju
þorpinu. Bravó fyrir þeim á Hell-
issandi.
Þetta bréf er rétt til að árétta
hversu nauðsynlegt það er að hafa
heimasíðurnar réttar ef árangur á
að nást í ferðaþjónustu. Það er ekki
gott til afspurnar ef ekkert er að
marka það sem auglýst er. Ef við
viljum auka straum ferðamanna á
Vesturland, bæði íslenskra og er-
lendra, er ráðlegt að koma þessu í
lag. Og ekki síður að stilla kostn-
aðinum í hóf svo ferðalangar hætti
ekki við ráðgerða heimsókn.
Anna Hallgrímsdóttir
Hamri, Þverárhlíð
Þrátt fyrir pólitískt umrót undanfar-
inna ára muna kjósendur á Akranesi
eflaust eftir umræðum og loforðum
í aðdraganda og eftir síðustu bæj-
arstjórnarkosningar. Þegar núver-
andi meirihluti Samfylkingarinnar,
Framsóknarflokksins og Vinstri-
Grænna tók við var markmiðið í
fjármálum bæjarfélagsins afar skýrt.
„Nýr meirihluti í bæjarstjórn Akra-
ness ætlar fyrst og fremst að taka
fjármál bæjarins til gagngerrar end-
urskoðunar. Vandað verður til áætl-
unargerðar og ábyrgð og festa sýnd
í fjármálastjórn.“ Svo mörg voru
þau orð núverandi meirihluta.
Og hver var sú staða sem hinn
nýi meirihluti vildi taka til gagn-
gerrar endurskoðunar? Síðasta
heila ár fráfarandi meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins árið 2009 var bæjar-
félagið rekið með tæplega 60 millj-
óna króna hagnaði og árið 2010,
sem mótaðist af síðustu fjárhags-
áætlun þáverandi meirihluta, var
bæjarfélagið rekið með 383 millj-
óna króna hagnaði. Rétt er að rifja
upp að á þessum árum glímdi efna-
hagslífið við mikla erfiðleika í kjöl-
far bankahrunsins. Í lok ársins 2010
voru nettóskuldir Akraneskaup-
staðar rúmlega 4,6 milljarðar króna
að meðtöldum lífeyrisskuldbind-
ingum.
Fyrsta verk núverandi meirihluta
var að afturkalla flestar sparnarðar-
aðgerðir sem ráðist var í með góð-
um árangri í kjölfar hrunsins og
hlustaði ekki á nein viðvörunarorð.
Meirihluti „ábyrgðar og festu í fjár-
málum“ hefur nú skilað ársreikn-
ingum tveggja rekstrarára. Samtals
hefur bæjarfélagið á þessum tveim-
ur árum þ.e. 2011 og 2012 ver-
ið rekið með rúmlega 452 milljóna
króna halla og í árslok 2012 voru
nettóskuldir bæjarfélagins rúmlega
5,6 milljarðar króna að meðtöldum
lífeyrisskuldbindingum. Meirihlut-
anum hefur tekist á tveimur árum
að hækka nettóskuldir bæjarins um
rúmar 565 milljónir króna og einn
milljarð króna ef lífeyrisskuldbind-
ingar eru teknar með. Eins og bæj-
arbúar vita best hafa framkvæmdir
ekki verið miklar á kjörtímabilinu
utan uppbyggingar á Höfða. Mik-
illi framkvæmdagleði verður því
ekki kennt um þessa skuldahækkun
meirihlutans.
Þessi viðvarandi hallarekstur
mun ef ekkert verður að gert kalla
á afskipti eftirlitsnefndar með fjár-
málum sveitarfélaga sem er sorg-
legur vitnisburður. Á sama tíma
hefur rekstur flestra nágrannasveit-
arfélaga batnað til muna og skilar
hagnaði.
Fæstum íbúum Akraness óraði
fyrir því að endurskoðun sú sem
meirihlutinn ætlaði á gera á fjár-
málum sveitarfélagsins fælist í að
snúa hagnaði í tap og auka skuldir.
Hefur á þessari vegferð meirihlut-
ans sannast að oft er hægara um að
tala en í að komast.
Ekki er úr vegi að óska þess að
leiðtogar meirihlutans útskýri fyrir
bæjarbúum með hvaða hætti áður-
nefnd ábyrgð og festa í fjármálum
hefur komið fram við rekstur bæj-
arfélagsins.
Gunnar Sigurðsson
Einar Brandsson
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Sumarstarf Skógræktarfélags Akra-
ness er þessa dagana að komast í
fullan gang. Unnið verður við þjóð-
veginn og í Slögu.
Starfsdagur verður laugar-
daginn 8. júní kl. 10 - 13.
Öll hjálp er vel þegin. Einnig góð
ráð og ábendingar. Fólki er frjálst
að koma og fara þegar því sýnist.
Hvetjið börn og unglinga, vini og
vandamenn til að koma með. Gott
er að taka með tiltæk verkfæri.
Mæting í skúr félagsins við Einbú-
ann við þjóðveginn.
Mánudagar kl. 17 verða
vinnudagar í sumar.
Þeir sem geta og vilja mæta við
Einbúann eða í Slögu. Allir eru vel-
komnir hvort sem þeir eru félags-
menn í Skógræktarfélaginu eða
ekki.
Góður stuðningur
fyrirtæka.
Akranesbær hafnaði beiðni Skóg-
ræktarfélagsins um fjárstuðning í
ár án frekari skýringa. Leitað var til
fjögurra fyrirtækja sem öll brugðust
vel við og gáfu félaginu áburð sem
borinn verður á á næstunni. Þessi
fyrirtæki eru: Akur, Bjarg, Húsa-
smiðjan og Verslunin Einar Ólafs-
son. Eru þessum fyrirtækjum færð-
ar þakkir fyrir að bregðast fljótt og
vel við. E.t.v. leitum við til fleiri
fyrirtækja og velunnara skógrækt-
ar á næstunni.
Skógræktarfélag Akraness vinnur
að skógrækt í Slögu við Akrafjall
og við þjóðveginn þar sem félagið
tók að sér að rækta upp skjólbelti
með samningi við Akraneskaup-
stað 2002. Markmiðið er ekki að-
eins að gróðursetja tré heldur einn-
ig að koma upp útivistarsvæði með
göngu- og hjólreiðastígum. Sú hlið
starfseminnar er fjárfrekust og verð-
ur sett í bið þar til við fáum stuðn-
ing frá bænum og öðrum aðilum. Í
sumar verður lögð áhersla gróður-
setningu, áburðargjöf og grisjun í
Slögu en einnig verður unnið eft-
ir getu við þjóðveginn, m.a. fluttar
plöntur þangað ofan úr Slögu.
Ég hvet alla unnendur fagurs
umhverfis og mannlífs til að gerast
félagar í Skógræktarfélaginu. Við
lifum á tímum þar sem ofuráhersla
er á alls konar leiki og skemmtanir.
En enginn getur öðlast lífsfyllingu
á skemmtunum eingöngu, fólk þarf
einnig að láta gott af sér leiða, sjá
árangur góðra verka sinna. Skóg-
rækt er ein leið til að láta gott af sér
leiða.
Nánari upplýsingar má sjá á
heimsíðu Skógræktarfélagsins:
http://www.skog.is/akranes/
Einnig má senda tölvupóst á
jensbb@internet.is eða hringja í
síma 897 5148 ef fólk vill gerast fé-
lagar.
Jens B. Baldursson
formaður Skógræktarfélags
Akraness
Skógræktarfélag Akraness í sumar
Pennagrein
Pennagrein
Vangaveltur um ferðaþjónustu
á Vesturlandi
Pennagrein
Af „ábyrgð og festu í fjármálum“
Þrjár íslenskar blómarósir við grenitré sem gróðursett var í fyrra. Bera þarf áburð
á trén og reita frá þeim, það flýtir fyrir vexti þeirra.
Þessar þrjár spænsku blómrósir brostu út að eyrum þegar þær gróðursettu tré í
íslensku roki og rigningu síðasta haust.
Stefán Teitsson og Bjarni Þóroddsson
í Slögu í vetur. Í Slögu eru víða stór og
falleg tré sem þeir og aðrir félagar í
Skógræktarfélaginu hafa gróðursett á
síðustu þremur áratugum. Leggja þarf
áherslu á gerð göngu- og hjólreiða-
stíga og áningarstaða svo fleiri geti
notið útivistar á svæðinu. Einnig þarf
að bæta aðkomuna að Slögu.