Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Dynjandi býður upp á góðan vinnufatnað á hagstæðu verði! Dynjandi örugglega fyrir þig! GÓÐUR VINNUFATNAÐUR GERIR VINNUNA ÞÆGILEGRI! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is MÓTTÖKUSTÖÐVAR Akranesi Höfðaseli 16 • 431-5555 • 840-5881 Opið Mánud. – föstud. Kl. 8.00 – 18.00 Lokað í hádeginu Kl. 12.00 – 13.00 Laugard. Kl. 10.00 – 14.00 Borgarnesi Sólbakka 12 • 431-5558 • 840-5882 Opið Mánud. – laugard. Kl. 14.00 – 18.00 Við breytum gráu í grænt Um 30 manns mættu til opins kynningarfundar sem skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaup- staðar bauð til um tillögu að endur- skoðuðu aðalskipulagi Akraness og haldinn var í Tónbergi sl. miðviku- dagskvöld. Tillagan felur í sér nýtt aðalskipulag fyrir árin 2013-2025. Runólfur Þór Sigurðsson skipu- lags- og byggingafulltrúi fór yfir vinnuferli við endurskoðun skipu- lagsins. Guðmundur Valsson for- maður skipulags- og umhverfis- nefndar gerði grein fyrir leiðar- ljósi og forsendum skipulagsins og Árni Ólafsson skipulagshönnuð- ur og ráðgjafi nefndarinnar skýrði helstu breytingar í nýju tillögunni frá gildandi skipulagi. Fundarstjóri var Ragnheiður Ríkharðsdóttir al- þingismaður og fyrrverandi bæjar- stjóri í Mosfellsbæ. Stærstu breyt- ingarnar í nýrri skipulagstillögu frá gildandi skipulagi fela í sér að hætt er við Skarfatangahöfn. Nýja iðnaðarsvæðið í Garðaflóa stækkar samkvæmt nýja skipulaginu og er því ætlað að taka við fyrirferðamik- illi iðnaðarstarfsemi, svo sem verk- takafyrirtækjum sem nú eru inn á Smiðjuvöllum og ekki fara vel þar í næsta nágrenni við matvörufram- leiðslu. Smiðjuvallasvæðið verður samkvæmt nýja skipulaginu endur- skilgreint sem svæði fyrir verslan- ir með stærra umfangi en almennar verslanir, svo sem sérverslanir. Margar fyrirspurnir Nýja skipulagið felur einnig í sér þær breytingar að neðan Jaðar- sbrautar ofan Langasands verði skilgreint fyrir verslanir og þjón- usta tengt nýtingu útivistarsvæð- isins á Langasandi, en samkvæmt gildandi aðalskipulagi er þar skil- greint óbyggt svæði. Gert er ráð fyrir að Skógahverfið stækki og í námunda við það og Garðalund verður í skipulaginu svæði fyrir nýj- an kirkjugarð. Lóð fyrir nýja gróðr- arstöð verði sjávarmegin við Akra- fjallsveg við hlið dælustöðvar OR. Þá fá hestamenn nýtt svæði fyr- ir skeiðvöll. Samkvæmt nýja skipu- laginu verður hætt við landfyllingu sem gildandi skipulag gerði ráð fyrir við Leyni og var hugsuð sem fram- hald íbúðahverfis við Höfða. Fund- armenn lögðu fram margar fyrir- spurnir og til að mynda virtist þeim hugleikið að vernda strandlengjuna á Neðri Skaga. Gagnrýndu þeir landfyllingar í grennd hafnarinnar svo sem í Steinsvör. Ekki er í nýja skipulaginu gert ráð fyrir breyting- um á svæði Sementsverksmiðjunn- ar og voru þær skýringar gefnar á fundinum að enn væri eftir 15 ár af leigutíma verksmiðjunnar á lóð- inni og starfsleyfi í gildi. Í lok fund- arins kom fram að næsta skref hjá skipulags- og umhverfisnefnd væri að skoða hugsanlegar breytingar á tillögunni með tilliti til þeirra at- hugasemda sem fram komu á kynn- ingarfundinum, áður en formlegur auglýsinga- og athugasemdartími byrjar. Tillagan að nýju aðalskipu- lagi ásamt skýringum er aðgengileg á vef Akraneskaupstaðar. Ástæða er til að hvetja íbúa að kynna sér þær tillögur sem þar eru kynntar. þá Í vor luku sex starfandi sjúkraflutn- ingamenn hjá Helbrigðisstofnun Vesturlands neyðarflutningsnámi frá Sjúkraflutningaskólanum. Þetta voru þeir Tómas Freyr Kristjáns- son, Unnsteinn Þorsteinsson, Sig- urður Már Sigmarsson, Guðni Ein- arsson, Skarphéðinn Magnússon og Gunnar Sveinsson. Námið stóð yfir frá nóvemberbyrjun fram í febrú- ar en það er framhaldsnám sjúkra- flutningamanna og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Eftir að bóknámi lauk tók við starfsþjálf- un á vettvangi með leiðbeinanda og tóku sexmenningarnir vakt- ir á höfuðborgarsvæðinu í þjálfun sinni, bæði á sjúkrahúsi á slysa- og hjartadeild LSH sem og á neyðarbíl Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Í náminu kynntust þátttakendur hinu viðamikla starfi neyðarflutn- ingamannsins og voru fjölmörg svið starfsins kynnt svo sem önd- unaraðstoð og bráðatilfelli tengd meðgöngu og fæðingu, ungabörn- um og öldruðum. Þá var farið yfir meðhöndlun á mismunandi áverk- um á borð við blæðingar, lost og bruna, auk þess sem þátttakendur voru fræddir um líffæra-, lífeðlis og lyfjafræði og sitthvað fleira. S j ú k r a f l u t n i n g a m e n n i r n i r sem sóttu námið komu frá Akra- nesi, Borgarnesi, Grundarfirði og Hvammstanga og stunduðu þeir það í gegnum fjarfundabúnað á Akranesi í tveggja til þriggja daga lotum þar sem leiðbeinendur voru staddir á Akureyri. Einnig útskrif- uðust frá Sjúkraflutningaskólanum tveir hlutastarfandi sjúkraflutninga- menn frá Ólafsvík og Grundarfirði með grunnnám í sjúkraflutningum að þessu sinni, þeir Erling Péturs- son og Magnús Jósepsson. Mikilvægt að bæta kunnáttuna Einn af þeim sem útskrifast nú úr námi í neyðarflutningum er Grund- firðingurinn Tómas Freyr Krist- jánsson. Hann segir námið hafa verið krefjandi en vitaskuld áhuga- vert. „Það var í mörg horn að líta í náminu og ýmislegt nýtt sem mað- ur fræddist um. Einnig bættum við kunnáttu okkar á ýmsum sviðum svo sem um lyf og lyfjagjöf og um mannshjartað. Mikilvægt er fyr- ir okkur að afla nýrrar þekkingar á ýmsum þáttum sem tengjast starf- inu og verð ég að segja að námið mun nýtast afar vel fyrir komandi verkefni,“ segir Tómas. Hann seg- ir góðan anda hafa verið í hópn- um sem sótti námið og hafi tengsl styrkst milli manna fyrir vikið. „Við erum allir í góðum tengslum hver við annan og vinnum oft saman. Það er mikilvægt vegna eðlis þessa starfs þar sem oft reynir á.“ hlh Tómas Freyr Kristjánsson. Sex sjúkraflutningamenn HVE útskrifuðust úr neyðarflutningsnámi Fimm þeirra sem útskrifuðust úr neyðarflutningsnáminu, f.v. Guðni Einarsson, Skarphéðinn Magnússon, Unnsteinn Þorsteinsson, Sigurður Már Sigmarsson og Tómas Freyr Kristjánsson. Á myndina vantar Gunnar Sveinsson. Ljósm. www.hve.is Fundað um nýtt skipulag á Akranesi Árni Ólafsson skipulagshönnuður og ráðgjafi nefndarinnar skýrði helstu breytingar í nýju tillögunni frá gildandi skipulagi. Hluti fundarmanna á kynningarfundinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.