Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 16. árg. 5. júní 2013 - kr. 600 í lausasölu Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör m.a. í bíó, á veitingastöðum, af flugferðum, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is. Vallholti 5 • 300 Akranesi 434 1413 Opið: Virka daga kl. 12.00 – 18.00 Bara kökur Bara ódýrt Bakaríið Brauðval LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM Buxur Zipp off Buxur kvart Buxur vind- og regn- heldar og fl. ÚTIVISTARFATNAÐUR fyrir dömur og herra Eins og síðustu ár er á þessu ári töluvert unnið að endurnýjun og styrkingu dreifikerfis RARIK á Vesturlandi og loftlínum skipt út fyrir jarðstrengi. Á þessu ári verð- ur endurnýjaðir um 30 km af há- spennulínu með háspennustreng í jörðu, að sögn Inga Berg Ingason- ar hjá áætlanadeild Rarik. Í Borg- arfirði er Rarik að endurnýja há- spennulínu frá Stóra-Kroppi að Bæjarhverfinu um 8 km leið, einn- ig er unnið að endurnýjun línunn- ar að Eskiholti II um 4 km lögn. Þá er línan að Bóndhól í Borgar- hrepp um 2 km endurnýjuð og lín- an að Smiðjuhóli um 4 km sömu- leiðis. Í Saurbæ í Dölum verður um 6 km af háspennulínu komið í jörðu og er það aðallega á því svæði sem varð verst úti um áramótin síðustu. Í Breiðuvík á Snæfellsnesi verða um 6 km af háspennulínu endurnýjuð auk þess sem sett verður upp fjar- stýrð rofastöð. Í Borgarnesi verðu haldið áfram að endurnýja rafbún- að í spennistöðvum, en skipt verð- ur um spenna í sjö stöðvum. Jafn- framt er spennan hækkuð úr 6 kV í 19 kV, að sögn Inga Berg. Hann segir að þá sé alltaf eitthvað um að stækka þurfi spennistöðvar í sumar- húsahverfum og dreifikerfið í þeim styrkt. þá Leikhópurinn Lotta er á ferð um landið þessa dagana og sunnudaginn 2. júní sl. var hann í Ólafsvík og Grundarfirði og svo á mánudag í Stykkishólmi. Í Grundarfirði sýndi hópurinn sýninguna um Gilitrutt, geiturnar þrjár og Búkollu í einu ævintýri. Vel var mætt í Þríhyrninginn svokallaða og skemmtu allir sér vel, ungir sem aldnir. Þetta er sjöunda árið í röð sem leikhópurinn er með farandsýningu og eru sýningarnar gríðarlega vinsælar og vel sóttar. Miklir fagmenn þarna á ferð. Ljósm. tfk. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar sl. fimmtudag var tekið fyrir er- indi frá björgunarsveitunum Brák, Ok, Heiðari og Elliða, þess efnis að námskeiðið Björgunarmaður 1 verði kennt sem valáfangi í Mennta- skóla Borgarfjarðar. Námskeiðið er grunnnám björgunarsveitarfólks á Íslandi og gefur nemendum undir- stöðu til að verða sjálfbjarga í þeim aðstæðum sem björgunarsveitar- menn geta lent í vegna starfa fyr- ir sveitirnar. Að sögn Péturs B. Guðmundssonar formanns Brák- ar þá tóku forsvarsmenn MB vel í hugmyndina en leitað er til Borg- arbyggðar til að standa straum af kostnaði. Pétur segir að björgunar- sveitirnar í héraðinu horfi til góðr- ar reynslu af slíkum áfanga norð- ur í Fjallabyggð þar sem Björg- unarmaður 1 hefur verið kenndur í Menntaskólanum á Tröllaskaga á Ólafsfirði. „Að hafa áfanga sem þennan í skólunum er mikilvægt bæði til að auka þekkingu sveit- anna og auka nýliðun,“ sagði Pétur í samtali við Skessuhorn. Byggðarráð hefur falið sveitar- stjóra að gera tillögu að aðkomu sveitarfélagsins að náminu. hlh Fíkniefnaleitarhundurinn Nökkvi var fenginn ásamt umsjónarmanni sínum til eftirlits í lögregluumdæmi sýslumannsins á Patreksfirði um síðustu helgi, sjómannadags- helgina. Við eft- irlit í tengslum við dansleik í félagsheimilinu aðfararnótt sunnudags gerðist það að ölvaður maður um þrítugt veittist að Nökkva og rak logandi glóð í trýnið á honum. Nökkva brá við árásina og var óstarfhæfur um stund. Maðurinn var handtekinn og færður í fanga- klefa. Að sögn Theodórs Þórðarson- ar yfirlögregluþjóns í umdæmi LBD sem á Nökkva, er málið litið það al- varlegum augum að líkur eru á að því verði fylgt til enda, með hliðsjón að dýraverndunarlögum, almennum hegningarlögum og lögreglulögum. Málið er hins vegar á forræði lög- reglunnar á Patreksfirði. Nökkvi fann eitthvert magn fíkniefna á Patró um liðna helgi, en hann er sem kunnugt er með bestu fíkniefnaleitarhundum í landinu. Sigraði á Íslandsmóti fíkni- efnahunda í fyrra ásamt hundinum Buster. þá Veittist að Nökkva Grunnnám björgunarsveita- manna verði valáfangi í MB Vörubílstjórar hafa haft í nógu að snúast að flytja rúllur með háspennuköplum a ð undanförnu, en nokkur hluti þeirra mun fara í jörðu á Vesturlandi á þessu ári. Ljósm. só. Endurnýja um 30 km af háspennulínum á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.