Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
Höfnuðu kauptil-
boði í Lauga
DALIR: Sveitarfélaginu Dala-
byggð, sem á liðnum vetri keypti
formlega húseignir á Laugum í
Sælingsdal af ríkinu, barst nýlega
kauptilboð í eignirnar á Laugum
í gegnum fasteignasölu. Í fund-
argerð byggðaráðs Dalabyggðar
frá fimmtudeginum 30. maí sl.
er bókað að byggðaráð samþykki
að hafna kauptilboðinu. -þá
Úrskurðaður í
síbrotagæslu
AKRANES: Að kröfu lögregl-
unnar á Akranesi var karlmað-
ur úrskurðaður í síbrotagæslu
frá og með 30. maí sl. Krafan var
lögð fram vegna ítrekaðra brota
mannsins. Til meðferðar hjá
lögreglu og ákæruvaldi eru þrjú
mál er varða húsbrot á heimili
fólks og alvarlegar líkamsárás-
ir og eitt mál að auki af sama
meiði til meðferðar hjá Héraðs-
dómi Vesturlands. Maðurinn var
úrskurðaður í gæslu í fjórar vik-
ur og unir hann úrskurðinum, að
sögn lögreglu. -mm
Styrkir til
einangrunar
húsnæðis
LANDIÐ: Atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið í samvinnu
við Orkusetur hefur ákveð-
ið að styrkja húseigendur sem
ráðast vilja í endurbætur á ein-
angrun húsnæðis. Átaksverkefni
2013 er beint að húsnæði þar
sem auka má einangrun ofan á
þakplötu eða milli sperra í þaki.
Styrkt verða efniskaup á stein-
ull og skilyrði er að koma megi
fyrir að lágmarki 200 mm. Um
styrk getur sótt hver sá eigandi
húsnæðis sem fær húshitunar-
kostnað sinn niðurgreiddan úr
ríkissjóði. Við mat á umsóknum
verður horft til orkunotkunar
húsnæðis og núverandi ástands
einangrunar. Forgang hafa verk-
efni þar sem orkunotkun er mik-
il í samanburði við viðmiðunar-
gildi. Upphæð styrks miðast við
50% af efniskostnaði við stein-
ullarkaup auk flutningskostnað-
ar. Umsóknareyðublöð má nálg-
ast á heimasíðu Orkuseturs.
-mm
Nýr vefur um
sjávarútveg
LANDIÐ: Nýr vefmiðill; kvót-
inn.is hefur hafið göngu á net-
inu. Ritstjóri vefjarins er Hjört-
ur Gíslason einn reyndasti sjáv-
arútvegsblaðamaður landsins.
Að sögn Hjartar verður vefmið-
illinn með allskyns fréttir af sjón-
um og landvinnslunni og fylgist
náið með allri þróun, tækni og
tækjabúnaði sem tengist vinnslu
og veiðum: “Við verðum líka
með mannlegar fréttir til dæm-
is með því að spjalla við fólk á sjó
og í landi því svo sannarlega er á
vísan að róa þegar sótt er í sjáv-
arútveginn eftir fréttum. Hann
er óþrjótandi uppspretta frétta
og frásagna af margvíslegu tagi,
enda undirstöðuatvinnugrein frá
örófi alda. Fólk og fiskur verður
viðfangsefni okkar og við mun-
um jafnframt leitast við að efla
þekkingu fóks á undirstöðuat-
vinnuveginum með vandaðri
og óvilhallri umfjöllun,” segir
Hjörtur. Framkvæmdastjóri og
útgefandi kvótinn.is er Ólafur
M. Jóhannesson. –mm
Örlítil aukning
umferðar í maí
HVALFJ: Umferð í Hval-
fjarðargöngum var 1,3%
meiri í nýliðnum maí en í
sama mánuði í fyrra. Þetta
er nokkurn veginn sama
niðurstaða og hjá teljurum
Vegagerðarinnar við hring-
veginn. Umferðin var meiri
núna í maí en í sama mán-
uði 2012 og 2011, en minni
en árin 2010, 2009 og 2008.
Á heimasíðu Spalar segir
að stundum muni umtals-
verðu á niðurstöðum taln-
ingar í göngunum annars
vegar og hjá Vegagerðinni
við þjóðveginn hins veg-
ar. Nú eru upplýsingarn-
ar hins vegar svo gott sem
samhljóða. Vegagerðin gef-
ur upp 1,2% aukningu um-
ferðar að jafnaði á 16 taln-
ingarstöðum við hringveg-
inn í maí. Aukning mælist
alls staðar, mest á Austur-
landi en minnst í grennd
við höfuðborgarsvæðið.
Athyglisvert sé að sjá að
fyrstu fimm mánuði árs-
ins hafi umferð á hring-
veginum aukist um 4,3%
og þurfi að fara allt aftur
til dýrðarársins 2007 til að
finna meiri umferðaraukn-
ingu frá ári til árs á sama
tímabili, segir í frétt Spal-
ar. -þá
Felst á
ræktunarleyfi
til Hvamms-
skeljar
DALIR: Á fundi byggðar-
áðs Dalabyggðar í síðustu
viku var tekin fyrir beiðni
Matvælastofnunar um
umsögn vegna umsókn-
ar Hvammsskeljar ehf. um
ræktunarleyfi á kræklingi í
Hvammsfirði. Byggðarráð
gerir ekki athugasemdir við
að gefið verði út ræktunar-
leyfi að því gefnu að starf-
semin hamli ekki sigling-
um í eyjar eða að hafnar-
mannvirkjum í Búðardal.
Hvammsskel hefur síð-
ustu misserin gert tilraun-
ir með ræktun kræklings í
Hvammsfirði. –þá
Banvæn
fæðubótarefni
LANDIÐ: Matvælastofn-
un varar við notkun fæðu-
bótarefna/megrunarvara
sem innihalda efnið 2,4-dí-
nítrófenól (e. 2,4-dintir-
ophenol eða DNP). Efnið
er notað í vörur/fæðubót-
arefni í megrunartilgangi.
Það hefur valdið alvarleg-
um aukaverkunum hjá not-
endum og valdið mörg-
um dauðsföllum. Í tilkynn-
ingu á vef MAST kemur
fram, að dínítrófenól hafi
áhrif á efnaskipti líkamans
á þann hátt að í stað þess
að orku sé breytt og hún
geymd í frumum eða not-
uð af frumum líkamans þá
breytist hún í varma. Við
þetta hækki líkamshitinn.
Líkamshitinn geti hækk-
að það mikið að það verði
banvænt. Sjá nánar í frétt á
www.mast.is -mm
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræð-
ingur hefur starfrækt Eldfjalla-
safnið í Stykkishólmi síðastliðin
þrjú sumur. Í grein sem birt var í
Stykkishólmspóstinum á dögun-
um fer hann hörðum orðum um
þróun ferðaþjónustunnar í sveitar-
félaginu sem hann segir að mörgu
leyti ósmekklega og til þess fallna
að spilla hinni hefðbundnu bæj-
armynd. „Nýjar framkvæmdir og
gott framtak er lofsvert, en það
skal fara fram á þann hátt að það
spilli ekki einkennum bæjarfélags-
ins. Bæjarbúar hafa lengi getað ver-
ið stoltir af því að gömul hefð og
þjóðleg menning hefur verið varð-
veitt í Stykkishólmi. Við eigum
hér stórmerkileg og falleg gömul
hús og ákveðinn hefðbundinn stíl,
sem gefur Hólminum einstakt útlit.
Bæði íslenskir og erlendir gestir eru
heillaðir af gömlu bæjarmyndinni,
sem vitnar um rótgróna íslenska
hefð og er eitt helsta aðdráttarafl
Hólmsins. En nú virðist mér sem
alveg sé búið að gefa lausan taum-
inn í skipulagsmálum og fegurðar-
skyni, í von um meiri gróða,“ skrif-
ar Haraldur og nefnir fjögur dæmi
máli sínu til stuðnings.
Í fyrsta lagi nefnir hann áform um
að reisa sjoppu fast við hlið minnis-
varða látinna sjómanna við höfn-
ina og spyr hvort það sé virðing-
in sem hinu látnu hetjum sé sýnd.
Í öðru lagi gagnrýnir hann for-
svarsmenn tveggja nýrra fyrirtækja
í ferðaþjónustu fyrir að velja sér
útlend nöfn en þetta eru fyrirtæk-
in Harbour Hostel og Ocean Saf-
ari. Í þriðja lagi finnst honum hrað-
skreiðir spíttbátar ekki passa inn í
friðsældina á Breiðafirði sem hann
segir fæla bæði sel og fugla og geta
spillt varpi á svæðinu. Í fjórða og
síðasta lagi líkar Haraldi ekki dreif-
ing á stórum og áberandi skiltum
víðsvegar umhverfis höfnina sem
hann segir spilla heildarútliti hafn-
arsvæðisins. ákj
Nokkuð hefur borið á reiðhjóla-
þjófnuðum að undanförnu á Akra-
nesi. Dýrum reiðhjólum hefur ver-
ið stolið og m.a. farið inn í lokaða
bílskúra til að ná í hjólin. Einn tjón-
þola benti lögreglu á að hjól, sem
virtist vera það sem stolið var, væri
auglýst til sölu á sölusíðunni Bland.
is. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós
að sami aðili hafði auglýst þar og
selt fleiri reiðhjól að undanförnu
og í framhaldinu tókst að finna út
hver hann var. Hann var handtek-
inn og viðurkenndi að hafa, í slag-
togi við aðra sem ekki eru búsettir á
Akranesi, stundað það að stela reið-
hjólum og koma þeim í verð með
þessum hætti. Kaupendum stolnu
hjólanna brá því sumum í brún
þegar lögregla bankaði upp á og
sótti hjólin til að koma þeim aftur
í hendur lögmætra eigenda. mm
Nýverið uppgötvaðist þjófnaður
á varahlutum úr gömlum dráttar-
vélum sem verið hafa til geymslu
í Bæjarsveit í Borgarfirði. Gunnar
Björnsson er eigandi vélanna sem
allar eru af gerðinni Deutz, árgerðir
1952 til 1958. Vélarnar eru utan al-
fararleiðar og hafa um hríð staðið í
landi Laugarbæjar en vélarhlutarn-
ir hafa verið teknir einhvern tímann
frá því í nóvember í vetur. „Þetta er
tilfinnanlegt tjón því ég hafði hugs-
að mér að gera tvær nothæfar vélar
upp úr þessum fjórum. Nú er búið
að taka startara, vélarhlíf og þá hafa
framfelgur voru fjarlægðar með því
að slípa með graðhesti burtu bolt-
ana sem héldu þeim. Tjónið er um
400 þúsund krónur,“ segir Gunn-
ar. Hann skorar á þá eða þann sem
tók þessa hluti úr vélunum hans að
koma þeim til skila hið snarasta og
óskar jafnframt eftir upplýsingum
frá þeim sem búið gætu yfir upplýs-
ingum um þennan stuld. Gunnar
hefur síma 618-1115 og þá er einn-
ig hægt að ræða við Þorfinn Júlíus-
son frá Laugarbæ í síma 864-0695.
mm
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og ferðaþjónustuaðili í Stykkishólmi.
Finnst þróun ferðaþjónustu í
Stykkishólmi ósmekkleg
Reiðhjólaþjófnaðir á
Akranesi upplýstir
Varahlutum stolið úr
gömlum dráttarvélum