Skessuhorn - 03.01.2014, Qupperneq 9
9FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Kaupfélag Borgfirðinga
110 ára
laugardaginn 04. janúar 2014
Í tilefni afmælisins verðum við með
opið hús kl.11-15, boðið verður upp á
kaffi og afmælistertu
Ýmis tilboð og afslættir
í tilefni dagsins
Allir
velkomnir
Gerið góð
kaup
Egilsholti 1, 310 Borgarnesi
S:430-5500, www.kb.is
Hin árlega þrettándabrenna á Akranesi með tilheyrandi
álfa- og trölladansi og glæsilegri flugeldasýningu, verður við
„Þyrlupallinn“ á Jaðarsbökkum mánudaginn 6. janúar n.k.
Blysför hefst við Þorpið, Þjóðbraut 13, kl. 18.00
stundvíslega. Gengið verður að „Þyrlupallinum“ þar sem
kveikt verður í brennu og jólin kvödd.
Fyrir göngunni fara álfadrottning, álfakóngur, álfar, Grýla,
Leppalúði, jólasveinar, tröll og púkar.
Krakkar! Klæðið ykkur eins og ykkur langar til, mætið
síðan í gönguna og takið mömmu og pabba með!
Flugeldasýning og brenna
Glæsileg flugeldasýning verður um kl. 18.35 en
Björgunarfélag Akraness annast umsjón með brennunni.
Íþróttamaður Akraness 2013
Strax að lokinni brennu og flugeldasýningu verða kynnt úrslit í kjöri
íþróttamanns Akraness árið 2013. Af því tilefni býður Íþróttabandalag
Akraness bæjarbúum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum. Á meðan á
athöfn stendur verður boðið upp á veitingar.
Þrettándagleði á
Akranesi 2014
Þrettándabrenna, álfadans og flugeldasýning
mánudaginn 6. janúar 2014
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Mildi þykir að ekki fór illa þegar
flutningabíll með fjörutíu feta gám
á vagni lenti utan vegar skammt
frá afleggjaranum að Munaðar
nesi í Borgarfirði á sunnudaginn
fyrir jól. Vegurinn er hár á þessum
stað og skammt frá þar sem bíll
inn stöðvast er djúpur vegskurður.
Mikil hálka var á þessum slóðum
þegar óhappið varð en bíllinn fór
útaf öfugum megin miðað við akst
ursstefnu. Tvo vel búna bíla með
krönum þurfti til að koma bílnum,
vagninum og gámnum aftur upp
á veg. Bíllinn var tekin á pall og
gámavagninn hengdur aftan í ann
an bíl.
mm/ Ljósm. óg.
Gámaflutningabíll
lenti utan vegar
Í tilkynningu hvetur
Fuglavernd lands
menn til að huga að
smáfuglunum sem
nú þurfa orku og vatn
sem aldrei fyrr. Nú
er snjór og klammi
víða yfir jörðu og
fátt sem smáfugl
arnir geta nærst á.
Sem dæmi um fóður sem fólk get
ur fært fuglunum má nefna brauð,
epli, fitu, matarafanga, sólblómafræ
eða páfagaukafræ, kurlaðan maís og
hveitikorn. Fita er það fóður sem
hentar flestum fuglum vel í kuldum
og má blanda matarolíu, tólg eða
smjöri við afganga og korni. Síðan
þarf vatn að vera aðgengilegt.
Að lokum er ein lítil saga af góðri
konu sem látin
er fyrir nokkru.
Laufey Þór
m u n d a r d ó t t
ir skólastjóra frú
bjó síðustu ævi
árin ein í húsi
sínu í Reykholti.
Hún var ætíð góð
við menn og mál
leysingja. Þegar vetra tók og jarð
bönn torvelduðu smáfuglunum að
leita sér fæðu fór Lulla gamla, eins
og hún var jafnan kölluð, snemma á
fætur á morgnana og bakaði bestu
sort af jólakökum og færði fuglun
um út í garð. Þetta gerði hún oft
á veturna og naut þess að horfa á
fuglana gæða sér á ilmandi kökun
um. mm
Lítil saga af góðmennsku í
garð smáfuglanna
Þórhallur Bjarnason garðyrkju
bóndi á Laugalandi í Stafholtstung
um varð fyrir óvenjulegri lífsreynslu
einn morgun skömmu fyrir jól. Þeg
ar hann mætti til vinnu á garðyrkju
stöðinni hafði álft komið sér í sjálf
heldu inni í gróðurhús
unum. „Þegar ég fór
fyrstu yfirferð yfir hús
in um morguninn sá
ég allt í einu út undan
mér hvar fugl var inni í
einu húsanna. Mér datt
reyndar fyrst í hug að
einhver væri að stríða mér,“ sagði
Þórhallur í samtali við Skessuhorn.
Þegar hann fór að skoða þetta bet
ur kom í ljós að álft hafði tyllt sér á
glerið í þaki gróðurhússins einhvern
tímann um nóttina og rúður brotn
að undan þunga fuglsins. „Það voru
þrjár rúður brotnar þar sem hún
hefur farið niður, að öðru leyti hafði
hún ekki skemmt neitt,“ sagði Þór
hallur. Gróðurhúsið sem um ræddi
var fullt af litlum agúrkuplöntum og
hafði Þórhallur áhyggjur af að álftin
myndi valda tjóni ef styggð kæmi að
henni. „Í fyrstu vissu ég ekki hvern
ig ég ætti að koma fuglinum út. Ég
opnaði þó hurð á stafni hússins og
tókst að komast í rólegheitunum
innfyrir fuglinn og stugga honum
út. Álftin var það skyn
söm að hún þáði fljót
lega boðið og vappaði
út,“ sagði hann.
Álftirnar voru tvær á
ferðinni og beið mak
inn uppi á þaki gróður
hússins meðan á þessu
gekk. Álftaparið var frelsinu fegið
og flaug á brott þegar gróðurhúsa
álftin hafði losnað úr prísundinni.
Aðspurður segir Þórhallur aldrei
hafa heyrt um það áður að álft færi
inn í gróðurhús. „Maður er allt
af að læra eitthvað nýtt. Þetta eru
svo stórir fuglar að hún hefði hæg
lega getað valdið töluverðu tjóni ef
styggð hefði komist að henni. Sem
betur fer var hún hin spakasta,“
sagði Þórhallur.
mm
Rúður í gróðurhúsi gáfu sig
undan þunga álftar