Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2014, Page 18

Skessuhorn - 03.01.2014, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Það vakti talsverða athygli síð­ astliðinn laugardag í Grundar­ firði þegar fjórar þyrlur á vegum Helo og Reykjavík Helicopters lentu á túninu við bæinn Gröf. Þarna voru á ferð um tuttugu er­ lendir ferðamenn sem ferðuð­ ust milli staða með þessum hætti. Gestirnir voru í góðu yfirlæti á Hótel Framnesi þaðan sem þeir fóru m.a. á sjóstöng með Brim­ rúnu SH. Þyrlurnar mættu hlað­ nar mat og með eigin matreiðslu­ mann að auki sem matreiddi fyr­ ir gestina að lokinni veiðiferðinni. Flugu loks gestirnir á brott með þessum vígalegu fararskjótum að máltíð lokinni. tfk Tuttugu ferðamenn á þyrlum Föstudaginn 27. desember undir­ rituðu fulltrúar Akraneskaupstað­ ar, Arion banka og Sementsverk­ smiðjunnar ehf. samninga um að bæjarfélagið eignist 5,5 ha. af 7 ha. athafnasvæði Sementsverksmiðj­ unnar á Akranesi, bæði mannvirki og lóðaréttindi, án endurgjalds til Sementsverksmiðjunnar. Þar með telja málsaðilar sig hafa eytt óvissu um framtíðarforræði svæðisins. Viðræður sem leiddu til samnings þessa hófust í haust að frumkvæði Sementsverksmiðjunnar í ljósi þess að eigendur hennar og viðskipta­ banki töldu gjaldþrot félagsins blasa við að óbreyttu. „Þegar verður haf­ ist handa við að huga að skipu­ lagsmálum reitsins og málið reif­ að á íbúaþingi á Akranesi 18. janúar 2014,“ segir í tilkynningu sem les­ in var upp við undirritun samning­ anna. Á íbúaþinginu í þessum mán­ uði er fyrirhugað að kynna ýms­ ar tillögur að nýtingu svæðisins og kalla eftir fleiri hugmyndum. „Við bæjaryfirvöldum á Akra­ nesi blöstu þeir kostir í stöðunni að horfa á Sementsverksmiðjuna verða gjaldþrota með tilheyrandi óvissu fyrir alla sem málið varðar eða reyna að verja hagsmuni bæj­ arfélagsins og íbúanna með samn­ ingnum. Það er samhljóða mat full­ trúa bæjarins og annarra, sem um málið hafa fjallað, að fyrirliggj­ andi samningar séu bæði fjárhags­ lega hagkvæmari fyrir bæjarfélagið og skynsamlegri fyrir samfélagið á Akranesi til lengri tíma litið, en að aðhafast ekkert,“ segir í tilkynningu Akraneskaupstaðar. Sementsverksmiðjan hefur nú verið endurskipulögð fjárhags­ lega og í samkomulaginu frá síð­ astliðnum föstudegi er kveðið á um að hún haldi eftir hluta reitsins til starfrækslu sementsinnflutnings og afgreiðslu næstu 15 árin. Eft­ ir það fær sveitarfélagið einnig af­ hentan þann hluta lóðarinnar og þau mannvirki sem þar standa, án endurgjalds. Þá mun Sementsverk­ smiðjan leigja nokkur rými í verk­ smiðjunni af Akraneskaupstað til tveggja ára. Taldi sig verða að eyða óvissu Bæjarstjórn Akraness afgreiddi mál­ ið formlega á fundi að morgni 27. desember sl. „Einhugur ríkti í bæj­ arráði og bæjarstjórn um að ganga til samkomulagsins, sem samþykkt var samhljóða á lokuðum bæjar­ stjórnarfundi. Óþarft er að fjöl­ yrða um mikilvægi svæðisins sem hér er um að tefla. Það snýr til suð­ urs nálægt höfninni, Langasandi og miðbænum. Með samkomu­ laginu fær Akraneskaupstaður fullt forræði yfir svæðinu til skipulagn­ ingar og ráðstöfunar mun fyrr en ella. Án samnings hefði óvissa ríkt um ráðstöfun stórs hluta svæðisins auk mögulegs gjaldþrots Sements­ verksmiðjunnar.“ Þá segir í frétta­ Akraneskaupstaður eignast Sementsverksmiðjureitinn og mannvirki tilkynningu Akraneskaupstaðar að bæjarfélagið og Sementsverksmið­ jan hafi árið 2003 samið um eign­ arhald Akraneskaupstaðar á öllum lóðum. Flestir lóðarleigusamning­ arnir eru hins vegar með gildistíma til ársins 2028 og sumir með for­ leigurétti Sementsverksmiðjunnar að þeim tíma liðnum. „Strompur Sementsverksmiðjunnar, táknmynd Akraness í flestra augum, er á svæði sem nú er komið á forræði bæjar­ ins. Örlög strompsins, sem og ann­ arra mannvirkja á sementsreitnum, ráðast í því ferli umræðna og skipu­ lags sem í hönd fer.“ Fáein kjarnaatriði samkomulagsins Samandregið má hér að neðan lesa helstu atriði sem felast í sam­ komulagi Arion banka, Akranes­ kaupstaðar og Sementsverksmið­ junnar frá 27. desember 2013: 1. Akraneskaupstaður tekur nú við mannvirkjum sem eru alls um 21.500 fermetrar. Mannvirkin eru kvaða­ og veðbandslaus og afhent án endurgjalds. Bærinn tekur við réttindum á lóðum upp á alls um 55.500 fermetra. 2. Sementsverksmiðjan ehf. mun starfa að innflutningi sements og leigja tæplega 11% af flatarmáli lóða á sementsreitnum til 2028. Þegar leigusamningurinn renn­ ur út fær Akraneskaupstaður öll mannvirki á viðkomandi lóð af­ hent án kvaða, veðbanda eða end­ urgjalds. 3. Kostnaður Akraneskaupstað­ ar vegna svæðisins verður um 15 milljónir króna á ári (tryggingar, rafmagn, vatn, hiti, fráveita o.fl.) þar til mannvirkin hafa verið fjar­ lægð og uppbygging hefst. 4. Húsrýmið sem Sementsverk­ smiðjan tekur á leigu er alls um 1.400 fermetrar og Akraneskaup­ staður fær af því um 6,3 milljónir króna í leigugjald á ári. 5. Akraneskaupstaður fær Faxa­ braut 10 (gula skemman) afhenta eftir 3 mánuði og hefur möguleika á að selja eða leigja öðrum. 6. Akraneskaupstaður fær við und­ irritun samningsins eingreiðslu upp á 23,4 milljónir króna í sam­ ræmi við ákvæði samnings frá árinu 2003 um niðurrif svokallað­ rar efnisgeymslu. 7. Sementsverksmiðjan skuld­ bindur sig til að mála mannvirki á leigulóð sinni á árunum 2014­ 2016, þar með talin sementssíló og bryggju­og færibandahús. 8. Sementsverksmiðjunni er gert að fjarlægja allan lausan búnað (vélar, tæki o.fl.) fyrir 1. septem­ ber 2014. 9. Kostnaður vegna skipulags og undirbúnings við að gera svæð­ ið byggingarhæft mun falla á Akra­ neskaupstað. Gert er ráð fyr­ ir að kostnaður bæjarins við nið­ urrif mannvirkja geti numið um 250 milljónum króna. Á móti þeim kostnaði koma 23,4 milljón­ ir króna sem Sementsverksmiðjan ehf. greiddi í dag vegna niðurrifs á efnisgeymslu, og einnig tekjur vegna sölu eða leigu á Faxabraut 10. Þá hefur bærinn tekjur af sölu byggingarréttar og af gatnagerðar­ gjöldum til að standa undir því að gera svæðið byggingarhæft. mm Frá undirritun samninganna 27. desember sl. F.v: Hrafn Nikolai Ólafsson og Árni Örvar Daníelsson frá Arion banka, Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, Gunnlaugur Kristjánsson stjórnarformaður Sementsverk- smiðjunnar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Ljósm. grþ. Sementsreiturinn afmarkaður með rauðum og bláum línum. Sementsverksmiðjan ehf. heldur eftir til 15 ára svæðinu sem afmarkað er með bláum línum til vinstri (lóð nr. 11). Þar eru m.a. sementsgeymarnir. Akraneskaupstaður fær nú forræði yfir lóðunum sem afmarkaðar eru með rauðum línum (lóðir nr. 20, 11A, 11B og 11C). Mannvirki sem Sementsverksmiðjan leigir af Akraneskaupstað innan „rauða svæðisins“ er merkt eru merkt með bláum skálínum. Gunnlaugur Kristjánsson stjórnarformaður Sementsverksmiðjunar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri handsala samninginn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.