Skessuhorn - 03.01.2014, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Hvernig leggst nýja
árið í þig?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Stefán Lárus Pálsson
Ef ég held góðri heilsu er þetta
flott ár, allt annað eru bara smá
munir.
Kristján Heiðar
Ég held að 2014 leggist óvenju
vel í mig. Manni finnst það svona
almennt á fólki, það er eins og
brúnin sé farin að léttast.
Elías Jóhannesson
Árið 2013 var gott ár og ég býst
við að það verði framhald á því
2014. Bæði 13 og 14 eru mínar
tölur.
Ingi Þórir Bjarnason
Bölvanlega. Þetta eru heilir 365
dagar framundan.
Jón Jónsson
Mjög vel.
Íslandsmótið í körfubolta er nú
hálfnað. Vesturlandsliðin fjögur
í meistaraflokki hafa átt misjöfnu
gengi að fagna það sem af er móti.
Kvennalið Snæfells stendur best að
vígi allra liða um áramót. Trónir lið
ið eitt í efsta sæti Dominosdeildar
kvenna með 22 stig. Karlalið Snæ
fells er aftur á móti í 8. sæti Dom
inosdeildar karla með 10 stig. Það
er heldur neðar en stefnt var að fyr
ir tímabilið. Lið Skallagríms dvelur
síðan í næst neðsta sæti í sömu deild
með einungis 4 stig. Það er í fall
baráttu. Í 1. deild karla er loks lið
ÍA í 8. sæti með 8 stig. Skessuhorn
heyrði í þjálfurum Vesturlandslið
anna fjögurra. Spurt var um gengi
liða þeirra það sem af er leiktíð og
baráttuna framundan á nýju ári.
Stutt upp deildina
Gengi karlalið Snæfells hefur verið
í brokkgengara lagi á fyrri helming
Íslandsmótsins miðað við fyrri ár.
Liðið hefur sigrað í fimm leikjum
af ellefu. Að sögn Inga Þórs Stein
þórssonar þjálfara liðsins var stefnt
að vera ofar í deildinni nú um ára
mót. „Árangurinn er ekki alveg
eins og við ætluðum okkur í upp
hafi. Það býr hins vegar meira í lið
inu. Menn innan þess og kring
um það verða að snúa bökum sam
an á síðari helming mótsins,“ segir
Ingi. „Meiðsli hafa síðan sett strik
í reikninginn. Jón Ólafur Jónsson
hefur ekki gengið heill til skógar
og munar töluvert um það. Hann
er meiddur bakatil í læri en er þó
allur að koma til,“ bætir hann við.
Ingi segir einnig þó nokkra blóð
töku fólgna í að missa Hafþór Inga
Gunnarsson úr leikmannahóp
num. Hann þurfti að leggja skóna
á hilluna í desember vegna þrá
látra meiðsla í hné. Ingi minnir á að
tímabilið sé einungis hálfnað. Það
liðið eigi mikið inni. „Það er stutt
upp deildina. Við þurfum því ekki
marga sigra til að komast hærra í
töflunni.“ Fyrsti leikur Snæfells á
nýja árinu er föstudaginn 10. janú
ar gegn Þór Þorlákshöfn á útvelli.
Í efsta sæti
Önnur staða er hins vegar uppi hjá
kvennaliði Snæfells. Ingi Þór þjálf
ar einnig það lið. Kvennaliðið hef
ur náð frábærum árangri það sem
af er leiktíð. Það leiðir Dominos
deild kvenna með 22 stig, tveimur
stigum betur en lið Keflavíkur sem
er í öðru sæti. Þá er liðið í átta liða
úrslitum Poweradebikarsins. „Ár
angurinn er ofan við þær vænting
ar sem við höfðum í upphafi tíma
bilsins. Við sáum fyrir okkur að
vera einhvers staðar í topp fjórum
þannig að þetta er frábært,“ segir
Ingi stoltur í bragði. Gott jafnvægi
er á leik liðsins að hans mati. Leik
mannahópurinn er myndaður af
stelpum sem eru að leggja sig gríð
arlega vel fram. „Þær vinna mjög
vel sem lið. Innanborðs eru góð
ir leiðtogar sem skila hlutverki sínu
vel,“ segir Ingi. Liðið verður klárt
í næsta leik sem fram fer í Stykkis
hólmi á morgun gegn Grindavík.
Nóg af leikjum eftir
Engan bilbug er að finna á Pálma
Þór Sævarssyni þjálfara Skalla
grímsmanna þrátt fyrir brösugt
gengi liðsins það sem af er vetri.
„Við erum drullusvekktir með
gengið hingað til, ætluðum við
okkur meira fyrir tímabilið. Stað
an er hins vegar svona í dag. Margt
hefur spilað inn í. Meiðsli hafa sett
strik í reikninginn. Síðan höfum við
verið óheppnir með útlendinga,“
segir Pálmi. Hann bindur vonir við
nýja leikmanninn, Benjamin Curtis
Smith, sem kom til landsins í gær.
Pálmi segir að jólafríið hafi verið
nýtt vel til æfinga. Ætla menn að
mæta vel stemmdir til leiks á nýja
árinu. Meiðsladraugurinn er hins
vegar ekki horfin að fullu úr her
búðum Borgnesinga því Grétar
Ingi Erlendsson er meiddur á úln
lið. „Hann er reyndar ekki brotinn
en það mun skýrast á næstu dögum
hversu langan tíma hann verður
frá. Hvað sem því líður ætlum við
að mæta grimmir í næsta leik. Nóg
af leikjum eru eftir. Stefnan er sem
fyrr sett á úrslitakeppnina í vor.“
Fyrsti leikur Skallagríms verður
á heimavelli í Borgarnesi gegn ÍR
föstudaginn 9. janúar.
Stefna á úrslitakeppnina
Að sögn Áskels Jónssonar spilandi
þjálfara 1. deildarliðs ÍA hefur ár
angur liðsins verið á ágætu róli á
árinu. „Að baki er nokkuð fínt gengi
og í takt við það sem við bjugg
umst við í upphafi móts. Þó vor
um við pínu óheppnir að vera ekki
aðeins ofar en áttunda sæti. Pakk
inn er hins vegar þéttur í deildinni
og því getur allt gerst,“ segir Ás
kell. Einungis fjögur stig skilja að
ÍA og lið Þórs frá Akureyri sem er
í öðru sæti. „Deildin er afar jöfn og
spennandi sem er gott. Framhald
ið leggst síðan vel í okkur. Góð
stemning er í hópnum og margir
leikmenn í fantaformi, t.d. Zachary
Jamarco Warren sem er hörkuspil
ari. Stefnan er sett á úrslitakepp
nina og að vera þægilegri fjarlægð
frá fallsvæðinu,“ bætir hann við.
Áskell segir að verið sé að skoða
nýja leikmenn. Jafnvel gætu tveir til
þrír leikmenn gengið til liðs við lið
ið áður en félagskiptaglugginn lok
ar 31. janúar. Fyrsti leikur liðsins á
árinu er föstudaginn 10. janúar á
Akranesi gegn Fjölni. hlh
Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu
Grundarfjarðarbæjar er leitast við
að koma til móts við þarfir íbúa eins
og kostur er og þá ekki síst barna
fjölskyldur. Af þeim sökum hækka
hvorki dvalar né fæðisgjöld á leik
skóla á næsta ári. Afsláttur ein
stæðra foreldra og námsmanna
hækkar úr 35% í 40% og afsláttur
vegna þriðja barns fer úr 75% í
100%. Sama afsláttarregla gild
ir um heilsdagsskóla. Verð skóla
máltíða er óbreytt, en þau gjöld
voru lækkuð verulega á árinu 2013.
Gjaldskrá tónlistarskóla hækkar
ekki sem og vegna heimaþjónustu.
Þjónusta við eldri borgara hefur
verið bætt, þar sem á ný er boð
ið upp á heimkeyrslu á mat ásamt
niðurgreiðslu á matarskömmtum.
Aðrar gjaldskrár nema verðlags
hækkunum. Þetta kom fram þegar
fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæj
ar var samþykkt eftir aðra umræðu
á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn
17. desember sl.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
skal hlutfall skulda af tekjum sveit
arfélaga vera að hámarki 150%
og hefur Grundarfjarðarbær lagt
mikla áherslu á að vera innan lög
bundins hámarks innan tíu ára eins
og reglugerð kveður á um. Gert
er ráð fyrir að skuldahlutfall lækki
á árinu 2014 og verði um 175% í
árslok (skuldir að meðtöldum líf
eyrisskuldbindingum) og lækki enn
frekar á næstu árum. Árið 2014 er
seinna árið með 25% álag á fast
eignaskatt íbúðarhúsnæðis. Frá
veitugjald vegna íbúðarhúsnæðis er
lækkað úr 0,15% í 0,12%, en frá
veitugjald opinbers húsnæðis fer úr
0,15% í 0,20%. Sorpgjald og önnur
fasteignagjöld eru óbreytt. „Í fjár
hagsáætlun Grundarfjarðarbæjar
vegna áranna 20142017 er megin
áhersla lögð á það líkt og hin síð
ari ár að lækka skuldir sveitarfélags
ins, bæta lausafjárstöðu og ná jafn
vægi í rekstri þess. Árið 2014 er
gert ráð fyrir að greiða skuldir nið
ur um liðlega 50 millj. kr. umfram
lántökur. Þá hefur verið gengið
frá samkomulagi við Arion banka
vegna endurfjármögnunar gengis
bundinna lána sem reyndust ólög
mæt. Lausafjárstaða sveitarfélags
ins hefur styrkst verulega undan
farin misseri og verður lögð áhersla
á að halda traustri lausafjárstöðu,“
segir í greinargerð frá bæjarstjórn
vegna samþykktar fjárhagsáætlun
ar. Gert er ráð fyrir að varið verði
um 45 milljónum króna til fjár
festinga á næsta ári hjá Grundar
fjarðarbæ sem er meira en meðal
tal undanfarinna ára. þá
Komið til móts við barnafjölskyldur og
íbúa þrátt fyrir þrönga stöðu
Hálfleikur í Íslandsmótinu í körfubolta
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla-
og kvennaliðs Snæfells.
Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skalla-
gríms.
Áskell Jónsson, þjálfari ÍA.