Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Vilja aðstöðu til bátaviðhalds STYKKISH: Hafnar- stjórn Stykkishólms hef- ur lagt til að gerð verði að- staða til viðhalds og við- gerðar á minni bátum sem ekki komast í slippinn hjá Skipavík. Telur hafnar- stjórn svæðið í norðan- verðri Maðkavík henta vel til þess. Skoða mætti gjald- töku fyrir slíka aðstöðu sem myndi standa und- ir framkvæmdakostnaði. Í bókun frá fundi bæjarráðs, þar sem þetta erindi hafn- arstjórnar var tekið fyrir, kemur fram að aðstaða eins og sú sem um er rætt hafi reynst vel í Grundarfirði. Hún byggist á því að hægt sé að „fjara“ í víkinni til að skapa aðstöðu til viðhalds og viðgerða á minni bát- um. Leggur hafnarstjórn Stykkishólms til að bygg- ingafulltrúa og hafnarverði verði falið að skoða mögu- lega staðsetningu. -þá Aukin hraðagæsla LBD: Um 20 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögregl- unnar í Borgarfirði og Döl- um í liðinni viku. Að sögn lögreglu hafa hraðamæl- ingar verið efldar að und- anförnu og hefur það ver- ið að skila sér í fleiri skráð- um ökuhraðabrotum. Þrjú minniháttar umferðar- óhöpp urðu í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku, öll án þess að teljandi meiðsli hafi orðið á fólki. –þá Málssókn á hendur Inn­ heimtustofnun LANDIÐ: Samtök með- lagsgreiðenda hafa ákveðið að stefna Innheimtustofn- un sveitafélaga til greiðslu skaðabóta og miskabóta vegna ólögmætra inn- heimtuaðgerða í máli félagsmanns. Byggir sú stefna á áliti umboðsmanns Alþingis nr. 7461/2013 og álits hans um sambær- legt mál árið 2007. „Taka samtökin tillit til saknæm- is stjórnvalda vegna vitun- ar um gildandi rétt allt frá árinu 2007, sem og svar- bréfs til samtakanna þess efnis að Innheimtustofn- un telji innheimtur með- lagsskulda ekki stjórnvalds- ákvarðanir. Hins vegar gefa samtökin stjórn Inn- heimtustofnunar færi á taf- arlausum samningaumleit- unum við Samtök með- lagsgreiðenda um siðbæt- ur og nýja stjórnarhætti um innheimtur meðlaga,“ seg- ir í frétt frá samtökunum. Þá segir að ef ekki verð- ur af samingaumleitunum munu samtökin krefjast fullra skaða- og miskabóta og hvetja alla félagsmenn um að sækja rétt sinn fyr- ir dómstólum um nefndar skaðabætur. –mm Opnað fyrir stóðhestapant­ anir VESTURLAND: Hrossa- ræktarsamband Vesturlands hefur nú opnað fyrir pantan- ir undir stóðhesta sem verða í boði næsta sumar. Það er því ekkert að vanbúnaði að skrá hryssur á www.hross- vest.is. Alls verða níu stóð- hestar á vegum sambandsins á komandi sumri. Búið er að ganga frá samningum fyrir eftirtalda: Korg frá Ingólfs- hvoli, Kolskegg frá Kjarn- holtum 1, Vita frá Kagað- arhóli, Ramma frá Búlandi, Þyt frá Neðra-Seli, Hrafna- galdur frá Hákoti, Sjálf frá Austurkoti, Hring frá Gunn- arsstöðum og Þorlák frá Prestsbæ. „Ekki er loku fyr- ir það skotið að fleiri hest- ar bætist í hópinn,“ seg- ir í frétt á vef HrossVest. Hryssueigendur eru minntir á að hafa Worldfengnúmer hryssa og númer örmerkis við hendina þegar pöntunar- ferlið hefst. –mm Gleymdi sér og ók á tvo AKRANES: Umferðaró- happ varð á Skagabraut á Akranesi um tíuleytið á mánudagskvöld. Ökumað- ur á leið um götuna gleymdi sér við aksturinn og ók á tvær kyrrstæða bifreiðar. Að sögn lögreglu rifnaði fremra hjólastellið undan bílnum og þurfti að fjarlægja hann með dráttarbíl af vettvangi. Bíl- arnir sem ekið var á skemmd- ust mun minna. Lögreglan á Akranesi stöðvaði þrjá öku- menn í vikunni fyrir of hrað- an akstur og tvo fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar af hafði annar þeirra verið sviptur ökuréttindum. –þá Borgfirðingurinn og fjölmiðla- maðurinn Gísli Einarsson var síð- asta fimmtudag veitt viðurkenning- in „Brautryðjandinn 2014“ á árs- fundi Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands. Honum er veitt hún fyr- ir framúrskarandi atorku og hug- vit á sviði verðmæta- og nýsköpun- ar. Þetta er í annað sinn sem við- urkenningin er veitt, en árið 2013 kom hún í hlut Siglfirðingsins og athafnamannsins Róberts Guð- finnssonar fyrir lofsvert framtak og uppbyggingu á Siglufirði síð- ustu ár. Gísli tók á móti viðurkenn- ingunni frá Þorsteini Inga Sigfús- syni, forstjóra Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, og Sigríði Ingvars- dóttur, framkvæmdastjóra stofnun- arinnar. Í máli Sigríðar kom fram að Gísli Einarsson, sem frétta- og dagskrárgerðamaður Ríkisútvarps- ins, væri landsmönnum öllum að góðu kunnur fyrir jákvæðar fréttir af fólki og fyrirtækjum um land allt. Hann hafi verið ötull við að koma á framfæri fróðleik af nýsköpun og sprotastarfsemi, bæði með innslög- um inn í hefðbundna fréttatíma og með þáttagerð undir yfirskriftinni: „Út og suður“ og „Landinn“. Því má við þetta bæta að Gísli hóf störf að fjölmiðlum fyrst sem blaða- maður á Vesturlandspóstinum um skamma hríð, en síðar árið 1998 sem annar af stofnendum Skessu- horns og ritstjóri þess fyrstu árin. Táknmynd viðurkenningarinn- ar, sem veitt var, er í formi lista- verks eftir Eddu Heiðrúnu Bach- man, sem sjálf er mikill frumkvöð- ull og Brautryðjandi. Verkið málaði hún sérstaklega fyrir þetta tilefni og kallar verkið fram með glað- legum og dökkum litum bæði skin og skúri sem allir Brautryðjendur ganga í gegnum. Heimilisvinur fjöl­ margra fjölskyldna „Gísli hefur á sinn einlæga hátt náð vel inn á heimili landsmanna með efni, sem ég held að við höfum öll áhuga á. Það eru oft jákvæðu frétt- irnar af hugvitsmönnunum sem eru að koma fram með alls kon- ar nýstárlegar lausnir, af fyrirtækj- um sem eru að feta nýjar slóðir t.d. með nýstárlegri nýtingu hráefna og af almenningi alls staðar af að land- inu sem er að vinna á jákvæðan hátt við það að auka lífsgæðin í land- inu,“ sagði Sigríður við tækifærið og minnti á að í lögum um Nýsköp- unarmiðstöð Íslands væri stofnun- inni einmitt ætlað að „styrkja sam- keppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði í landinu“. Hún sagði að Gísli væri fyr- ir löngu orðinn heimilisvinur fjöl- margra fjölskyldna. „Hann birtist okkur í kafaldsbyl uppi á heiðum, í keppnisham á íþróttakappleikjum, inni á gafli íslenskra sveitaheimila og síðast en ekki síst hefur umfjöll- unarefni hans af íslenskum sprota- fyrirtækjum alls staðar af að land- inu vakið bæði eftirtekt og áhuga þeirra, sem á horfa og fylgjast með skemmtilegum efnistökum.“ Oft erfitt að koma að jákvæðum fréttum Með viðurkenningunni vill Ný- sköpunarmiðstöð Íslands þakka Gísla Einarssyni fyrir sitt mikil- væga innlegg í íslenska fjölmiðla- flóru með von um að viðurkenn- ingin megi verða honum hvatning til áframhaldandi sköpunar, sem aftur skilar sér sem hvatning fyr- ir frumkvöðla og atvinnulíf í land- inu. „Það hefur oft og tíðum reynst þrautin þyngri að koma að jákvæð- um fréttum á framfæri við fjölmiðla og er það miður. Því viljum við hvetja hér með alla fjölmiðla lands- ins að huga vel af því mikla og góða starfi, sem er að eiga sér stað víðs vegar um íslenskt samfélag og hafa skal í huga að smáar viðskiptahug- myndir dagsins í dag geta orðið að stórfyrirtækjum framtíðarinnar,“ sagði Sigríður. mm Gísli tekur við verðlaunum sínum frá Þorsteini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Sigríði Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Gísli Einarsson er Brautryðjandinn 2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.