Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Vísindaþing landbúnaðarins HVANNEYRI: Velferð dýra verður í sviðsljósinu á vísindaþingi landbúnaðarins, Landsýn, sem haldið verð- ur á Hvanneyri nk. föstudag, 7. mars. Á málstofu um vel- ferð dýra verða ný lög um dýravelferð kynnt og rætt um hvernig hægt er að mæla dýravelferð. Þá verða kynnt- ar niðurstöður rannsókna á munni hesta og útigangi, ástandi fjárhúsa og þróun og áhrif bóluefna. Málstofan hefst í Höfða kl. 10 og varir til kl. 15. Samhliða málstofu um velferð dýra verða haldn- ar málstofurnar: Ferðamál og dýr – Landbúnaðartengd ferðaþjónusta, Landlæsi og Skógrækt á rofnu landi. Eft- ir klukkan 15, að málstofum loknum, verður veggspjalda- sýning þar sem höfundar veggspjalda munu kynna efni þeirra og svara fyrirspurn- um. Skráning og nánari upp- lýsingar eru á vef LbhÍ. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 22. – 28. febrúar. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 19 bátar. Heildarlöndun: 4.689.540 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 2.271.145 kg í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 115.443 kg. Mestur afli: Bárður SH: 69.093 kg í sjö löndunum. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 238.354 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.488 kg í einni löndun. Ólafsvík 9 bátar. Heildarlöndun: 165.630 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 69.081 kg í tveimur lönd- unum. Rif 14 bátar. Heildarlöndun: 395.592 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 90.180 kg í fjórum lönd- unum. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 109.700 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 102.419 kg í fjórum lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.451.299 kg. 24. feb. 2. Faxi RE – AKR: 1.274.809 kg. 22. feb. 3. Lundey NS – AKR: 1.084.166 kg. 27. feb. 4. Ingunn AK – AKR: 819.846 kg. 25. feb. 5. Tjaldur SH – RIF: 73.177 kg. 25. feb. mþh Skráningar­ númer klippt af SNÆFELLSNES: Í liðinni viku voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bif- reiðum þar sem þær höfðu ekki verið skoðaðar á síðasta ári eða eru ótryggðar. Lög- reglumenn á Snæfellsnesi hafa augun opin fyrir þeim ökutækjum sem eigendur skrópuðu með í lögboðna skoðun á síðasta ári. Hvetja þeir alla að láta skoða öku- tæki sín á réttum tíma og hafa skyldutryggingar í lagi. Sl. miðvikudag handtóku lögreglumenn ökumann bifreiðar fyrir meintan akst- ur undir áhrifum fíkniefna í Grundarfirði. Við leit á honum í bifreiðinni fundust nokkur grömm af kanna- bis. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Sama kvöld var ökumaður hand- tekinn grunaður um ölvun við akstur í Ólafsvík. –þá Verðbólgan mælist nú 1,9% LANDIÐ: Vísitala neyslu- verðs miðuð við verðlag í janúar 2014 er 418,7 stig og hækkaði um 0,67% frá fyrra mánuði. Án húsnæðis er vísi- talan 394,9 stig og hækkaði um 0,87% frá janúar. Í til- kynningu frá Hagstofunni segir að vetrarútsölum er víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 7,1% (vísitöluáhrif 0,33%). Flug- fargjöld til útlanda hækk- uðu um 11% (0,14%) en verð á dagvörum lækkaði um 0,6% (-0,11%). Síðast- liðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 2,1% og vísitalan án hús- næðis um 0,8%. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári. Ef húsnæð- isþátturinn væri tekinn út væri tólf mánaða verðbólga hér á landi 0,4%. –mm Vilja hópleit að ristilkrabba LANIDÐ: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð- herra tók á mánudaginn á móti fulltrúum tólf fag- félaga og sjúklingafélaga sem afhentu honum áskor- un til stjórnvalda um að hefja strax hópleit að ristil- krabbameini. Í áskoruninni kemur fram að ristilkrabba- mein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og ein algengasta dánarorsökin af völdum krabbameins. Að meðaltali greinast um 140 einstaklingar á ári og tíðn- in hefur þrefaldast hjá körl- um á síðustu hálfri öld. Ár- lega deyja um 50-55 manns af völdum þessa sjúkdóms. Félögin sem afhentu heil- brigðisráðherra áskorunina leggja áherslu á gildi for- varna og skimunar fyr- ir ristilkrabbameini því oft er hægt að koma í veg fyr- ir það með skipulagðri hóp- leit. –mm Flutningabíll valt á Hjallahálsi sl. föstudagskvöld. Það gerðist í S- beygjunum svokölluðu Djúpadals- megin. Ökumaðurinn mun hafa meiðst nokkuð en þó ekki alvar- lega, að því er fram kemur á vef Reykhóla. Menn úr Reykhóla- hreppi fóru á laugardagsmorgun til að skoða aðstæður og meta hvað hægt væri að gera til að rétta bíl- inn við og ná honum upp. Snjóblás- ari sem hefur verið á Þröskuldum var fenginn á staðinn og blásið frá með honum og einnig var komið með beltagröfu á staðinn. Aðgerð- um var hætt á laugardagsköld enda þá komið vitlaust veður og myrk- ur. Ekki viðraði á sunnudag til að- gerða, en bíllinn var síðan réttur við á mánudag. Farmurinn, sem var tólf tonn af timbri, sement og eitt- hvað fleira, var tíndur úr honum, selfluttur á kerrum niður í Djúpa- dal og settur þar í annan bíl. Á ann- an tug manna úr björgunarsveit- inni Heimamönnum í Reykhóla- hreppi var að störfum í allan mánu- daginn. Ætlunin var að flytja bílinn burt á vagni í gær, þriðjudag. Hann er mikið skemmdur og eitthvað af farminum var skemmt, að því er fram kemur á vef Reykhóla. Í athugasemd við fréttina á Reykhólavefnum sagði Kolbrún Pálsdóttir. „Þetta er alveg skelfi- legt að sjá og það er mikið lán að bílstjórarnir skulu sleppa að mestu óskaddaðir frá svona slysum sem verða á þessum fjallvegum sem okk- ur er ennþá boðið uppá árið 2014. Ég veit ekki hvort fólk almennt veit það, en á undanförum árum hafa sjö flutningabílar eyðilagst á þess- um þremur heiðum, það er tveir á Kleifarheiði, einn á Kletthálsi og fjórir á Hjallahálsi. Skaði flutninga- fyrirtækisins er mikill, svo og sá til- finningalegi skaði sem bílstjórarnir verða fyrir, sem oftar en ekki verð- ur til þess að þeir treysta sér ekki lengur til að keyra þessa vegi og hætta,“ segir Kolbrún, en umrætt flutningafyrirtæki er Nanna ehf. á Patreksfirði. þá Opnun nýs fyrirtækis í Búðardal síðastliðinn fimmtudag var vel tek- ið af heimafólki og nærsveitungum. Þar er um að ræða Stál- og véla- verkstæðið B.A.Einarson við Vest- urbraut 8 en þar mun jöfnum hönd- um verða boðið upp á bílaviðgerð- ir, stálsmíði og vélaviðgerðir. Góð mæting var við opnunina og áætl- að að um hundrað manns hafi sam- glaðst með eigendum og starfsfólki. Ekki var asi á gestum og voru þeir á ferð fram eftir kvöldi og nutu bæði fastrar fæðu og fljótandi veiga af ýmsu tagi. Að sögn Björns Antons Einarssonar, Tona, er nú unnið að gerð heimasíðu auk síðu á Facebo- ok til að fólk geti sem best fylgst með og séð hvaða þjónusta verður í boði og nálgast aðrar gagnlegar upplýsingar. Toni segir ágætt útlit með verkefni og séu þó af ólíkum toga og víða. Auk hans verða tveir starfsmenn í fullu starfi, þeir Kat- arínus og Stefán, en Fanney Þóra er í hlutastarfi við þrif og annað. Þess má geta að þetta er ann- að verkstæðið í Búðardal, en fyrir er KM þjónustan sem einnig rekur verslun en það hóf starfsemi á alda- mótaárinu. mm Snorratofa í Reykholti býður til áhugaverðs fyrirlestrar næstkomandi þriðjudagskvöld, 11. mars kl. 20:30. Þá fjallar Alma Ómarsdóttir frétta- maður um vinnuheimilið, sem starf- rækt var á Kleppjárnsreykjum í Reyk- holtsdal á heimsstyrjaldarárunum 1941-1942. Alma lauk á sínum tíma meistara- gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hafði samskipti stúlkna við erlenda hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að viðfangsefni og hvernig yfirvöld brugðust við þeim. Við rannsókn sína fékk hún aðgang að gögnum Ung- mennaeftirlitsins og Ungmennadóm- stólsins, sem rannsökuðu og dæmdu í málum stúlkna en hafði einnig und- ir höndum gögn vinnuskólans að Kleppjárnsreykjum. Þangað voru stúlkur sendar ef sannað þótti að þær ættu í sambandi við erlenda hermenn. Alma vinnur að gerð heimildamynd- ar um hernámsárin á Íslandi, þar sem saga stúlknanna verður rakin. Alma er fréttamaður hjá Ríkisút- varpinu og vinnur þar fréttir jöfnum höndum fyrir sjónvarp, útvarp og vef RÚV. Að venju verður boðið til kaffiveit- inga, sem kosta 500 krónur. Umræð- ur verða að þeim loknum. -fréttatilkynning Handfærabátar frá Ólafsvík eru byrj- aðir veiðar eftir vetrarhlé. Margt get- ur komið upp á hjá bátunum svona fyrstu dagana eftir langt stopp. Hauk- ur Randversson sem rær á Geysi SH 39 lenti í smávegis bilun þegar hann var á veiðum á mánudaginn og þurfti nærstaddur bátur, Nonni í Vík SH, að koma til aðstoðar. Nonni dró því Geysi að landi í Ólafsvík. Haukur var þrátt fyrir þetta hinn hressasti og gerði sem minnst úr þessu, enda smávægileg bilun í bátnum. Sagði hann að aflinn hafi verið um 300 kíló eftir þennan stutta róður. Handfærabátarnir hafa verið að fá ágætan afla, eða allt upp í 1.100 kíló. Mokveiði hefur verið hjá neta- og dragnótabátum og á mánudaginn fékk dragnótabáturinn Esjar SH frá Rifi um 17 tonn í tveimur köstum. af Flutningabíllinn á hliðinni á Hjallshálsi. Ljósmynd: Hrólfur Árni Borgarsson. Flutningabíll valt á Hjallahálsi Frá opnun Stál- og vélaverkstæðis B.A.Einarssonar. Ný vélsmiðja opnuð í Búðardal Nonni í Vík SH dregur hér Hauk á Geysi SH til hafnar í Ólafsvík. Þurfti aðstoð við að komast í land Gamla læknishúsið á Kleppjárns- reykjum. Ljósm. Einar Steinþór Traustason. Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum til umfjöllunar í Snorrastofu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.