Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Flokkurinn Björt framtíð hef- ur ákveðið að bjóða fram lista til sveitarstjórna í stærstu sveitarfé- lögum landsins. Á vef flokksins kem- ur fram að sveit- arstjórnarmál BF gangi vel. Framboð eru komin vel á veg í Kópavogi, Hafn- arfirði, Reykjavík, Akureyri og á Akra- nesi. Þá herma heim- ildir Skessuhorns að stefnt sé að framboði í Snæ- fellsbæ. Á Ísafirði, í Garðabæ og Árborg eru stofnfundir á dagskrá næstu daga. Síðastliðinn fimmtu- dag fór stofnfundur BF á Akranesi fram í Garðakaffi á Akranesi. Þar lagði flokksfólk grunn að framboði í vor. Kosin var fimm manna stjórn, en hana skipa: Anna Lára Stein- dal, Magnús Gunnarsson, Pálmi Pálmason, Svanberg Eyþórsson og Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir. Í tilkynningu frá fundinum á fimmtudaginn segir: „Fundarmenn ræddu gildi Bjartrar framtíðar og áherslur í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum sem fram fara 31. maí nk. Kosið var í uppstillingarnefnd sem vinna mun með framkvæmdarstjórn að framboðsmálum næstu vikurnar. Björt framtíð á Akranesi er opið og frjálslynt stjórn- málaafl sem tekur öllum þeim opnum örmum sem vilja stuðla að gagnsæjum og siðrænum stjórnarháttum, gera bæjarbraginn fjölbreyttari og skemmtilegri. Hafa má samband við Svanberg með tölvupósti á svanbergjulius@gma- il.com, en opnuð hefur verið Fés- bókarsíða undir heitinu Björt fram- tíð Akranesi og félagssíða á Bjort- framtid.is.“ mm L – listinn í Stykkishólmi hélt for- valskosningu fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Alls kusu 122 í forvalinu. Listinn hefur einnig ver- ið samþykktur á fundi framboðs- ins. L-listi félagshyggjufólks vann nauman meirihlutasigur í Stykk- ishólmi fyrir fjórum árum. Hann fékk 50,4% atkvæða en D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 49,7%. Að- eins munaði sex atkvæðum á milli listanna. Þar með féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins sem hafði set- ið í 36 ár. Lárus Ástmar Hannes- son leiðir sem fyrr L-listann. Um síðustu mánaðarmót tók hann við bæjarstjórastólnum af Gyðu Steins- dóttur sem lætur af störfum. L-listinn verður svona skipaður fyrir komandi kosningar: 1. Lárus Ástmar Hannesson 2. Ragnar Már Ragnarsson 3. Helga Guðmundsdóttir 4. Davíð Sveinsson 5. Berglind Axelsdóttir 6. Dagbjört Höskuldsdóttir 7. Baldur Þorleifsson 8. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir 9. Bjarki Hjörleifsson 10. Birta Antonsdóttir 11. Jón Einar Jónsson 12. Hrefna Frímannsdóttir 13. Guðmundur Helgi Þórsson. mth Sigurður Ingi Jóhannsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, hef- ur skipað starfshóp til að fjalla um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein hér á landi. Hópnum er falið að fjalla um málið frá öllum hliðum og að draga fram þau atriði sem gætu skipt máli fyrir villt hreindýr hér á landi, verndun þeirra og veiðar, bú- fjársjúkdóma og landbúnað og land- nýtingu. Hópurinn mun fara yfir áhrif þess að taka stóran hluta dýra úr stofni hreindýra til þess að koma upp hjörð eldisdýra og þess að sam- bærilegum fjölda eldisdýra verði skilað aftur í villtan stofn hreindýra. Skoða þarf fjölda atriða sem varða hreindýraeldi, meðal annars áhrif af breyttri landnýtingu og beit- arálagi, áhrif á hreindýraveiðar og sjúkdóma, sjúkdómahættu og sjúk- dómavarnir, hvaða áhrif hreindýra- eldi hefði á arðgreiðslur til landeig- enda og hvort greiðslur skuli koma fyrir afnot af hluta stofnsins, svo fátt sé nefnt. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum umhverfis- og auðlind- aráðuneytis, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, Náttúru- fræðistofnunar Íslands, Umhverf- isstofnunar, Bændasamtaka Íslands, Hreindýraráðs, Náttúrustofu Aust- urlands, Skotvís og Matvælastofn- unar. Starfshópurinn skal skila nið- urstöðu og tillögum sínum eigi síð- ar en 15. desember 2014. mm Góð mæting var á ársfundi Vest- urlandsskóga sem fram fór á Hót- el Borgarnesi síðdegis á föstudag- inn. Þetta er í fyrsta skipti sem Vesturlandsskógar standa fyr- ir fundi sem þessum og segir Sig- ríður Júlía Brynleifsdóttir fram- kvæmdastjóri að markmið hans hafi verið að kynna fyrir skógarbænd- um hvað væri framundan á árinu. „Ég var mjög ánægð með fund- inn og sérstaklega ánægjulegt var að sjá hvað margir mættu. Á fund- inum var starfs- og rekstraráætl- un Vesturlandsskóga kynnt auk þess sem haldin voru tvö örerindi. Það fyrra var um ræktun ávaxta- trjáa, en Hraundís Guðmundsdótt- ir sagði þar frá lokaritgerð sinni við LbhÍ. Seinna erindið var um rækt- un„mini“ trjáplantna og flutti það Trausti Jóhannsson. Í mínu inn- leggi rakti ég síðan hvaða verkefni verður ráðist í á árinu auk þess sem ég brýndi fyrir skógarbændum að halda vel utan um ræktunarbókhald sitt. Stefnt er að því að minna verði gróðursett í ár en í fyrra þar sem fé verður frekar nýtt í nauðsynlegar gæðaúttektir á jörðum. Með þessu verður eftirlit og eftirfylgni af okk- ar hálfu sett í betri farveg. Einnig hyggjumst við framkvæma árang- ursmat á eldri gróðursetningum á þessu ári,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir þessa áherslubreytingu segir Sigríður Júlía að engu að síð- ur verði 280 þúsund plöntur settar í jörðu á árinu auk þess sem 5 kíló- metrar af skjólbeltum verða lögð út. „Fjárframlag til okkar stóð hér um bil í stað milli ára og er nú 50,6 milljónir króna. Við erum að vona að botninum sé náð í þeim efnum. Stjórnvöld ætla sér að auka fjár- framlög til skógræktar á kjörtíma- bilinu og liggur þingsályktunartil- laga um eflingu skógræktar sem at- vinnuvegar nú fyrir á Alþingi.“ Sigríður segir Vesturlandsskóga stefna að því að halda ársfundi ár- lega á þessum tíma árs til að efla tengslin við skógarbændur. Það henti vel þar sem starfsáætlun ligg- ur jafnan fyrir á þessum tíma og sömuleiðis horfur á plöntufram- boði ársins. hlh Meðfylgjandi mynd var tekin um síðustu helgi í sundlauginni í Borg- arnesi. Ágæt mæting var í laugina og mikið spjallað í heitu pottunum. Greinilegt var að vorhugur var kom- inn í gesti jafnvel þótt hitastigið væri ekki hátt og sólin enn lágt á lofti. Vegna framkvæmda við Íþrótta- miðstöðina var útisvæðinu og sund- lauginni hins vegar lokuð á mánu- daginn. Verður lokunin til og með morgundagsins, fimmtudagsins 6. mars. Sundlaugin verður svo opnuð á nýjan leik föstudaginn 7. mars og geta gestir þá tekið gleði sína á ný. mm/ Ljósm. Helena Guttormsd. Björt framtíð stofnuð á Akranesi Starfshópur um hreindýraeldi Vorhugur í sundlaugargestum Efstu frambjóðendur á L-listanum í Stykkishólmi. Frá vinstri: Davíð Sveinsson, Berglind Axelsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Helga Guðmundsdóttir, Ragnar Már Ragnarsson, Dagbjört Höskuldsdóttir og Baldur Þorleifsson. Ljósm. sá. L­listinn skipaður í Stykkishólmi Skógarbændur fjölmenntu á fundinn sem fram fór á Hótel Borgarnesi. Vesturlandsskógar héldu ársfund í Borgarnesi Sigríður Júlía Brynleifsdóttir framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga fer yfir starfs- áætlun ársins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.