Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Nafn: Hjalta Sigríður Júlíusdótt- ir. Starfsheiti/fyrirtæki: Matráður á leikskólanum Skýjaborg í Hval- fjarðarsveit. Fjölskylduhagir/búseta: Tveggja barna móðir, bý á Vestra – Reyni. Áhugamál: Það er í rauninni bara sveitin, náttúran, að prjóna og að hafa gaman að lífinu. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 3. mars (bolludagur). Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mætti klukkan 8. Fyrstu verk voru að setja í þvottavél, elda hafragraut og koma honum til barnanna. Svo fór ég að undirbúa bollubakstur. Klukkan 10? Þá var ég að baka bollur og prenta út matseðil fyrir mánuðinn. Hádegið? Í hádeginu var ég að elda fiskibollur og koma matn- um inn á deildirnar. Svo fór ég að setja á bollur. Klukkan 14: Þá var ég að klára uppvaskið og frágang eftir mat- inn. Eftir það fór ég að undirbúa fyrir sprengidaginn. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti klukkan 16. Það síðasta sem ég gerði var að ganga frá eftir kaffið. Svo tók ég úr þvottavélinni, henti í þurrkarann og greip börnin mín með mér heim en þau eru hérna á leikskólanum. Fastir liðir alla daga? Það er að elda, baka, þvo þvott og panta vörur. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Að hafa bakað og borðað verulegt magn af bollum. Fiskibollurnar eru taldar með, þess vegna er hægt að tala um verulegt magn. Var dagurinn hefðbundinn? Nei, hann var fremur óhefð- bundinn. Það eru ekki allir dagar bolludagar! Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði 1. ágúst 2013. Hlakkar þú til að mæta í vinn­ una? Já, já, ég myndi segja það. Eitthvað að lokum? Ég vil endi- lega nota tækifærið og minna fólk á að njóta hvers dags. Dag ur í lífi... Matráðs í Skýjaborg Nóg var um að vera í Geirabak- arí í Borgarnesi að morgni bollu- dags þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði. Kökuborðið var þá að verða yfirfullt af gómsætum boll- um og voru starfsmenn í óða önn að leggja lokahönd á að koma þeim fyrir. Geiri sjálfur var önnum kaf- inn við að keyra út bollusending- ar til fyrirtækja í Borgarnesi ásamt Sigríði Dóru dóttur sinni. Sam- band við Geira náðist þó um ellefu leyti. Þá var hann að afhenda síð- ustu bollusendingarnar og að eigin sögn búinn að vera að síðan klukk- an tíu kvöldið áður. Geiri segir að undirbúningur bolludagsins hafi byrjað á föstudeginum og hafi öll helgin venju samkvæmt farið í að baka og setja í bollur. Fjöldi bolla var svipaður í ár og undanfarin ár, segir Geiri, en hann reiknar með að á bilinu 6000-7000 bollur séu bak- aðar hverju sinni. Þegar verkefn- um dagsins lauk ætlaði Geiri síðan beinustu leið í nudd til að slaka á eftir törn helgarinnar og leggja sig eftir það. hlh Það var handagangur í öskjunni í fjölskyldufyrirtækinu Brauða- og kökugerðinni á Akranesi daginn fyrir bolludag. Þar kepptist fólk við að baka og skreyta bollur af ýmsum gerðum. Og girnilegar voru þær! Sú breyting er nú á bakaríamarkað- inum á Akranesi frá síðasta bollu- degi að hætt er starfsemi í hinu ára- tugagamla Harðarbakaríi. Því er álagið enn meira en vanalega í hinu litla en heimilislega bakaríi fjöl- skyldunnar við Suðurgötuna. Þar hjálpast allir að, ungir sem gaml- ir. Þegar ljósmyndara bar að garði á sunnudaginn var löng biðröð við- skiptavina að taka forskot á sæluna og „bolla sig upp.“ Inni í bakaríinu var síðan unnið hratt en fumlaust. Greinilegt að þar hafa slíkar tarnir verið unnar áður. Þrír ættliðir komu við sögu. Þeir Karl Alfreðsson bak- ari, Alfreð sonur hans og Karl yngri voru allir að vinna við undirbúning fyrir gerbollubakstur næturinnar sem í hönd fór. Fleiri voru að störf- um og raunar unnið allsstaðar sem pláss var til þess. Hægt er að vinna ýmislegt í haginn við baksturinn til að sjálf- ur bolludagurinn gangi sem best, sögðu þeir feðgar. Aðspurður sagði Karl eldri að aðfararnótt bollu- dags yrði vaknað fyrr en venjulega og byrjað að baka um klukkan 3 og setja í bollurnar það sem við á. Ekki veitti af því pantanir fyrir hundruð- um ef ekki þúsundum bolla lágu fyr- ir frá ýmsum fyrirtækjum. Bréfmið- ar með pöntunum uppi á vegg báru þess vitni. Alfreð upplýsti að mik- il breyting væri nú orðin á hvaða bollur væru vinsælastar. Þegar hann var að byrja að baka með föður sín- um var um 80% sölunnar gerboll- ur, en nú hefur dæmið algjörlega snúist við. Langflestir velja vatns- deigsbollur og í þeirra röðum eiga þær með karamellukreminu vinn- inginn. „Þetta fer enda vel saman; vatnsdeig, rjómi, jarðarberjasulta og karamellan,“ sagði Alfreð. Kalli sonur hans var greinilega ekki að koma að bakstrinum með pabba sínum og afa í fyrsta skipti, þótt hann sé ekki nema á tólfta ári. „Hann segist samt ekki ætla að verða bakari,“ upplýsir Alfreð um son- inn. „Segist ætla að verða vísinda- maður enda náttúrufræðin í upp- áhaldi í skólanum. Sá yngsti, átta ára, segist hins vegar vera ákveðinn í að verða bakari þegar hann verð- ur stór,“ upplýsir faðir þeirra. Það eru því líkur á að fyrirtækið verði áfram í eigu fjölskyldunnar. En það má ekki trufla vinnandi menn lengur, enda mesti annatími í bak- aríum landsins framundan. Þegar þúsundir bolla verða bakaðar til að gleðja bragðlauka landans. mm Bjarni Waage bakari hjá Geira með brot af bollubakstri næturinnar. Á sjöunda þúsund bollur hjá Geira Bollur af ýmsum gerðum tilbúnar í sölu frammi í búð. Karamelluvatnsdeigsbollur vinsælastar Þrír ættliðið í bakaríinu; Alfreð, Karl og Karl. Hér er verið að taka deigið í gerbollurnar út úr vél sem mótar það í hæfilega stórar kúlur. Fjær raðar Karl eldri þeim á plöturnar. Hér er verið að gera vatnsdeigið klárt fyrir næstu „porsjón.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.