Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 „Við höfum ekki mikinn áhuga á að berja á karlinum, það er loðnu- hængnum. Hrognafull hrygnan er það sem við viljum helst. Skipin eru því farin vestur fyrir Breiðafjörðinn í loðnuleit,“ sagði Ingimundur Ingi- mundarson útgerðarstjóri hjá HB Granda í samtali við Skessuhorn á mánudagsmorguninn. Hann segir að lítið sé að gerast í loðnuveiðun- um meðan karlloðnan er ráðandi, enda engin hrogn þar af fá núna þegar dýrmætasti tími vertíðarinn- ar er runninn upp. Ingunn landaði 1000 tonnum á Akranesi á föstu- dagskvöld og Faxi kom með smá- slatta, um 100 tonn á laugadags- kvöldið. Það var mestallt karlloðna þannig að ekkert kom út úr þeim skurði og allt fór í bræðslu. Bændur úr Dölum og aðrir sem hafa unnið við hrognafrystinguna voru því ekki að störfum í byrjun vikunnar. Ingi- mundur sagði að það væri þó enn talsvert eftir að hrognatímanum og menn vonuðu að meira ætti eftir að veiðast, enda rúmlega helming- ur eftir af kvótanum. Loðnukvóti HB Granda á yfirstandandi ver- tíð er um 40 þúsund tonn. Búið er að veiða tæplega 19.000 tonn. Þar af hefur verið landað tæpum 7.000 tonnum á Akranesi, allt til hrogna- frystingar. þá Vesturland er mjög aftarlega á merinni þegar kemur að löndunum á uppsjávar- afla (síld, loðnu, makríl og kolmunna) í höfnum landshlutans. Þetta sýnir ný samantekt hjá Fiskistofu yfir landaðar uppsjávartegundir eftir höfnum landsins. Þrátt fyrir að veiðar á íslensku sumar- gotssíldinni hafi að mestu farið fram við Vesturland á undanförnum árum, loðn- an endi göngur sínar við Vesturland og hrygni þar og mikið af markíl hafi ver- ið vestur af landinu undanfarin sumur, þá berst ekki hátt hlutfall uppsjávarafla á bryggjur í landshlutanum. Austfirðir eru hins vegar með yfirburðastöðu og stinga af með vinninginn. Fiskistofa birti nýverið samantekt- ina á heimasíðu sinni. Fáum þarf að koma á óvart að Akranes kemur þar fram sem mesta og nær eina uppsjávarfiski- höfn landshlutans. Á síðasta ári var bær- inn í 11. sæti yfir aflahæstu löndunar- hafnir í uppsjávarfiski. Hlutdeild Vest- urlands er þó lítil í löndunum á uppsjáv- arafla á Íslandi. Á síðasta ári var 4,09% af þessum afla landað í landshlutanum. Frá árinu 2008 hefur þetta hlutfall sveifl- ast frá 3,655 upp í 5,22% þegar mest var árið 2009. Til samanburðar tóku hafnir á Austfjörðum við 58,21 til 68,53% pró- sentum af árlegum uppsjávarafla á sama árabili, 2008 til 2013. mþh Upplýsingatæknifyrirtækið Omn- is hefur keypt fyrirtækið Net- vistun ehf. „Netvistun hefur lagt áherslu á að sinna litlum og með- alstórum fyrirtækjum sem vilja þjónustu við sínar heimasíður svo þær verði í senn lifandi og virki vel sem markaðstæki. Í dag er fyrirtækið með rekstur á um 500 heimasíðum sem vistaðar eru í hýsingu Omnis. Í hverjum mán- uði fara 10-20 nýjar eða uppfærð- ar heimasíður í loftið. Netvistun verður rekin sem sjálfstæð þjón- ustueining og mun áfram bera sama nafn. Starfsfólkið hefur nú þegar flutt aðstöðu sína til Omn- is í Ármúla 11 og vinnur þar þétt með öðru starfsfólki Omnis,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Eggert Herbertsson, fram- kvæmdastjóri Omnis, segir að í gegnum tíðina hafi mikið af við- skiptavinum Omnis óskað eft- ir aðstoð í vefmálum, en þeim er- indum hafi fram til þessa þurft að vísa annað. „Nú getum við sinnt heimasíðugerð og þjónustu við heimasíður og höfum til þess frá- bært starfsfólk sem er með mikla reynslu og þekkingu,“ segir Egg- ert. mm Rjómabúið Erpsstaðir er fimm ára um þessar mundir og á dög- unum var þar í þriðja skipti hald- ið námskeið í skyrgerð. Átta sóttu námskeiðið og kom hluti nemanna gagngert til landsins til þess að læra að gera skyr. Þetta er þriðja skyrgerð- arnámskeiðið á Erpsstöð- um. Tólf manns hafa nú á námskeiðunum lært hina aldagömlu list að gera skyr og hafa einungis þrír þeirra verið búsettir hér á landi. Áhugi útlending- anna er eftirtektarverður ekki síst í ljósi þess að all- ir þessir skyrgerðarnemar hafa leitað til Rjómabúsins af fyrra bragði því skyr- gerðarnámskeið hafa aldrei verið auglýst. Að sögn Þorgríms Einars Guð- bjartssonar bónda og mjólkurfræð- ings fer námskeiðið þannig fram að þátttakendur mæta á mánudags- morgni. Það tekur nokkurn tíma að gera skyr og fer því mestur tím- inn í bið. Sjálf skyrframleiðslan tek- ur rúman sólarhring og fer fram í fjórum þrepum. Til að brjóta upp tímann sem er á milli þrepanna er farið með gestina um Suðurdalina, þeim sýndir Eiríksstaðir, borholan í Reykjadal og sagðar sögur frá land- námi og sögu Dalanna. Á mánu- dagskvöldinu þegar skyrþykkn- ið var komið í pokana er þátttak- endum boðið í glas, en þá er smakkað á nýrri skyr- mysu. Einnig var boð- ið upp á nýjan mysudrykk sem fyrirtækið Íslandus er að hefja framleiðslu á, en sá drykkur er framleiddur úr mysu frá Rjómabúinu Erpsstöðum. Að afloknum morgun- mat á þriðjudagsmorgni mætir námskeiðsfólk til að kíkja á niðurstöðu fram- leiðslunnar og fengu að smakka á nýju skyri. Síð- an var slatta af skyri pakkað í dós- ir og fékk hver þátttakandi að taka með sér dós til að njóta þegar heim var komið. mm Faxi og Ingunn við bryggju á sunnudagsmorguninn. Ljósm. mm. Lítil spenna meðan einungis karlloðnan veiðist Omnis býður nú þjónustu í vefmálum Útlendingar sækjast eftir því að læra skyrgerð Höfn 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Akranes 26.763 22.736 32.979 32.652 44.573 27.254 Arnarstapi 6 10 277 Rif 22 84 393 824 Ólafsvík 1 11 9 179 1.016 Grundarfjörður 8.461 533 1.724 5.192 7.547 Stykkishólmur 1 87 559 905 Vesturland alls 35.224 22.737 33.566 34.562 50.897 37.823 Landið alls 838.673 622.647 643.277 758.758 1.021.665 924.418 Hlutdeild Vesturlands % 4,2 3,65 5,22 4,55 4,98 4,09 Nr. Höfn Afli (tonn) 1 Neskaupstaður 210.169 2 Vestmannaeyjar 173.297 3 Vopnafjörður 106.220 4 Eskifjörður 86.491 5 Hornafjörður 66.583 6 Þórshöfn 61.766 7 Seyðisfjörður 44.076 8 Keflavík 38.425 9 Fáskrúðsfjörður 37.450 10 Reykjavík 29.310 11 Akranes 27.254 Alfahæstu löndunarhafnir landsins í uppsjávarfiski (síld, loðnu, makríl og kolmunna) árið 2013. Hér eru tíu skip á loðnuveiðum vestan við Malarrif á Snæfellsnesi. Lítið hlutfall af uppsjávarafla berst á land á Vesturlandi Þessi tafla er unnin upp úr gögnum Fiskistofu. Hún sýnir landanir á uppsjávarafla á Vesturlandi í tonnum talið á árunum 2008 til 2013 og hlutdeild landshlutans í heildarlöndunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.