Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Nýfæddir Vestlendingar 17. desember 2013. Stúlka. Þyngd 3.570 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Stefánsson, Borgarhreppi. Ljósmóðir: Birna Gunnarsdóttir. Stúlkan heitir Helga Sigríður. 27. febrúar. Drengur. Þyngd 4.085 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar Sólveig Heiða Úlfsdóttir og Þórarinn Halldór Óðinsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 27. febrúar. Drengur. Þyngd 3.730 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar Edda Unnsteinsdóttir og Arnar Þór Ólafsson, Búðardal. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 25. febrúar. Stúlka. Þyngd: 3.970 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar Rebecca Dorn og Jón Eyjólfsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Hvað eru tómstundir? Hvað er að vera tómstundafræðingur? Eru þið bara alltaf að leika ykkur? Þeg- ar ég hóf nám mitt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands voru þetta spurningarn- ar sem ég fékk að heyra í tíma og ótíma. Tómstundafræðin er tiltölu- lega nýr vettvangur sem hefur upp á svo margt að bjóða. Til að svara öllum þessum spurningum með einni setningu þá snýst tómstunda- fræðin fyrst og fremst um það að vinna með fólki, ungu sem öldnu, en þó er lögð meiri áhersla á börn og unglinga. Öll gerum við þær kröfur að ein- staklingarnir sem ala upp börnin okkar fyrstu ár ævinnar séu mennt- aðir leikskólakennarar og sama má segja um börnin þegar þau eldast og byrja í skóla að þar séu mennt- aðir kennarar sem sjá um að kenna þeim að lesa, skrifa, reikna og allt það ótrúlega starf sem á sér stað innan veggja skólans. En hvað með tímann sem börnin eru ekki í skól- anum? Viljum við ekki einnig hafa fagmenntaða einstaklinga til að leiðbeina börnum okkar í frítím- anum? Gerð hefur verið rannsókn um það hvernig vökutími unglinga skiptist niður og niðurstaða henn- ar var sú að unglingar eyða 14% af vökutíma sínum í skóla, 6% með fjölskyldu og 80% í frítíma. Þetta finnst mér vera sláandi niðurstöð- ur og er því nokkuð ljóst að frítími barna og unglinga er afar mikilvæg- ur og það er margt sem hægt er að læra án þess að það komi fram inni í lokaðri skólastofu. Tómstunda- og félagsmálafræði byggist mikið á óformlegu námi, en óformlegt nám er betur skil- greint sem ákveðin færni eða þekk- ing sem aflað er með námi utan skólakerfis, til að mynda með hóp- astarfi eða námskeiðum sem ekki eru síður mikilvæg og staðlað nám innan skólakerfis. Einnig byggist það á skilningi og túlkun á raun- verulegum aðstæðum þar sem hægt er að auka færni sína til að takast á við eigin aðstæður á félagslegum forsendum. Óformlegt nám bygg- ist því mikið á samskiptum við aðra og hefur til dæmis verið notast við þessa námsaðferð í sértæku hóp- astarfi með unglingum í áhættu- hópi. Á undanförnum árum hefur orðið þó nokkur vitundarvakning á gildi tómstundastarfs hjá börnum og unglingum. Starfið er orðið meira skipulagt og eru foreldrar orðnir meira vakandi fyrir því hvað gerist í frítíma barna sinna. Þó finnst mér vitundarvakningin ekki vera orð- in nægilega mikil og vonast ég til þess að það muni breytast til muna á komandi árum. Börnin eru fram- tíðin og er því mikilvægt að efla þau á öllum sviðum, ekki bara í skólum heldur einnig í frítímanum. Guðný Birna Ólafsdóttir Lífið utan ESB get- ur orðið kvóti eða ekki kvóti. Það er spursmálið ef menn kjósa að sitja utangarðs hjá ESB. Í smágrein í Fréttablaðinu þann 18. febrúar sl. kvartar Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra yfir því að ESB vilji ekki stækka kvóta fyrir íslenskt skyr úr 380 tonnum í 4.000 tonn nema fá eitt- hvað í staðinn. Nú er Guðni mikill kvótamað- ur og bendir á það í annarri grein í sama blaði nokkrum dögum síðar að MS sé ekki helsti eða eini kvóta- greifinn í innflutningi á ostum, því Hagar og fleiri fyrirtæki hafi feng- ið kvóta og geti boðið í kvóta. Vandamál Guðna er kvót- inn. Hann vill meiri tollfrjálsan kvóta fyrir íslenskar mjólkurvörur í ESB, en láta lítið eða helst ekk- ert á móti. Þessi hugmyndafræði hefur ýms- ar hliðar, jákvæðar og neikvæðar. Þær neikvæðu eru að vegna þess- arar hugsunar þá hafa íslensk- ir bændur og fleiri framleiðendur vöru og þjónustu, ekki nema tak- markað aðgengi að stórum, mik- ilvægum og efnahagslega sterkum markaði. Eftirspurnin eftir skyri er þó enn til staðar. Fregnir berast af því að MS hafi samið við danskt mjólk- ursamlag um framleiðslurétt á „ís- lensku skyri“ fyrir Evrópumarkað. Þannig fær MS einhverjar krónur fyrir sinn snúð ef vel gengur. Danskir kúabændur, danskt mjólkursamlag og danskir laun- þegar geta fagnað aukinni fram- leiðslu- og úrvinnslu mjólkur og vonandi bættum hag við að fram- leiða 400-4000 tonn af „íslensku skyri.” Veruleikinn er sá að aðgengi að stórum markaði skapar tækifæri sem erfitt er að meta til fjár, og getur, ef vel tekst til, skapað mikl- ar tekjur og betri afkomu fram- leiðenda. Borgarnesi, 3. mars 2014, Guðsteinn Einarsson. Það styttist í vorið. Þá hríslast um mann tilhlökkun eftir að sjá gróð- urinn lifna við. Sérstök tihlökkun hefur fylgt því að aka kafla Vest- urlandsvegarins sem liggur milli Akranesvegar (51) og Grundar- tangaafleggjarans á vorin, en þar hefur undanfarin ár vaxið “villt- ur” skógur af sjálfsáðum trjám út frá hinum myndarlega Álfholts- skógi Skógræktarfélags Skilmanna- hrepps. Margir hafa talað um hversu ánægjulegt sé að fylgjast með gróðr- inum meðfram veginum. Á Íslandi er því miður alltof lítið af gróðri meðfram vegum og það hefur því vakið athygli fólks og gleði að fylgj- ast með þessum villigróðri. Það er nú liðin tíð og þessi vegar- kafli veldur ræktunarfólki einung- is sorg og reiði þar sem trén liggja nú og rotna í vegarkantinum eftir að Vegagerðin lét saga þau niður í haust. Óskiljanlegar aðgerðir Það er sama hvernig ég leita í hug- arfylgsnum mínum, ég get engan veginn fundið skynsamleg rök eða afsakanir fyrir aðgerðum Vegagerð- arinnar við þennan vegarkafla. Hvað gekk þeim eiginlega til þegar ákveðið var að saga niður þessi tré? a) hindruðu þau útsýn yfir veginn? Sv: Nei, það gerðu þau ekki. Þessi tré voru alls ekki á neinn hátt til vandræða umferðaröryggis vegna. b) ollu þau skaflamyndun á veginum? Sv: Nei, þau höfðu ekki umfang til þess, of fjarri veginum og lauflaus á vetrum. c) særðu þau fegurðarskyn einhvers hjá Vegagerðinni? Hugs- anlega, en það væri ótrúleg ósvífni að saga þau niður á þeim forsend- um. Hafi snyrtimennska eða feg- urðarskyn átt hlut að máli hefði Vegagerðin hirt upp eftir sig “lík- in” sem liggja enn í vegarkantinum þegar þetta er skrifað. d) vantaði verkefni fyrir ein- hvern? Tæpast. Ég veit um illfæra vegi á Vesturlandi sem þarfnast brýnna viðgerða umferðarörygg- isins vegna og til varnar skemmd- um á ökutækjum. Það hljóta að vera forgangsverkefni Vegagerðarinn- ar,- ekki satt? Ekki meir, ekki meir Ég vona svo sannarlega að Vega- gerðin haldi ekki áfram að slátra trjám, engum til gagns og flestum til ama. Nágrannar mínir sunnan Akrafjalls óttast verulega að trén vestan Grundartangaafleggjarans verði næstu fórnarlömb “trjásagar- morðingjanna”. Það er ekki í verkahring Vega- gerðarinnar að sneyða landið lífi. Skyldur hennar snúa að verkefn- um sem varða vegagerð og umferð- aröryggi, ekki landrækt eða garð- yrkju. Vilji Vegagerðin endilega fikra sig inn á svið landslagsarkitekt- úr væri þeim nær að snúa sér að þessu: a) rífa niður steina, mold- arhrúgur og gróður á hringtorg- um t.d. í Mosfellsbæ og Reykjavík til að tryggja ökumönnum sýn yfir veginn. Þessi hringtorgshrúgöld eru hönnuð þannig að ógerlegt er að hafa yfirsýn yfir umferðina við torgin. b) fjarlægja sömu hrúgur og gróður af hringtorgum til að tryggja óhefta færð á vetrum. Út frá þessum hrúgum á hringtorgun- um er mikil skaflamyndun, hálka og ófærð í vondum veðrum. Hér má t.d. nefna hringtorgið við Bauhaus sem er einn af verri vegartálmum á suðvesturlandi. Ég veit að allflestir Íslending- ar taka undir þessi orð mín: Hætt- ið að brytja niður þann litla villi- gróður sem vex meðfram þjóðveg- unum. Jóhanna Harðardóttir, Hlésey. Pennagrein Gildi tómstunda Pennagrein Vegagerð í vígamóð Hér sést nýlega niðursagað hrísið síðasta haust. Pennagrein Lífið utan ESB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.