Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 Hver er í eftirlæti hjá þér, bollu- dagur, sprengidagur eða ösku- dagur? Spurning vikunnar Katrín Leifsdóttir Bolludagurinn, það er svo gam- an að baka bollur og bjóða í bollukaffi. Hugrún Vilhjálmsdóttir Sprengidagurinn. Þá er hefð- in að hafa saltkjöt og baunir og þetta er matur sem maður borð- ar orðið bara einu sinni ári. Nikulás Ísar Bjarkason Öskudagur, því þá fær maður svo mikið nammi. Steinar Daði Hjaltason Öskudagur, út af namminu. Hrönn Ríkharðsdóttir Sprengidagur vegna þess að baunasúpan er svo góð. (Spurt á Akranesi) Laugardaginn 1. mars fór annað mótið af þremur í KB mótaröð- inni fram í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Það eru hestamanna- félögin Faxi og Skuggi sem standa að mótinu ásamt Faxaborg. Keppt var í tölti T3. Skráningar voru 105 og gekk mótið vel fyrir sig, að sögn mótshaldara. Það hófst klukkan 10 og lauk laust eftir klukkan 16. Eftirtaldir urðu í þremur efstu sætum í hverjum flokki: A úrslit Barnaflokkur 1. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir / Svaðilfari frá Báreksstöðum: 6,06 2. Berghildur Björk Reynisdóttir / Óliver frá Ánabrekku: 5,50 3. Arna Hrönn Ámundadóttir / Næk frá Miklagarði: 5,22 A úrslit Unglingaflokkur 1. Ísólfur Ólafsson / Urður frá Leirulæk: 6,28 2. Sigurjón Axel Jónsson / Skarp- héðinn frá Vindheimum: 6,22 3. Magnús Þór Guðmundsson / Drífandi frá Búðardal: 6,11 A úrslit Ungmennaflokkur 1. Svandís Lilja Stefánsdóttir / Brjánn frá Eystra-Súlunesi I: 6,67 2. Klara Sveinbjörnsdóttir / Óskar frá Hafragili: 6,22 3. Sigrún Rós Helgadóttir / Biskup frá Sigmundarstöðum: 6,11 B úrslit 2. flokkur 1. Hrafn Einarsson / Vilborg frá Melkoti: 5,78 2. Rósa Emilsdóttir / Gnýr frá Reykjarhóli: 5,33 3. Kolbrún Þórólfsdóttir / Frostrós frá Hjaltastöðum: 5,28 A úrslit 2. flokkur 1. Maja Roldsgaard / Hnyðja frá Hrafnkelsstöðum 1: 5,94 2. Ulrika Ramundt / Dáð frá Akra- nesi: 5,61 3. Hrafn Einarsson / Vilborg frá Melkoti: 5,56 B úrslit 1. flokkur 1. Bragi Viðar Gunnarsson / Brag- ur frá Túnsbergi: 6,06 2. Birgir Andrésson / Gylmir frá Enni: 5,56 3. Lilja Ósk Alexandersdóttir / Sköflungur frá Hestasýn: 5,50 A úrslit 1. flokkur 1. Gunnar Tryggvason / Sprettur frá Brimilsvöllum: 6,94 2. Ámundi Sigurðsson / Hrafn frá Smáratúni: 6,72 3. Bragi Viðar Gunnarsson / Brag- ur frá Túnsbergi: 6,28 A úrslit Opinn flokkur 1. Randi Holaker / Þytur frá Skán- ey: 7,22 2. Haukur Bjarnason / Sæld frá Skáney: 6,89 3. Jón Bjarni Smárason / Bylgja frá Einhamri II: 6,67. mm Mikill fögnuður var í íþrótta- húsinu í Stykkishólmi síðastliðið fimmtudagskvöld að loknum sig- urleik Snæfellskvenna gegn Njarð- vík. Snæfellskonur fengu deildar- meistarabikarinn afhentan að leik loknum en þær tryggðu sér titilinn í umferðinni á undan. Snæfell hef- ur haft mikla yfirburði í Dominos- deild kvenna í vetur og Snæfells- konur héldu sigurgöngunni áfram þegar þær unnu KR sannfærandi í vesturbænum sl. sunnudag. Eftir að heimakonur voru komn- ar áfallalaust í gegnum byrjun leiks- ins gegn Njarðvík var aldrei spurn- ing um að þær myndu vinna nokk- uð fyrirhafnarlítinn sigur, en loka- tölur urðu 87:60. Hjá Snæfelli var Chynna Brown með 27 stig og 6 fráköst, Hildur Björg Kjartans- dóttir 20 stig, 14 fráköst og 5 stoð- sendingar, Hildur Sigurðardóttir 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsend- ingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdótt- ir 9 stig og 8 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og aðrar minna. Snæfellskonur brugðu sér í Vest- urbæ Reykjavíkur sl. sunnudag og unnu KR sannfærandi 89:68. Leik- urinn var jafn framan af og Snæfell tveimur stigum yfir í hálfleik, 31:29. Snæfellskonur lögðu grunn að sigr- inum í þriðja leikhluta sem þær unnu með 14 stiga mun og sigldu síðan sigrinum heim fyrirhafnar- lítið í lokafjórðungnum. Hjá Snæ- felli voru nöfnurnar langatkvæða- mestar. Hildur Björg Kjartansdótt- ir með 23 stig, 8 fráköst og 5 stoð- sendingar og Hildur Sigurðardóttir var með 20 stig og 7 fráköst. Þegar tvær umferðir eru eftir í Dominos- deildinni er Snæfell með 46 stig, Haukar 36, Valur 24 og síðan eru liðin í hnapp þar fyrir neðan. Snæ- fell sækir Hauka heim í næstsíðustu umferðinni í kvöld, miðvikudag. þá Það vantaði einung- is herslumuninn hjá Snæfellingum þegar þeir heimsóttu Stjörnu- menn í Garðabæinn í Dom- inosdeildinni sl. fimmtudag. Snæ- fell hefur oft átt í erfiðleikum með Stjörnuna og þetta var einn af þeim dögum. Leikurinn var í heildina jafn en heimamenn ávallt skrefinu á undan. Lokatölur urðu 93:88 og með sigrinum höfðu liðin sætaskipti í deildinni þótt þau séu jöfn að stigum með sextán hvort. Stjörnumenn fóru upp í sjöunda sætið en Snæfell er í því áttunda þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Stjörnumenn byrjuðu betur og voru tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 33:21. Snæfellingar sóttu í sig veðrið, bættu varnarleikinn og hittu betur úr skotunum í öðrum leikhluta, þar sem munurinn fór niður í þrjú stig, en Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 53:49. Munurinn fór allt niður í eitt stig í þriðja leikhluta, í stöðunni 62:61, en hélst í um fimm stigum út þriðja leikhluta. Í byrjun lokafjórðungs náðu Snæfellingar aftur að þjarma að heimamönnum í stöðunni 76:75 en lengra komast þeir ekki. Heima- menn sýndu styrk sinn á lokamín- útunum og unnu fyrir sigrinum, en lokatölur voru eins og áður sagði 93:88. Hjá Snæfelli var Travis Cohn III atkvæðamestur með 24 stig, 11 frá- köst og 9 stoðsendingar, Sigurð- ur Þorvaldsson skoraði 21 stig, Finnur Atli Magnússon 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13 og 7 frá- köst, Sveinn Arnar Davíðsson 9 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 4 stig, Kristján Pétur Andrésson 3 og Stefán Kar- el Torfason 1. Í næstu umferð fær Snæfell Ís- firðinga í heimsókn og er sá leikur á dagskrá nk. föstudagskvöld. þá Stjörnumenn höfðu sætaskipti við SnæfellingaSnæfellskonur glaðar í bragði með deildarmeistarabikarinn. Ljósm. sá. Snæfellskonur fengu bikarinn að loknum sigurleik Keppt í tölti á öðru móti í KB mótaröðinni Efstu í A úrslitum opnum flokki taka við verðlaunum. Ljósm. kg. Gunnar Tryggvasson og Sprettur frá Brimilsvöllum sigruðu í 1. flokki. Ljósm. iss. Ísólfur Ólafsson á Urði frá Leirulæk sigraði í unglingaflokknum. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.