Skessuhorn


Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.03.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2014 S K E S S U H O R N 2 01 4 Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk Knattspyrnudeildar Skallagríms. Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram. Umsóknir sendist á ivar@menntaborg.is fyrir 1. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um styrkinn hjá formanni Knattspyrnudeildar Skallagríms, Ívari Erni Reynissyni, í síma 695 2579 eða á fyrrgreindu netfangi. Umsókn um styrk vegna samstarfssamnings knattspyrnudeildar Skallagríms og Háskólans á Bifröst S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Bókaútgáfan Uppheimar glímir við rekstrar- og skuldavanda og hefur starfseminni að mestu ver- ið hætt meðan farið er yfir stöð- una. Dreifing á bókum er þó af lager til verslana og á bókamark- aði. Að óbreyttu verður ekki um frekari útgáfu að ræða og líkur á að rekstrinum verði hætt, að sögn útgefanda. Ákvörðun um slíkt sé í höndum viðskiptabanka Upp- heima, sem á stærsta kröfu í fyr- irtækið. Kristján Kristjánsson útgef- andi og stofnandi Uppheima segir þetta dapurlega niðurstöðu en hjá einhvers konar uppgjöri sé ekki komist. „Það standa yfir samn- ingaviðræður við lánardrottna sem allar líkur eru á að endi með því að einkahlutafélagið verði sett í slitameðferð. Sjálfur hef ég tek- ið þá ákvörðun að hætta bókaút- gáfu og snúa mér að öðru.“ Krist- ján segir líklegast að hann snúi sér aftur að ritstörfum en hann starf- aði sem rithöfundur áður en ráð- ist var í stofnun Uppheima fyr- ir þrettán árum. „Ætli næsta verk sé ekki að finna útgefanda,“ sagði Kristján í gamansömum tón. Kristján segir að það hafi um tíma komið til greina að selja fyr- irtækið en því sé ekki að leyna að bókaútgáfa hér á landi starfi við afar erfiðar aðstæður og hafi það dregið úr sölumöguleikum. „Bókaútgáfa er erfiður rekstur þótt sumir hafi viljað halda öðru fram. Það er samdráttur á bóka- markaði og dýrari titlar hafa ekki verið að ganga sem skyldi. Það er þó enn verið að skoða stöð- una. Kannski er ekki hægt að úti- loka að einhver vilji kaupa rekstur og lager, slíkt kemur væntanlega fljótlega í ljós. Í það minnsta er lager fyrirtækisins býsna stór og verðmætur,“ segir Kristján. Að óbreyttu eru því líkur til að vestlensk bókaútgáfa sé að renna sitt skeið í bili að minnsta kosti. Fyrir nokkrum árum var Hörpu- útgáfan seld en bæði þessi fyrir- tæki hófu rekstur á Akranesi og gáfu út fjölda titla sem tengdust Vesturlandi með einum eða öðr- um hætti. mm Slysavarnadeildin Líf á Akranesi hefur um áraraðir sent til foreldra nýbura fræðslubækling um öryggi á heimilum ásamt gjöf með. Fyrir rúmum tveimur árum tóku Lífar- konur upp á því að deila með sér uppskriftum að handavinnu. Þær fóru að prjóna og hekla smekki, sokka, vettlinga og ýmsan fatn- að á ungabörn og síðan hefur ein flík og eitthvað fleira fylgt með í pakkanum. Hallfríður Jóna Jóns- dóttir formaður Slysavarnadeild- arinnar Lífar segir að konurnar í félaginu hafi sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og þátttakan verið almenn. Síðastliðinn fimmtudags- morgun voru þær mættar þrjár frá Líf á heilsugæslustöð HVE á Akranesi til að afhenda fatnað sem fer í pakkana til yngstu Vest- lendinganna á næstu mánuðum. Á síðustu tveimur árum hafa farið út rúmir 300 pakkar með fræðslu- bæklingum, endurskinsmerkj- um og smáflíkum. Þess má geta Fulltrúar hestamannafélaganna á Vesturlandi ásamt Hrossarækt- arsambandi Vesturlands efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni F a x a b o r g Borgarnes i l augardag- inn 29. mars nk. Þetta er fjórða árið í röð sem Vesturlands- sýningin er haldin á þess- um stað og er nú allt kapp lagt á að sýningin verði sem glæsi- legust, segir í tilkynningu frá und- irbúningsnefnd. Fram koma vest- lenskir gæðingar og dæmi um sýn- ingaratriði eru sýningar hjá börn- um og unglingum, ásamt fimm- gangs- og fjórgangshestum. Sýnt verður skeið, tölt, kynbótahross og ræktunarbú ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dag- skrá verður auglýst þegar nær dreg- ur. Þeir sem hafa ábend- ingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á fram- færi við eft- irfarandi að- ila: Arnar Ásbjörnsson, arnaras- bjorns@live.com, s. 841-8887, Hlöðver Hlöðversson, toddi@sim- net.is, s. 661-7308, Halldór Sig- urðsson, s. 892-3044 og Valdimar Magnús Ólafsson, valdi@husa.is, s. 661-3199. mm Óska eftir ábendingum vegna Vesturlandssýningar Blikur á lofti með rekstur Uppheima Lífarkonur gefa ungbörnum gjafir og huga að öryggi þeirra Fulltrúar Slysavarnardeildarinnar Lífar sem afhentu ungbarnafatnaðinn: Anna Kristjánsdóttir, Hallfríður Jóna Jónsdóttir og Margrét Jóhannsdóttir ásamt Ragnheiði Björnsdóttur yfir- hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöð HVE á Akranesi og Elínu Sigurbjörns- dóttir ljósmóður á fæðingadeildinni sem einnig annast ungbarnaeftirlit. að Lífarkonur voru frumkvöðlar í því að standa að gjöfunum með þessum hætti og nú munu önnur félög slysavarnakvenna í landinu hafa hug á að fara að þeirra for- dæmi. þá Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir revíuna: „Ert´ekk´að djóka“ (elskan mín) í Logalandi næstkomandi föstudagskvöld, 7. mars, kl. 20:30. Höfundur: Bjartmar Hannesson. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. 2. sýning sunnudaginn 9. mars kl. 20.30 3. sýning fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30 4. sýning föstudaginn 14. mars kl. 20.30 5. sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 699-7938 eftir kl. 16.00 á daginn, eða í tölvupósti: tota@vesturland.is. Miðaverð: Fullorðnir 2.500 kr., 7-14 ára 1.500 kr. og frítt fyrir 6 ára og yngri. Ungmennafélag Reykdæla SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.