Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Í viðburðadagatali Skessuhorns á vefnum eru fyrir næstu viku fjöl- margir viðurðir sem tengjast menn- ingu og list á Vesturlandi. Margir tón- leikar og kórskemmtanir eru þar sem og leiksýningar, þannig að ýmislegt skemmtilegt er að gerast í lands- hlutanum. Nefna má sem dæmi Mýraelda hátíð í Lyngbrekku. Austanátt er í kortunum næstu dag- ana og fremur milt veður. Á fimmtu- dag er spáð suðaustan 5-13 m/s, skýjað verður með köflum og lítils- háttar rigning með suður- og vest- urströndinni en heldur hægari og bjartviðri norðaustan lands. Á föstu- dag er spáð fremur hægri austlægri átt, björtu með köflum og yfirleitt þurru um landið vestanvert en skýj- að og dálítil súld eða rigning aust- an til. Á laugardag er áætlað að verði komin norðaustan 8-15 m/s. Lítils- háttar él verða norðan- og austan- til en að mestu þurrt syðra. Á sunnu- dag og mánudag er spáð sömu vind- átt en þá verði rigning víða um land en lengst af úrkomulítið suðvestan- lands. Hiti 1 til 8 stig, mildast suð- vestanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig líst þér á störf nýs út- varpsstjóra?“ Flestum virðist líka þau. „Mjög vel“ sögðu 41,5%, „þokkalega“ fannst 28,57% svarenda. „Veit ekki“ sögðu 21,09%, „frekar illa“ 4,76% og „mjög illa“ 4,08%. Í þessari viku er spurt: Hljópstu 1. apríl? Frumkvöðlar á sviði ferðaþjónustu eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Lesa má um störf nokkurra þeirra í Skessuhorni vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Gosi tók völdin SKESSUHORN: Beðist er velvirðingar á því að Gosi nokkur, langnefja mjög, komst í vefumsjónarkerfi Skessu- hornsvefjarins í gærmorgun og lék þar lausum hala. Þar birtust því fjórar fréttir sem ekki áttu við rök að styðjast. Þannig var ekki flugufótur fyrir því að Thomsen bíllinn væri kominn til landsins og því ekki á leið á Samgöngusafnið í Borgarnesi, albinóahvalur var ekki á svamli í Grundarfjarð- arhöfn, ekki er byrjað að rífa Kútter Sigurfara og tími til að skila inn framboðum til sveit- arstjórnarkosninga rann ekki út að kvöldi 31. mars. Athygli er vakin á því að í gær var 1. apríl. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var hlaupinn 1. apríl út af öllum þessum „ekki fréttum.“ Ekki leiðinlegt það! -mm Leiðrétting DALIR: Í frétt blaðsins um hátíðarhöld vegna 100 ára fæðingarafmæli Jóns frá Ljár- skógum slæddist inn villa. Fé- lagar Jóns í MA kvartettinum voru m.a. bræðurnir frá Hæli. Þeir hétu Þorgeir og Steinþór Gestssynir en ekki Þorgeir og Gestur Steinþórssynir. Beðist er velvirðingar á þessu. -mm Framlag til ÍA hækkar AKRANES: Bæjarráðs Akra- ness samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag samning um rekstur og samskipti Akranes- kaupstaðar og Íþróttabanda- lags Akraness. Samkvæmt samningunum hækkar fram- lag Akraneskaupstaðar til ÍA um 500 þúsund krónur og verður árlega þrjár milljónir króna. –þá Kvikmyndin Af- inn tekin upp STYKKISH: Í þessari viku fara fram tökur á íslensku kvikmyndinni Afinn, eft- ir Hellisbúann Bjarna Hauk Þórisson. Sigurður Sigur- jónsson leikur aðalhlutverkið í myndinni en hann lék afann einnig í uppsetningu verksins í Borgarleikhúsinu fyrir nokkr- um árum. Aðrir leikarar sem koma að myndinni eru með- al annars Steindi Jr., Tinna Sverrisdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Tökur á kvik- myndinni eru hafnar í Stykk- ishólmi og standa til 5. apríl. Auglýst var eftir aukaleikurum til þátttöku í dag frá kl. 10 – 20 á Hótel Stykkishólmi. Greitt er fyrir verkefnið og voru fé- lög og hópar hvattir til að vera með, fólk á öllum aldri. –grþ Tveir í vímu undir stýri SNÆFELLSN: Um liðna helgi handtók lögreglan á Snæfellsnesi tvo ökumenn sem grunaðir voru um akstur und- ir áhrifum vímuefna. Annar reyndist undir áhrifum kanna- bisefna en hinn bæði undir áhrifum fíkniefna og áfengis. –þá Hagdeild Alþýðusambands Ís- lands hefur gefið út hagspá fyr- ir árin 2014 – 2016. Samkvæmt spánni birtir til í hagkerfinu á tíma- bilinu. Framundan er ágætur vöxt- ur landsframleiðslu og gerir spáin ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,2 – 3,5% fram til ársins 2016. Þó kem- ur fram að hagvöxturinn sé að of miklu leyti drifinn áfram af vaxandi einkaneyslu og fjárfestingu og að vægi utanríkisviðskipta í hagvext- inum fari minnkandi. Hagdeild- in spáir því að einkaneysla aukist um 4,3% á árinu og verður tölu- verður vöxtur út spátímann; 3,4% á næsta ári og 2,7% árið 2016. Áætl- að er að í fyrra hafi fjárfesting ver- ið um 13,6% af landsframleiðslu en hlutfallið er 20% hjá þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Því er spáð að hagur heimil- anna muni vænkast, ekki síst vegna áforma stjórnvalda um skuldalækk- un heimilanna en einnig hefur auk- inn stöðugleiki gengis og verðlags jákvæð áhrif á heimilin á fyrri hluta spátímabilsins. Gera má ráð fyr- ir að störfum fjölgi á tímabilinu og að dragi úr atvinnuleysi. Það verð- ur þó áfram mikið í sögulegu sam- hengi. Þróun verðlags mun ráðast að miklu leyti af útfærslu og tekju- skiptingaráhrifum skuldalækkun- araðgerða stjórnvalda og áhrifum þeirra á einkaneyslu. Þá mun vaxandi innflutningur, þegar líður á spátímann, setja þrýst- ing á gengi krónunnar sem skil- ar sér í versnandi verðbólguhorf- um. Hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir að verðbólga aukist í árslok 2014 og verði þá ríflega 3%. 2015 verði hún að jafnaði 3,9% en lækki heldur eft- ir það og verði undir lok spátímans 2,7%. Skuldalækkunin muni því ýta undir einkaneyslu sem á endanum mun lækka gengi krónunnar og ýta undir verðbólgu. grþ Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í síðustu viku var rætt um mál- efni Landbúnaðarháskóla Íslands. Var svohljóðandi bókun samþykkt samhljóða: „Byggðaráð Borgarbyggðar ít- rekar þá afstöðu sína að það sé far- sælast fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að vera áfram sjálfstæð- ur skóli. Í kjölfar þess að mennta- og menningarmálaráðherra til- kynnti fyrir skömmu að ekki kæmi til sameiningar LBHÍ og HÍ hafa ráðherra og yfirstjórn skólans farið mikinn á opinberum vettvangi og sakað sveitarstjórn Borgarbyggð- ar, ásamt öðrum þeim sem hafa varað við þessari sameiningu, um þröngsýni og afturhaldssemi svo einhver dæmi séu nefnd. Í umræðu um sameiningu skólanna, reynd- ar á seinni stigum, kom fram að ráðherra væri tilbúinn til að leggja verulegt fjármagn til uppbygging- ar á Hvanneyri og Reykjum. Það er ánægjulegt að ráðherra meti að til sé fjármagn til uppbyggingar á háskólum og því trúum við ekki öðru en að ráðherra leggi Land- búnaðarháskólanum til aukið fjár- magn til reksturs, samanber þær upphæðir sem nefndar hafa verið,“ segir í ályktun byggðarráðs. Þá segir að byggðarráð Borgar- byggðar lýsi yfir vonbrigðum með að ráðherra hyggist gera skólanum að greiða inn á uppsafnaðann hala sem til er kominn sökum of lágra framlaga til skólans undanfarin ár eins og stjórnendur skólans hafa ítrekað bent stjórnvöldum á und- anfarin ár. „Stjórnvöld hafa ekki staðið við fögur fyrirheit um að losa skólann undan skuldahala sem fylgt hefur skólanum allt frá stofn- un hans árið 2005. Í raun má segja að það sé aðdáunarvert hvernig rektor og starfsmönnum skólans hefur tekist að halda á spöðunum þessi erfiðu ár. Þrátt fyrir fjársvelti hafa gæðaúttektir sýnt að faglegt starf skólans hefur verið gott, þökk sé fyrst og fremst hæfu starfsfólki. Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir sig reiðubúið til að vinna af krafti að uppbyggingu Landbúnaðarhá- skóla Íslands með öllum þeim að- ilum sem láta sig vöxt og viðgang skólans varða og bindur vonir við að nýskipað háskólaráð leiti eftir samstarfi og samvinnu við nærsam- félagið í þeirri baráttu sem fram- undan er til að tryggja aukið fjár- magn til reksturs sjálfstæðs Land- búnaðarháskóla á Hvanneyri.“ mm Lögreglan í Borgarfirði og Döl- um lagði hald á 21 kannabis- plöntu við húsleit sem gerð var á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit sl. miðvikudag. Tvær manneskj- ur voru yfirheyrðar vegna máls- ins sem telst að fullu upplýst, að sögn lögreglu. Einnig var lagt hald á nokkurt magn af þurrk- uðum kannabisefnum sem og búnað og tæki til framleiðslunn- ar. Ræktunin fór fram í kjall- ara hússins í aflokuðu og læstu rými. mm/ Ljósm. Lögreglan. Nýverið auglýsti Borgarbyggð út- boð þar sem rétta á hæð bílaplans- ins framan við Reykholtskirkju og Snorrastofu auk þess sem leggja á olíumöl yfir að hæðarleiðréttingu lokinni. Tilboð verða opnuð föstu- daginn 4. apríl. Gríðarlega mikil umferð er um þetta bílastæði, ekki síst umferð hópferðabíla enda á annað hundrað þúsund ferðamenn sem þangað koma í rútum á hverju ári. Bergur Þorgeirsson forstöðu- maður Snorrastofu hefur bent á að olíumöl sé einfaldlega ekki hentugt Kannabisræktun fannst við leit í kjallara Byggðarráð sendir menntamála- ráðherra tóninn Malbik lagt á Hallveigartröð í Reykholti 2009. Íbúar vilja að sömuleiðis verði lagt malbik á bílastæðið framan við kirkjuna. Vill malbik fremur en olíumöl á fjölfarið bílastæði efni á þessum stað og vill að frem- ur verði lagt malbik á bílastæðið. Hefur hann óskað eftir því að nú- verandi útboðsskilmálar um olíu- möl verði dregnir til baka og bíla- stæðið malbikað. Bendir hann á að fyrir fimm árum hafi götur og önn- ur bílastæði í Reykholti verið lagð- ar malbiki og það yfirlag þolað um- ferð með ágætum allar götur síð- an. Bergur segir að með malbiki verði framkvæmdin varanlegri, fal- legri og skynsamlegri miðað við að- stæður, svo sem vegna heildarútlits Reykholtsstaðar. mm Bílastæðið við Reykholtskirkju er illa farið en nú stendur til að lagfæra það. Birtir til í hagkerfinu en blikur á lofti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.