Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Nýverið fékk Fornbílafjélag Borg- arfjarðar, sem rekur Samgöngusafn- ið í Brákarey í Borgarnesi, vilyrði frá Borgarbyggð um aukið húsnæði til umráða í eyjunni fyrir starfsemi safnsins. Að sögn Ólafs Helgasonar formanns Fornbílafjelagsins er um að ræða húsnæði gömlu fjárréttar sláturhúss Kaupfélags Borgfirðinga og húsnæði kjötmjölsverksmiðju sláturhússins eða Gúanósins, eins og það hefur gjarnan verið nefnt. Bæði rýmin eru nánast við hlið nú- verandi húsnæðis Samgöngusafns- ins í fyrrum gærukjallara við slátur- hússportið í Brákarey. Ólafur seg- ir samninga við Borgarbyggð vera á lokastigi en hann reiknar með að húsnæði kjötmjölsverksmiðjunnar verði afhent mjög fljótlega. Fjár- réttin verði síðan að öllum líkind- um afhent í sumar. „Við erum einfaldlega búnir að sprengja af okkur núverandi hús- næði,“ segir Ólafur spurður út í stækkun safnsins. „Með því að fá til umráða húsnæði kjötmjölsverk- smiðjunnar og fjárréttina getum við tekið á móti fleiri og stærri tækjum en hingað til. Framkvæmdir munu fara af stað eftir að við fáum húsin afhent en líkt og áður fara þær fram í sjálfboðavinnu félaga. Að okkar mati er þetta rökrétt skref að taka en safnið hefur fengið góðar við- tökur síðan við opnuðum sumarið 2012,“ bætir Ólafur við. Félagar í Fornbílafjélaginu er nú orðnir 160 og fer fjölgandi að sögn Ólafs. Því má við þetta bæta að laug- ardaginn 10. maí næstkomandi er fyrirhugað að Forbílafjélag- ið og Bifhjólafjélagið Raftarnir haldi sameiginlega sýningu í port- inu. Kemur hún í stað sýningar sem Raftar hafa undanfarin ár haldið í og við Menntaskóla Borgarfjarðar. hlh Miðvikudaginn 26. mars sl. var skrifað undir samning um kaup Akraneskaupstaðar á húsinu Dal- braut 6 á Akranesi ásamt fjórum að- liggjandi lóðum, alls ríflega 12.000 fm. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggingu fjögurra fjölbýlishúsa með sextíu íbúðum á lóðunum Dalbraut 4, Þjóðabraut 3, 5 og 7. Húsið á Dalbraut 6 er 851 fm að stærð. Því verður á næsta ári breytt í alhliða þjónustumiðstöð fyrir aldraða og er auk þess ætlað að hýsa starfsemi Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni. Fram kom við undirritun samningsins að gera þurfi breytingar á deiliskipulagi til að hægt verði að stækka húsið þegar fram líða stundir, enda er því spáð að á næstu árum og áratugum muni fjölga mjög í hópi eldri borgara. Bifreiðastöð ÞÞÞ er seljandi hússins og lóðanna, en þar hafa bækistöðv- ar fyrirtækisins verið frá því húsið var byggt. Að sögn Þórðar Þ Þórð- arsonar framkvæmdastjóra verður nú farið í lokahönnun og byggingu nýrra bækistöðva fyrir bifreiðastöð- ina á lóð í eigu ÞÞÞ á Smiðjuvöll- um. Þeirri byggingu verður flýtt sem kostur er því gert er ráð fyrir að afhending hússins við Dalbraut verði í síðasta lagi 1. mars 2015. Þá verður hafist handa við breytingar á því til annarra nota. Kaupverð hússins og lóðanna er 212 milljónir króna. Fjármögnun kaupanna var nýverið samþykkt í bæjarráði Akraness sem viðauki við fjárhagsáætlun þessa árs. Hvoru- tveggja var vísað til umfjöllunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er það mjög ásættanlegt verð fyrir 851 fermetra hús á þessum stað auk lóð- anna. Á aðalfundi FEBAN í byrjun mars tilkynnti Regína um fyrirhug- uð kaup og lét þá í ljós von um að þetta yrði einskonar afmælisgjöf frá kaupstaðnum til FEBAN sem fagn- ar einmitt 25 ára afmæli um þess- ar mundir. Viðræður á milli FEB- AN og bæjaryfirvalda um bygg- ingu félagsmiðstöðvar hefur stað- ið í mörg ár en Akraneskaupstaður tók húsnæði á þriðju hæð að Kirkju- braut 40 á leigu fyrir samtökin árið 2002. Það húsnæði er orðið allt- of lítið miðað við þá gróskumiklu starfsemi sem er í FEBAN auk þess sem leigusamningur rennur út í árs- lok 2016. Fyrir rúmu ári var því settur í gang starfshópur sem hafði það hlutverk að vinna að útfærslu hugmyndar um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara á Akranesi. Settar voru þær forsend- ur að í þjónustumiðstöðinni gætu allir fundið eitthvað við sitt hæfi og þar myndi núverandi starf félags- starfsins á vegum Akraneskaupstað- ar og starfsemi FEBAN fá sama- stað. Þennan hóp hafa skipað þeir Jóhannes Ingibjartsson og Ólaf- ur Guðmundsson frá félagi eldri borgara og bæjarfulltrúarnir Þröst- ur Þór Ólafsson, Sveinn Kristinsson og Gunnar Sigurðsson. Með hópn- um störfuðu þær Laufey Jónsdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir. Meg- inverkefni hópsins var að skilgreina kröfur til húsnæðisins, gera tillög- ur að rekstrarformi, skilgreina starf- semina og gera rýmisgreiningu. Af- rakstur þessarar vinnu hefur nú litið dagsins ljós með undirskrift samn- ingsins. Fram kom að mikil ánægja er með lyktir máls, bæði af hálfu FEBAN félaga og bæjaryfirvalda. mm Sláturhússportið í Brákarey. Kjötmjölsverksmiðjan er við enda portsins en fjár- réttin í gulleita húsnæðinu með hvítu hurðinni. Samgöngusafnið í Brákarey stækkað Skrifað undir kaupsamning á Dalbraut 6 á Akranesi Að undirritun lokinni stilltu viðstaddir sér upp til myndatöku enda söguleg stund. Þarna eru meðal annarra fulltrúar kaupenda og seljenda hússins, starfshópurinn sem vann að húsnæðismálum fyrir eldri borgara og fulltrúar frá FEBAN. Þórður Þ Þórðarson og Regína Ásvaldsdóttir staðfesta með handsali kaupin á húsinu. Dalbraut 6 verður á næsta ári breytt í þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Akranesi. Ingimar Magnússon sker fyrstu sneiðina af tertu sem reidd var fram í tilefni dagsins. Hjá honum er Þröstur Þór Ólafsson sem sæti átti í undirbúningshópnum f.h. bæjarins. Fyrir hönd FEBAN áttu sæti í undirbúningshópnum vegna kaupa á húsnæði þeir Jóhannes Ingibjartsson byggingafræðingur og Ólafur Guðmundsson fv. bygg- ingafulltrúi. Fram kom að reynsla þeirra hefði komið að afar góðu gagni í starfi hópsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.