Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Meðal ferðamannastaða í landinu hefur Grundarfjörður um árabil haft þá sérstöðu að eiga einn mesta sagnasnilling landsins. Slík náðar- gáfa nýtist vel við móttöku gesta. Það er Ingi Hans Jónsson sem gjör- þekkir alla staðhætti í Grundarfirði og þar um kring og flestar sögur sem þeim tengjast. Ingi Hans er aðal tengiliður Íslands við sagna- meistara um alla Evrópu. Hann stendur í stórræðum þessar vikurn- ar eins og oft áður. Meðal þess er að Ingi Hans vill að Grundarfjörður taki þátt í því ekkert síður en Dala- menn og Skagfirðingar að minn- ast 800 ára árstíðar Sturlu Þórðar- sonar sagnaritara. Inga Hans finnst það megi varla minna vera en að gera Eyrarodda á Öndverðareyri við Grundarfjörð sýnilegan og að- gengilegan héraðsbúum og ferða- mönnum. Það verði m.a. gert með að koma þar upp söguskilti og gera aðkomu að staðnum. „Þetta er nú einu sinni fæðingarstaður Sturlu Þórðarsonar sagnaritara,“ segir Ingi Hans sem hefur sent til bæjar- stjórnar Grundarfjarðar tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyri, Öndverð- areyri. Vantar að gera meira úr Eyrbyggju Ingi Hans segir að Snæfellingar hafi engan veginn staðið sig í að gera eins og hæfir og kostur er úr Eyrbyggjusögu, sem ekki ómerkari maður en Jón Böðvarsson sagði að væri sú Íslendingasagna sem ólík- legust væri að vera lygisaga. Ingi Hans segir að það eina í þá veru sem gert hafi verið á Snæfellsnesi sé söguskilti sem komið var upp við Eiði í nágrenni Grundarfjaðar. „Ég vildi gjarnan sjá söguskilti víðar um svæðið, þótt sögusvið Eyrbyggju sé reyndar mun ríkara í Helga- fellssveitinni og Fróðárhreppi en Grundarfirði og nágrenni,“ segir Ingi Hans. Í greinargerðinni með tillögunni að deiliskipulaginu seg- ir m.a. um Eyrarodda að hann sé eitt áhugaverðasta útivistarsvæði á norðanverðu Snæfellsnesi en hann er á aðalskipulagi skilgreindur sem hverfisverndarsvæði. Eyraroddi á Öndverðareyri er oddi á nesinu austan Grundarfjarðar. Fornminjar á Eyrarodda Mikið af forminjum er við Eyr- arodda. Í dag má greina hátt í 30 húsarústir og minjar um búskap til lands og sjávar á eyrinni, allt frá landnámi til 20. aldar. Reikna má með að margar af áþreifanleg- um minjum Eyrarbæjarins séu nú sokknar í jörðu vegna þessa langa búsetutíma. Þær sem enn sjást á yf- irborðinu eru flestar fallnar saman og breyta sífellt um lögun. Rústirn- ar voru friðlýstar árið 1927 af þá- verandi þjóðminjaverði, Matthíasi Þórðarsyni. Syðst á hinu friðlýsta svæði má greina rústir þriggja skála frá landnámsöld. Rúst stærsta skál- ans mælist núna um 30 metrar að lengd. Í upphafi 13. aldar bjó Þórð- ur Sturluson á Öndverðareyri og er þá bærinn sagður höfuðból og kirkjustaður. Synir hans tóku síðan við búinu að honum látnum, fyrst sagnaritarinn Sturla Þórðarson og síðar Böðvar. Á sjávarbakkanum, norðan við lækinn sem rennur eft- ir miðju bæjarstæðinu, má greina rústir gangabæjar auk leifa af lítilli kirkju, líklega frá upphafi kristni- töku árið 1000. Líklega hvíla flest- ir þeir sem bjuggu á Öndverðar- eyri á miðöldum í kirkjugarðinum sem umlykur kirkjurústina. Þórður Sturluson er sagður vera jarðaður fyrir dyrum kirkjunnar. Verslun við Grænlendinga? Ástæðu búskapar Sturlunga á Önd- verðareyri hinu forna telur Ingi Hans að hafi verið viðskipti og verslun, væntanlega við Grænlend- inga. „Þetta var einmitt á þeim tím- um sem varningur Grænlendinga þótti konungsgersemar, tennur og skinn spendýra, m.a. rostunga og hvala.“ Ingi Hans hefur kynnt sér sögu Öndverðareyrar og með til- lögunni að deiliskipulaginu fylgja eins og lög gera ráð fyrir uppdrættir af svæðinu. Í lok lýsingar af svæðinu segir m.a: „Fremst á Oddanum er kletthæð sem Oddahaus heitir. Fyrir vestan Oddahaus eru tvær víkur, sín hverju megin, er heita Oddabætur. Inn í miðjan Oddahausinn gengur lítil vík, sem heitir Vestfirðingavör. Yfir oddann liggur fornt garðlag, sem heitir Nautagarður. Suður frá Nautagarði eru sléttar grasivaxnar grundir sem heita Klumbugrundir. Bakkarnir þar suður frá með firðin- um heita Tóftabakkar, ná þeir suð- ur að fornminjasvæðinu. Talsvert fuglalíf er í Eyrarodda og verpa þar bæði sjó- og mófuglar.“ Markmið deiliskipulagsins Í tillögu að deiliskipulaginu segir meðal annars um markmið þess: Að vernda sögulegar minjar og svæð- ið sem landslagsheild, lögð verði áhersla á að veita upplýsingar um sögustaði og bæta aðgengi að þeim. Að bæta aðstöðu og þjónustu við ferðamenn í Eyrarodda og stuðla að verndun umhverfisins, þann- ig að samleið verði með núverandi nytjum. Það verði gert með mark- vissum umhverfisúrbótum svo sem gerð bílastæða, stíga og útsýnisstaða með viðeigandi upplýsingamiðl- un og fræðslu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir einni megingöngu- leið um hið friðlýsta fornleifasvæði og þaðan fram í Oddahaus. Á rústa- svæðinu mun stígurinn hlykkj- ast milli rústanna og fram í Odda- haus. Frammi í Oddahaus verður hringur um svæðið og vestur með ströndinni og þvert yfir oddann að Gíslahjöllum. Lágmarks rask fylgir stígagerðinni þar sem hún mun að mestu fylgja þeim slóðum sem fyrir eru á svæðinu. Um stígagerð á forn- leifasvæðinu verði haft samráð við Minjavörð Vesturlands. þá Meðal 36 mála sem lögð voru fram á Alþingi í gær, þriðjudag, var frumvarp Sigurðar Inga Jóhanns- sonar umhverfis- og auðlindaráð- herra um varnir gegn gróðureld- um. Í frumvarpinu eru reglur um sinubruna hertar verulega. Þar eru þeir reyndar bannaðir nema í und- antekningartilfellum. Þá kveður frumvarpið á um að sá sem valdi sinubruna af gáleysi og ásetningi skuli bera kostnað gagnvart útkalli slökkviliðs. Í frumvarpinu er með- al annars hvatt til að gæta skuli ýtr- ustu varkárni við notkun búnaðar sem getur valdið íkveikju utan dyra, svo sem við notkun grilla, útiarna, kerta og hitagjafa. Hverjum sem ferðast um landið er skylt að gæta varkárni í meðferð elds. Sem fyrr segir verður sinubrenna óheimil, samkvæmt frumvarpinu. Undan- þáguákvæði er að heimilt verður að brenna sinu á býlum þar sem stund- aður er landbúnaður með skriflegu leyfi frá sýslumanni, enda sé til- gangurinn rökstuddur og augljós- ir hagsmunir vegna jarðræktar eða búfjárræktar. Sinu megi þó ekki brenna þar sem almannahætta stafar af eða tjón getur hlotist af náttúruminj- um. Í greinargerð með frumvarp- inu kemur fram að full ástæða sé til að þrengja heimild til sinu- brennu. Félag slökkviliðsstjóra, Umhverfisstofnun og hluti sýslu- manna nefndu meðal annars sem ástæðu; mengun, hættu, kostnað og óþægindi fyrir íbúa sem ástæð- ur fyrir nauðsyn á hertum reglum. Í frumvarpinu er bent á kvörtunum íbúa vegna sinubrenna hafi fjölgað. Sinubrenna tíðkast þó einungis á nokkrum svæðum á landinu og um- fang leyfisveitinga til bænda virðist vera frekar lítið. þá Freisting vikunnar Þessi uppskrift ætti að hitta í mark hjá öllum sem elska súkkulaði eða súkkulaðikökur. Uppskriftin er bæði einföld og fljótleg og ekki spillir að hún er mjög bragðgóð. Margir hafa prófað nokkrar út- gáfur af franskri súkkulaðiköku en flestir sem hafa prófað þessa eru sammála um að þetta sé sú besta. Ekki treystum við okkur til að dæma um það en það er um að gera að prófa. Frönsk súkkulaðikaka: 200 gr. smjör 200 gr. suðusúkkulaði (best er að nota 70%) 4 egg 2 dl. sykur 1 dl. hveiti Flórsykur til skreytingar Aðferð: Þeytið saman egg og syk- ur. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði og kælið svo örlítið. Notið sleikju til að blanda súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna ásamt hveitinu. Klæðið 26 cm. spring form með bökunarpappír og hellið deig- inu í. Bakið við 180° C í 20 – 25 mínútur. Styttið tímann ef notað- ur er blástur. Ath. kakan á að vera blaut. Sigtið flórsykur yfir kök- una. Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma eða ís og jafn- vel ferskum jarðarberjum. Verði ykkur að góðu! Besta franska súkkulaðikakan? Sinubrunar eru ekki síst mikil vá í Borgarfirði. Reglur um sinubruna hertar verulega Vill að fæðingarstaður Sturlu sagna- ritara verði gerður aðgengilegur Uppdráttur af Eyrarodda í tillögunni af deiliskipulaginu. Innan rauðu línanna er útsýnisstaðurinn merktur og bílastæði áætluð þar um kring. Ingi Hans Jónsson út við Öndverðareyri. Öndverðareyri austan Grundarfjarðar. Í baksýn til hægri sést í Bjarnarhafnarfjall.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.