Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Senn líður að sveitarstjórnarkosn- ingum og almennar vangaveltur íbúa varðandi sýn og áherslur fram- bjóðenda eru mikið í umræðunni. Enda mjög skiljanlegt, þar sem þeir sem bjóða sig fram til kjörs í sveit- arstjórnarkosningum munu vænt- anlega bera ábyrgð og fara með þau málefni sem standa íbúum sveit- arfélaganna næst. Frambjóðendur keppast við að kynna sig fyrir kjós- endum og koma á framfæri þeim málefnum sem þeir vilja berjast fyr- ir. Hver er Helgi Haukur Hauksson? Sjálfur heiti ég Helgi Haukur Hauksson og er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð árið 2014. Ég er tveggja barna faðir, borinn og barnfæddur Árnesingur, frá bænum Sandlæk í Gnúpverja- hreppi. Ég er útskrifaður búfræð- ingur frá Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri sem þá hét og bjó um nokkurra ára skeið í Borgarfirði bæði meðan á námi stóð og nokk- ur ár eftir að því lauk. Það var góð- ur tími og var vera mín þá í Borg- arbyggð ein helsta ástæða þess að þegar ég ákvað að hefja nám á nýj- an leik að Háskólinn á Bifröst varð fyrir valinu, skóli sem var í því góða samfélagi sem Borgarbyggð sanna- lega er. Áður en ég flutti hingað var ég bóndi á bænum Straumi í Hró- arstungu ásamt því sem ég vann við ýmsa verktakavinnu á eigin veg- um. Allt frá árinu 2007 hef ég tek- ið virkan þátt í félagsmálum á veg- um bænda og gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Meðal annars var ég einn stofnenda og formaður Samtaka ungra bænda, stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda og Búnaðarþings- fulltrúi svo eitthvað sé nefnt. Einn- ig hef ég komið nálægt hinni hefð- bundnu pólitík með margvísleg- um hætti. Ég var formaður Félags ungra framsóknarmanna á Austur- landi, hef setið í miðstjórn Fram- sóknarflokksins, var á lista Fram- sóknarflokksin á NA- kjördæmi í síðustu Alþingiskosningum og er í dag formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Ég er nemi við Háskólann á Bifröst, hóf þar nám í haust við Háskólagátt skólans sem ég mun væntanlega ljúka í vor og eftir það stefni ég að því að hefja nám við Viðskiptafræðibraut Há- skólans og vera við nám í skólanum næstu árin. Ég er kominn í Borgar- fjörð til að vera. Hér er öflugt sam- félag fólks sem vill láta gott af sér leiða. Í Borgarbyggð liggja tækifærin Þau atriði sem ég tel að séu mik- ilvæg fyrir Borgarbyggð á komandi kjörtímabili snúa að miklu leyti að atvinnumálum. Það er mjög mik- ilvægt að nýta styrkleika sveitar- félagsins til að efla fjárfestingu, auka uppbyggingu í atvinnulífinu og síð- ast en ekki síst, styðja við þau góðu fyrirtæki sem starfa í sveitarfélaginu í dag. Mjög mikilvægt er að vinna að fjölgun starfa með markvissum hætti. Það er mikilvægt að efla fjár- festinguna innan sveitarfélagsins til þess að auka tekjur Borgarbyggð- ar svo að hægt sé að byggja upp öflugt velferðarsamfélag til langs tíma, fyrst og fremst íbúunum til hagsbóta. Það er mikilvægt að búa fyrirtækjum sem vilja koma hingað með starfsemi sína góðan jarðveg og styðja við þau sem og önnur sem fyrir eru á hvern þann máta sem hægt er hverju sinni. Í Borgarbyggð eru fjölmörg tækifæri sem hægt er að nýta betur og ég er sannfærður um að á komandi árum mun skapast grundvöllur fyrir Borgarbyggð að eflast og styrkjast sem öflugt sam- félag fólks með fjölbreytt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Borgarbyggð er sveitarfélag tækifæranna. Helgi Haukur Hauksson Reykholtskórinn í Borgarfirði er nú að ljúka sínu formlega vetrarstarfi. Vortónleikar kórsins verða í Reyk- holtskirkju laugardaginn 5. apríl nk. og hefjast klukkan 14:00. Á efnis- skránni eru þjóðlög og lög eftir borg- firska lagahöfunda okkur samtíða. Þar má nefna: Benedikt Egilsson, Björn Jakobsson, Guðbjart A Björg- vinsson, Ingibjörgu Bergþórsdóttur, Pál Guðmundsson og fleiri. Stjórn- andi kórsins er Viðar Guðmunds- son. Meðleikur á orgel og píanó er Sveinn Arnar Sæmundsson og með- leikur á rabarbaraflautu Páll Guð- mundsson. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Þeim sem vilja styrkja okkar starf er bent á söfnunarbauk sem verður á staðnum. -Fréttatilkynning frá Reykholtskórnum Næstsíðasta dagskrá vetrarins í fyr- irlestraröð Snorrastofu í Reykholti, Fyrirlestrar í héraði, verður haldin í Bókhlöðu stofnunarinnar þriðju- daginn 8. apríl næstkomandi. Þá verður fjallað um bóndann á Úlfs- stöðum, Þorstein Jónsson og konu hans Áslaugu Aðalheiði Steinsdótt- ur, sem bæði eru látin. Framsögu hafa Ragnhildur dóttir þeirra og tengdasonurinn Sveinn Víkingur Þórarinsson, sem bæði búa á Úlfs- stöðum. Einnig mun dóttursonur þeirra Þorsteins og Áslaugar, Þor- steinn Þorsteinsson jarðeðlisfræð- ingur, flytja erindi. Saman draga þau upp mynd af heimilinu á Úlfs- stöðum og fjalla um ritstörf, skáld- skap og heimspekihugleiðingar Þorsteins og ýmislegt annað, sem setti svip á æviferil þeirra hjóna. Þorsteinn Jónsson skáld, rithöf- undur og bóndi fæddist 5. apríl 1896 að Úlfsstöðum í Hálsasveit. Foreldrar hans voru Guðrún Hall- fríður Jónsdóttir og Jón Þorsteins- son. Þorsteinn ólst upp á Úlfsstöð- um og átti þar heima nær alla tíð. Hann gekk í Hvítárbakkaskóla og dvaldi einn vetur (1933-4) í Sviss. Kona hans, Áslaug Aðalheiður Steinsdóttir, var fædd 5. september 1907 á Spena í Austurdal í Miðfirði. Valgerður móðir hennar fæddist á Óspaksstöðum í Hrútafirði og fað- irinn, Steinn Ásmundsson, var ætt- aður frá Snartartungu í Bitrufirði. Áslaug lést 11. júlí 1998. Þau hjón- in eignuðust 4 dætur. Þorsteinn gerðist bóndi um skamma hríð í Geirshlíðarkoti í Flókadal og síðan á Úlfsstöðum. Var þar fyrst búið í torfbænum gamla, en árið 1937 byggðu þau hjónin steinhús skammt frá gamla bænum. Það eyðilagðist í eldsvoða á nýársdag 1952. Eftir það reistu þau hið glæsilega hús, sem nú stendur á Úlfsstöðum og þar hófu þau meðal annars merkilegt braut- ryðjendastarf við ferðaþjónustu, sem þau ráku árin 1972-1981. Þar tóku þau á móti ferðamönnum frá öllum heimshornum, alls 15 lönd- um. Baðstofa torfbæjarins var tek- in niður árið 1974 og var þá talin ein best varðveitta baðstofa á land- inu. Hún er nú til sýnis í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þorsteinn stundaði alla tíð rit- störf og tileinkaði sér af gaumgæfni heimspekikenningar Dr. Helga Pjeturss. Hann stofnaði Félag Ný- alssinna, sem lengi var vettvangur stuðningsmanna Dr. Helga og tók þátt í starfi þess eftir föngum. Um árabil, eða frá 1953 til 1972 var Þor- steinn ritstjóri Félagsblaðs Nýalss- inna og ritaði jafnan mikið í blaðið. Þorsteinn lést 18. júlí 1991. Það er við hæfi að minnast hjónanna á Úlfsstöðum og þeirra spora, sem þau mörkuðu með ævi- göngu sinni og viðfangsefnum. Snorrastofu er heiður að því að geta boðið til slíkrar kvöldstund- ar og býður alla velkomna að njóta. Fyrirlestrakvöldið hefst kl. 20:30 og að venju verður boðið til kaffi- veitinga og umræðna. Aðgangseyr- ir er kr. 500. -fréttatilkynning Pennagrein Borgarbyggð er sveitarfélag tækifæranna Vortónleikar Reykholtskórsins Hjónin Áslaug og Þorsteinn á Úlfsstöðum. Þorsteins á Úlfsstöðum minnst á fyrirlestri í Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.