Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Hvernig líst þér á skuldaniður- færsluleið ríkisstjórnarinnar? Spurning vikunnar Sigurlaug Björnsdóttir: Ég held hún sé ágæt, gagnast sjálfsagt mörgum. Guðmundur Gíslason: Ég hef ekkert kynnt mér hana, en vona að hún nýtist flestum. Sigmar Eyjólfsson: Ágætlega, en hún hefði mátt ganga lengra. Dóra Haraldsdóttir: Mér finnst hún ágæt. Líklegt að hún eigi eftir að gagnast fólki. Kári Gunnarsson: Ég er ekki búinn að skoða hana almennilega. (Spurt í Grundarfirði) Skagamenn gerðu jafntefli við firnasterkt lið Breiða- bliks úr Kópsvogi þegar liðin mættust í Akraneshöllinni sl. laugardag í næst- síðasta leik beggja liða í Lengjubikarnum. Garðar Gunnlaugsson kom sínum mönnum í ÍA yfir strax á 8. mínútu leiksins. Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði fyrir Blika úr vítaspyrnu á 19. mínútu og Finnur Orri Margeirsson kom síðan Kópa- vogsbúum yfir á 26. mínútu. Andri Adolphsson jafnaði síðan fyrir Skagamenn á 32. mínútu þannig að jafnt var í hálfleik, 2:2. Eftir þessa markasyrpu í fyrri hálfleiknum var ekkert skorað í seinni hálfleiknum, leikurinn þá ekki eins opinn og í fyrri hálfleiknum og lítið um marktæki- færi. KR og Breiðablik hafa besta stöðu í riðlinum varð- andi trygg sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins, en þangað fara tvö efstu lið úr þremur riðlum auk þeirra tveggja sem hafa besta útkomuna í 3. sætinu. Fyrir síð- ustu leikina er KR efst í riðli ÍA með 13 stig, Breiðablik með 12 stig, Keflavík 11 og Grindavík og ÍA með 9 stig. Sigur gegn Grindvíkingum í Reykjaneshöllinni laugar- daginn 12. apríl færir ÍA upp í þriðja sætið og gæti fleytt liðinu í 8-liða úrslitin. Keflavík hefur lokið sínum leikj- um en KR á eftir að mæta BÍ/Bolungarvík og Breiðablik Aftureldingu. þá Skagakonur fara vel af stað í b-deild Lengjubikarins í knattspyrnu. Síðastliðinn laugardag unnu þær góð- an sigur á Aftureldingu á Varmárvelli í Mosfells- bænum 3:2, en áður höfðu þær unnið FH 2:0 í Akraneshöllinni. Öll leika liðin í Pepsídeildinni í sumar. Eftir um hálftíma leik í Mosfellsbænum kom Guðrún Karítas Sig- urðardóttir ÍA í 1:0. Hún bætti síðan við tveim- ur mörkum sitthvorum megin við leikhléið þann- ig að ÍA komst í 3:0 í leiknum. Það var ekki fyrr en á 71. mínútu sem heimastúlkum í Aftureldingu tókst að laga stöðuna og þær minnkuðu muninn síðan í 2:3 í upp- bótartíma. Næsti leikur Skagakvenna í Lengjubikarn- um verður gegn Fylki í Akraneshöllinni föstudaginn 11. apríl en þessi lið hafa síðustu misserin háð jafna og spennandi baráttuleiki. Væntanlega verður slíkt einnig uppi á teningnum að þessu sinni. þá Árlegt héraðsmót HSH í frjáls- um íþróttum innanhúss var hald- ið í íþróttahúsinu Stykkishólmi sl. laugardag. Keppendur voru 40. 28 komu frá Snæfelli, ellefu frá UMFG og einn úr Umf. Staðarsveitar. Ald- ursdreifing var þannig að í flokk- um 8 ára og yngri og 9-10 ára voru 16 þátttakendur, stelpur og strák- ar. Það er frekar lítil þátttaka miðað við fyrri ár, þar sem yngstu hóparn- ir hafa verið fjölmennastir. Í flokk- um 11-12 ára og 13-14 ára voru 20 keppendur og síðan voru fjórir eldri keppendur; tveir 16 ára, einn 17 ára og einn tvítugur. Það er framför frá síðustu héraðsmótunum en þá hafa oft ekki verið keppendur yfir 16 ára aldri. Allir flokkar kepptu í 35 m sprett- hlaupi, langstökki með atrennu og langstökki án atrennu. Níu ára og eldri kepptu auk þess í hástökki og hjá 11 ára og eldri bættist kúluvarp við. Mótið gekk mjög vel fyrir sig undir vaskri stjórn Guðnýjar Jak- obsdóttur mótsstjóra, duglegra for- eldra og fleiri sem sáu um mæling- ar, skráningu og að allt gengi vel fyrir sig. Allir 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun en veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti í flokkum 11 ára og eldri. „Í þeim flokkum eru því miður fáir í hverjum flokki. Jafnvel svo að dugar ekki alltaf til að fylla verðlaunasætin, gull, silfur og brons. Þar eigum við verk að vinna, að auka þátttöku unglinga í frjáls- um íþróttum,“ segir í tilkynningu frá HSH vegna héraðsmótsins. Við verðlaunaafhendinguna var not- ið aðstoðar sonar Guðnýjar móts- stjóra, Brynjars Gauta Guðjónsson- ar knattspyrnumanns úr Breiðu- vík á Snæfellsnesi, sem kominn var á mótið að styðja yngri systur sína. Brynjar leikur nú með ÍBV og hef- ur verið í U21 landsliðinu. Hann var á yngri árum liðtækur frjáls- íþróttamaður og á ennþá allnokk- ur héraðsmet sem ekki hafa verið slegin, t.d. í hástökki, langstökki, þrístökki, spjótkasti og kúluvarpi 13-14 ára pilta, innan- og utanhúss. „Við trúum því að frjálsíþróttirnar á sínum tíma hafi hjálpað Brynjari að verða enn betri og fjölhæfari fót- boltamaður,“ segir einnig í tilkynn- ingunni frá HSH. Eitt héraðsmet var sennileg- ast jafnað á mótinu. Stefán Karel Torfason, fæddur 1994, sem keppir undir merkjum Snæfells í körfu- bolta, tók sig til og sá mótsgestum fyrir æsispennandi hástökksseríu undir lokin. Stefán Karel stökk 1,90 m. Eftir er að kanna hvort Stefán Karel er löglegur keppandi í frjáls- um íþróttum hjá HSH. Þessa hæð í hástökkinu í unglingaflokkum hafa einnig stokkið Sæþór H Þorbergs- son og Hilmar Sigurjónsson. þá Sunnudaginn 30. mars héldu tíu krakkar úr 7.-10. bekk áheita- maraþon til styrktar barna- og unglingastarfi Umf. Íslendings í Andakíl í Borgarfirði. Vikuna áður fóru krakkar í öll hús á svæði ung- mennafélags til að safna áheitum. Samtals söfnuðust 83 áheit og ung- mennafélagar hétu á hverja klukku- stund sem krakkarnir myndu spila körfubolta. Krakkarnir spiluðu í átta klukkustundir og allan tím- ann af fullum krafti. Eftir fjóra tíma var tekinn skemmtileikur þar sem „eldri“ ungmenni tóku leik sín á milli og sýndu gamla takta. Þetta voru allt strákar sem hafa verið öflugir í barna- og unglingastarfi Ungmennafélagsins Íslendings. Krakkarnir eru mjög þakklát- ir fyrir allan þann stuðning sem þeim barst. Þrátt fyrir þreytu að loknu maraþoni voru þau þegar farin að hugsa hvenær þau ættu að hafa næsta maraþon. Frábær atorka í þessum krökkum og leikgleðin skein af þeim allan tímann. shb Körfuboltamaraþon hjá Íslendingi Efri röð: Einar Benedikt, Guttormur Jón, Heiðar Sigurmon, Aron Máni og Pétur Snær. Neðri röð: Svava Sjöfn, Freyja, Embla Dís og Melkorka Sól. Á myndina vantar Ölmu Hlín. Ljósmynd: Helena Guttormsdóttir. Þorsteinn, Pétur Snær, Heiðar Örn, Embla Dís, Davíð, Axel Máni, Anton Freyr, Andrés og Birgir Örn. Neðri röð: Aron Máni, Svava Sjöfn, Freyja, Melkorka Sól, Einar Benedikt, Guttormur Jón og Heiðar Sigurmon. Á myndina vantar Ölmu Hlín. Ljósmynd Helena Guttormsdóttir. Jafnt hjá Skaga- mönnum gegn Blikum Andri Adolphsson skoraði annað mark ÍA gegn Blikum. Skagakonur unnu Aftureldingu í Mosfellsbænum Guðrún Karítas Sigurðardóttir skorar grimmt fyrir Skagakonur. Strákar sem unnu til verðlauna á héraðsmótinu. Skemmtilegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum Ungar stúlkur sem unnu til verðlauna á héraðsmóti HSH, ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni sem afhenti verðlaunin á mótinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.