Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akranesi Akraneskaupstaður veitir nú 10,9 milljónum til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög í kaupstaðnum til að halda uppi öflugu íþrótta- félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga á Akranesi. Styrkir þessir eru veittir til þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3 – 18 ára. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16 – 18, 1. hæð. Umsóknir og nauðsynleg fylgigögn berist á netfangið akranes@akranes.is eða í þjónustuverið. Styrktímabil er 1. janúar – 31. desember 2013 og verða styrkir greiddir út þann 15. maí 2014. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2014. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs í síma 433 1000. www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Ungmennin sem keppa í Skóla- hreysti fyrir hönd Grunnskóla Grundarfjarðar fengu veglega gjöf frá Landsbankanum á dögunum. Þá færðu þær Sólrún B. Guðbjarts- dóttir og Elínborg Þorsteinsdóttir, starfsmenn Landsbankans í Snæ- fellsbæ, öllum keppendum flotta íþróttatösku til að nota. Þær mættu í Líkamsræktina og færðu krökk- unum gjafirnar en Landsbankinn er einn af styrktaraðilum Skóla- hreysti. Líkamsræktin hefur svo séð um að þjálfa krakkana fyrir keppn- ina en Halldóra Dögg Hjörleifs- dóttir þjálfari hefur verið með þá þrisvar í viku í stífum æfingum. tfk Það var líf og fjör í gær í íþrótta- húsinu í Smáranum í Kópavogi síðastliðinn fimmtudag þegar níu skólar af Vesturlandi og Húnaþingi kepptu í undanriðli Skólahreysti. Íþróttahúsið var fullt af litríkum stuðningsmönnum sem hvöttu sína skóla af krafti. Keppnin var tekin upp og verður sýnd í þáttum um Skólahreysti á RÚV á föstudags- kvöldum í apríl. Skólarnir níu sem mættust í keppninni á fimmtudag- inn voru Auðarskóli, Brekkubæj- arskóli, Grundaskóli, Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskóli Grund- arfjarðar, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskólinn í Borgar- nesi, Grunnskólinn í Stykkishólmi og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Keppnin var hörð og jöfn fram á síðustu mínútu en lið Grundaskóla hafði sigur að lokum með 43,5 stig og vann sér þátttökurétt í úrslit- um 16. maí í beinni útsendingu úr Laugardalshöll. Lið Grundaskóla skipa þau Helgi Arnar Jónsson, Eiður Andri Guðlaugsson, Birna Sjöfn Pétursdóttir og Júlía Björk Gunnarsdóttir. Grunnskóli Grundarfjarðar varð í öðru sæti með 35 stig en í þriðja sæti varð lið Grunnskólans í Stykk- ishólmi með 32,5 stig. Grunnskóli Grundarfjarðar á ennþá möguleika á að komast í úrslit en þeir tveir skólar sem ná besta árangri í öðru sæti úr öllum undanriðlum kom- ast í úrslitakepppnina. Upplýsingar um árangur og úrslit er að finna á vefnum skolahreysti.is og Facebo- ok-síðu Skólahreysti. Landsbankinn er aðal styrktar- aðili keppninnar. Hann veitir lið- um í þremur efstu sætum undan- riðla vegleg verðlaun. Þá stend- ur bankinn einnig fyrir Instag- ram-myndakeppni á hverjum við- burði en áhorfendur geta sent inn myndir merktar #skolahreysti og bestu myndirnar eru verðlaunaðar á hverjum stað. mm Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari í Stykkishólmi tók meðfylgjandi mynd af súlu sem komið hefur sér í vandræði í Kolgrafafirði. Súlurnar þar skipta þúsundum og nóg er ætið í firðinum enda vaðandi síld. Súla þessi hefur ánetjast í netadruslu og óvíst hvort hún nái að bjarga sér úr henni. Enn og aftur minnir það okkur mannfólkið á að skilja ekki eftir rusl úti í náttúrunni. mm Þung byrði Færðu skólahreystikrökkum töskur að gjöf Sigurreifir fulltrúar Grundaskóla á Akranesi. Grundaskóli fulltrúi landshlutans í Skólahreysti Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Dagskrá um Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum í Hálsasveit Efni kvöldsins Í bændagistingu hjá brautryðjendum Ragnhildur Þorsteinsdóttir Lífsviðhorf Þorsteins Jónssonar Sveinn Víkingur Þórarinsson Hugsuður í Hálsasveit. Um heimspeki og skáldskap Þorsteins Jónssonar Þorsteinn Þorsteinsson Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 8. apríl 2014 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.