Skessuhorn


Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 02.04.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2014 Eigendur fyrirtækisins Eðalfisks í Borgarnesi komu færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi í síð- ustu viku og gáfu skólanum átta iPad spjaldtölvur. Tilefnið er 10 ára rekstrarafmæli núverandi eig- enda Eðalfisks sem eignuðust lax- vinnsluhluta fyrirtækisins 1. mars 2004. Eigendur Eðalfisks eru þau Kristján Rafn Sigurðsson, Dagný Hjálmarsdóttir og Birgir Bene- diktsson. Það voru þau Signý Ósk- arsdóttir skólastjóri og Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri sem tóku við gjöfunum frá Eðalfiski. Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðs- sonar eru spjaldtölvurnar gefnar til að nota við kennslu í skólanum og munu þær bæði nýtast til almennrar kennslu og sérkennslu. Hann segir mikilvægt að nemendur og kenn- arar grunnskólans hafi aðgang að góðum tækjum eins og iPad spjald- tölvum í kennslunni, enda er völ á ótal góðum kennsluforritum eða „öppum“ til að hala niður og nota í tölvunum. „Við í Eðalfiski tókum ákvörðun fyrir áramót að gera eitthvað fyrir samfélagið í tilefni tíu ára afmæl- isins. Þar sem grunnskólinn hefur mátt þola niðurskurð til tækjakaupa á undanförnum árum fannst okk- ur því einboðið að gefa skólanum spjaldtölvur til að nota til kennslu. Við teljum að gjöfin nýtist sam- félaginu einna best svona,“ sagði Kristján Rafn í samtali við Skessu- horn. Grunnskólafólk var að vonum ánægt með gjöfina og sagði Signý Óskarsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn að vélarnar muni nýtast vel í skólastarfinu. „Þær munu auka á fjölbreytni í kennslu og í úrvinnslu nemenda á hug- myndum sínum í náminu. Á þess- um tímamótum vill skólasamfélag- ið þakka Eðalfiski fyrir þann hlý- hug sem fyrirtækið sýnir skólanum með þessari gjöf,“ sagði Signý. Þess má geta að Eðalfiskur færði einnig Barnaspítala Hringsins spjaldtölvu að gjöf í tilefni afmæl- isins en það var Birgir Benedikts- son stjórnarformaður fyrirtækisins og fjölskylda hans sem afhenti spít- alanum gjöfina. hlh Eðalfiskur gaf Grunnskóla Borgarness átta spjaldtölvur Kristján Rafn Sigurðsson eigandi og framkvæmdastjóri Eðalfisks afhendir Signýju Óskarsdóttur skólastjóra og Hilmari Má Arasyni aðstoðarskólastjóra spjaldtölvurnar. Með þeim á myndinni eru þær Eydís Alma og Elísabet Kristjánsdætur, nemendur við skólann. Fyrir um fjórum árum varð bana- slys á Langjökli. Mæðgin féllu í sprungu og lét móðirin lífið en það tókst að bjarga ungum syni hennar. Í framhaldi af slysinu tóku nokkr- ir ferðafélagar þeirra sig saman og í samvinnu við Landsbjörgu var haf- in kortlagning á helstu sprungu- svæðum á jöklum landsins. Þess- ari vinnu er nú lokið og geta þeir sem ferðast á jöklum sótt í GPS tæki sín sprungusvæðin og nýtt sem mikilvæg hjálpartæki við akstur- inn. Skrá fyrir GPS tæki má finna á vefsíðunni www.safetravel.is. Þar má einnig finna leiðarpunkta sem saman mynda þekktar hættuminni leiðir yfir jöklana. Hér er því um að ræða öflugt öryggistæki fyrir alla þá sem ferðast um jökla landsins. mm Hluti forsíðumyndarinnar af Útkalls- bókinni sem kom út fyrir síðustu jól og fjallar um umrætt slys. Hafa kort- lagt helstu sprungusvæði jöklanna Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd, miðvikudaginn �. apríl ���� og hefst kl. ��:��. Á fundinum verða kynntar niðurstöður um- hverfisvöktunar á Grundartanga fyrir árið ����. Þá flytur forstöðumaður Nýsköpunar- Grundartangi og umhverfið miðstöðvar Íslands erindi um loftgæðamæl- ingar í Hvalfirði og fulltrúar fyrir tækjanna á Grundartanga fjalla um starfsemi sína og mengunarvarnir. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um umhverfið í nágrenni Grundartanga. Opinn kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu fyrirtækjanna á Grundartanga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.