Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 17. árg. 30. apríl 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Núverandi og fyrrverandi félagar í Lúðrasveit Stykkishólms komu fram á afmælistónleikum í Stykkishólmskirkju á sumar- daginn fyrsta. Tilefnið var 70 ára afmæli sveitarinnar sem ávallt hefur sett sterkan svip á bæinn. Sjá nánar bls. 16. Ljósm. Eyþór Ben. Afar mikið líf hefur verið í Hval- firði í aprílmánuði. Handfæratrill- ur hafa aflað vel af þorski yfir Hval- fjarðargöngum og innar við Galt- arvíkurdjúp. Innst í Hvalfirði hefur síðan sést til stórhvela. Slíkt er með öllu óþekkt sýn að minnsta kosti meðal núlifandi fólks. Þó er rétt að geta þess að Hvalfjörður heitir eftir grimma og mannýga illhvel- inu Rauðhöfða sem sögnin hermir að hafi grandað tveimur prestsson- um frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Presturinn faðir þeirra, blindur og aldraður, leiddi hvalinn með sær- ingum upp Botnsá og upp í Hval- vatn. Þar kom hann ófreskjunni fyrir. „Þar var rosalegt líf í firðinum vikuna fyrir páska. Við sem vinnum í Hvalstöðinni vorum búnir að vera að sjá seli þarna svamlandi um fyr- ir utan og hugsuðum með okkur að það væri eitthvað æti komið þarna inn í fjörðinn,“ segir Magnús Geir Guðmundsson sem starfar í hval- stöð Hvals hf. við Miðsand innst í Hvalfirði. „Svo sáum við í fjarska þvílíkt fuglager sem var greinilega að fylgja síldartorfu eða einhverju álíka. Þarna voru mávar og helst súlur sem maður er ekki vanur að sjá á þessum slóðum og magnað að sjá þær kasta sér í sjóinn.“ Fuglagerið sást vel úr landi. „Þegar við vorum að fylgjast með þessu sjáum við blástur hjá tveim- ur hvölum. Þetta voru að ég held hrefnur en annar virtist svolítið stærri en hinn. Ég fór með mynda- vélina í einum kaffitímanum og náði nokkrum myndum af ein- um hvalanna og sá þá að þetta var hnúfubakur. Það voru nokkur dýr þarna, sennilega hrefnur í bland við hnúfubakana. Það sást líka til einhverra minni hvala, lítilla tann- hvala, hnísa eða marsvína,“ segir Magnús Geir Guðmundsson. Sigurjón Guðmundsson bóndi á Bjarteyjarsandi sem búið hefur þar í áratugi segir að stórhveli á borð við hnúfubaka hafi aldrei synt svona langt inn í Hvalfjörð svo kunnugt sé. Súlur séu sömuleiðis fátíð fugla- tegund í firðinum, hvað þá svona innarlega. „Það hefur stundum sést til smáhvela í firðinum og eitt sum- arið fyrir fáum árum sáust hrefnur við Þyrilsnes. Þessi hvalagengd nú í apríl er mjög óvenjuleg. Stórhveli á borð við hnúfubaka hafa ekki sést fyrr.“ Sennilegt má telja að smásíld eða annar fiskur hafi gengið í mikilli torfu inn Hvalfjörð utan úr Faxa- flóa og bæði hvalir, selir og fugl- ar fylgt eftir. Mest gekk á rétt fyr- ir páska. Ekkert hefur sést til hvala síðustu daga þó ekki sé loku fyrir það skotið að enn sé þá að finna í Hvalfirði. mþh Ljóst er að samkomulag verður áfram í gildi um uppkaup netalagna á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði, en það hefur verið í gildi undanfarin 22 ár og talið að það hafi bætt lífríkið og styrkt stofna í ánum í héraðinu. Samkomulagið var í óvissu í vetur þegar Starir, nýr leigutaki Þverár, sagði sig frá samningum. Það var gert á þeim grundvelli að eigendur Reykjadalsár neituðu að taka þátt í samkomulaginu og greiddu Stara- menn gjaldið fyrir síðasta ár með fyrirvara af þeim ástæðum. Sam- komulag hefur nú náðst um að Starir greiði fyrir upptöku neta í Hvítá fyrir þetta ár. Gjalddagi fyr- ir greiðslunum er 1. maí og því má segja að samkomulagið hafi verið handsalað á elleftu stundu. Magn- ús Skúlason, formaður Veiðifélags Þverár, segir í samtali við Skessu- horn að samkomulagið, sem reynd- ar á eftir að staðfesta formlega, gildi fyrir þetta ár en tíminn verði nýttur til að vinna að samkomulagi um uppgreiðslu netalagna á vatna- sviði Hvítár til framtíðar. Magnús sagði að rætt hafi verið innan Veiði- félags Þverár um að æskilegra væri að gjalddagi væri fyrr á árinu en það hafi ekki verið rætt við aðra samn- ingsaðila. þá Samkomulag um netalagnir Lifandi stórhveli í Hvalfirði Hvalablástur við hvalstöðina. Þyrilsnes í baksýn. Hvalirnir komu allnálægt landi við NATO bryggjuna svokölluðu þar sem er töluvert dýpi. Ljósmynd: Magnús Geir Guðmundsson. ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Ný sending Kjólar, jakkar, bolir, mussur og töskur De igual

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.