Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Bæjarstjórnarkosningar í Grundarfirði fara fram laugardaginn 31. maí 2014. Frestur til að skila framboðslistum til kjörstjórnar er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum í nýju húsnæði bæjarskrifstofunnar á Borgarbraut 16, kl. 10-12 þann dag. Nánari upplýsingar um hvernig beri að ganga frá framboðslista til kjörstjórnar er að finna á vefslóðinni: http//www.kosning.is. Minnt er á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni Snæfellinga í Stykkishólmi kl. 10-15 alla virka daga og frá og með 7. maí verður einnig hægt að greiða atkvæði í útibú sýslumanns á Hrannarstíg 2 á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 17-19. Kjörstjórn Grundarfjarðar S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Bæjarstjórnarkosningar 2014 Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes Minnt er á tillögu um svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes sem verið hefur til kynningar að undanförnu, m.a. með grein hér í blaðinu þann 9. apríl sl. Meginhlutverk svæðisskipulags er að stuðla að því að öll sveitarfélögin, í samvinnu við íbúa og atvinnulíf, sigli í sömu átt í umhverfis-, atvinnu- og menntamálum. Tillöguna má nálgast hér: http://ssk-snaef.alta.is auk þess sem hún liggur frammi á bæjarskrifstofum og skrifstofum oddvita á svæðinu. Kynningin sem nú stendur yfir, skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga, er hugsuð til að fá fram sjónarmið og ábendingar íbúa og annarra hagsmunaaðila áður en gengið verður frá tillögunni og formlegt kynningarferli hefst í sumar. Þá mun aftur gefast 6 vikna frestur til að koma að ábendingum og athugasemdum. Íbúar Snæfellsness og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna á þessu stigi og senda ábendingar eða fyrirspurnir til svaedisgardur@svaedisgardur.is í síðasta lagi 5. maí nk. Einnig gefst færi á að kynna sér tillöguna og gera fyrir- spurnir á opnu húsi 2. maí nk. í Ráðhúsinu Stykkishólmi milli kl. 12 og 13, að Vegamótum milli kl. 14 og 15 og í Átthagastofu Snæfellsbæjar, Ólafsvík kl. 15.30 til 16.30. Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi SKE S S U H O R N 2 01 4 Bókasafn Akraness er opið sem hér segir í sumar: Opið: mánudaga – föstudaga kl. 10 – 18 Lokað á laugardögum til 1. október Bókasafn Akraness - Dalbraut 1 - s. 433 1200 bokasafn.akranes.is - bokasafn@akranes.is Margir tala um að Stykkishólmur sé einn fallegasti bær á Íslandi. Ekki er það síst fyrir mjög fallegt umhverfi við höfnina og iðandi lífið þar. Á árum áður settu svip sinn á Stykkis- hólmshöfn margir bátar sem gerðir voru út á skelveiðarnar í Breiðafirði. Síðustu árin hefur útgerð bátaflot- ans í höfninni í Stykkishólmi ver- ið meira blönduð. Ferðaþjónustan, einkum í kringum starfsemi Sæ- ferða, hefur verið meira afgerandi en áður og vegur hefðbundinna út- gerða tengdum fiskveiðum minnk- að. Þetta hefur komið fram í hafn- argjöldunum, að sögn Hrannars Péturssonar hafnarvarðar. Hafnar- gjöldin taka mið af lönduðum afla og þau hafa farið lækkandi síðustu árin. Hrannar segir að höfnin hafi engu að síður skilað rekstraraf- gangi en tekjuafgangurinn það lítill að svigrúm til framkvæmda sé mjög takmarkað. Að undanförnu hafa tvær flotbryggjur í höfninni ver- ið endurnýjaðar og þessar vikurnar eru unnið að lengingu ferjubryggj- unnar um 12 metra. Sú framkvæmd er að langstærstum hluta fjármögn- uð með framlagi úr ríkissjóði. Löndunar- og hafnar- gjöldin fara annað „Við erum að vona að skelin sé eitt- hvað að braggast. Þeir eru núna að búast til tilraunaveiða á Hannesi Andréssyni,“ sagði Hrannar Pét- ursson hafnarvörður þegar blaða- maður Skessuhorns leit inn hjá honum í hafnarhúsinu í síðustu viku. „Það er frekar dauft hjá okkur við höfnina núna um þessar mund- ir. Útlit fyrir að fáir bátar fari á grá- sleppuna þetta vorið enda hrogna- verð mjög lágt. Við höfum verið að missa báta og kvóta í burtu. Línu- bátarnir eru til dæmis mikið fyr- ir norðan. Þar má nefnda Gullhól- mann sem er þarna við bryggjuna og er kominn í stopp. Væntanlega fer hann í ágúst norður á Siglufjörð eða Skagaströnd. Þegar bátarn- ir eru ekki að veiða á heimamiðum þýðir það að við missum löndunar- og hafnargjöldin í burtu. Þetta er orðið meira bland í poka hjá okk- ur hérna í höfninni. Mikið um trill- ur og báta sem eigendurnir nýta við búskapinn í eyjunum hérna fyrir utan, eyjabátana eins og við köllum. Ferðaþjónustan er stór liður í um- ferðinni hér um höfnina. Þetta hef- ur verið að breytast á seinni árum,“ segir Hrannar. Kom í hafnarvörsluna af sjónum Hrannar fæddist og ólst upp í Stykkishólmi og telur sig vera „orginal“ Hólmara. Hann hefur verið hafnarvörður síðan 2005 og var lengi til sjós áður en hann tók starfið að sér. „Þegar ég útskrifað- ist úr Stýrimannaskólanum á sínum tíma bauðst mér pláss á Klakki frá Grundarfirði. Þar sem ég kynntist konunni minni, Sigríði Elísabetu Elisdóttur frá Grundarfirði. Fyr- ir sunnan ákváðum við að flytja í Grundarfjörð þar sem við bjuggum í nokkur ár. Þá bauðst mér pláss á báti héðan frá Hólminum hjá skip- stjóra sem ég hafði verið með áður, Gunnari Jensen. Hann er nú á Fjól- unni. Ég ákvað ég að slá til og við fluttum í Hólminn. Ég var lengst af á þessum báti, Kristni Friðrikssyni sem Sigurður Ágústsson gerði út á skel, rækju og fiskitroll. Hann var svo seldur í burtu þegar skelveiðun- um var hætt.“ Vantar meiri peninga til framkvæmda Hrannar segir að geta hafnar- sjóðs Stykkishólms sé takmörkuð til framkvæmda. Tekjurnar þyrftu að vera meiri til að unnt sé að bæta aðstöðuna í höfninni til muna. „Eins og ég segi þá hefur minnk- un á lönduðum afla skert tekjurn- ar verulega núna seinni árin. Við erum ekki með togarana og neta- bátana eins og til dæmis þeir í Grundarfirði og í Snæfellsbæ. Við erum þó að gera eins og við get- um til að laga aðstöðuna, svo sem með endurnýjum á flotbryggjunum og lengingu ferjubryggjunnar sem væntanlega mun þó duga skammt. Það væri hægt að gera ýmislegt hér til að nýta höfnina betur ef við gæt- um bætt aðstöðuna. Okkur hefur til dæmis borist fyrirspurnir bæði frá Bretlandi og úr Reykjavík frá fólki sem vill koma með skúturnar sínar hingað og geyma þær hér yfir vet- urinn. Við getum ekki orðið við því þar sem að okkur vantar pláss fyr- ir þær,“ sagði Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi. Ekki var að sjá að bátar væru að koma með fisk til löndunar þennan dag- Frá fiskiskipabryggjunni þar sem samdráttur hefur orðið mikill í lönduðum afla seinni árin. Minnkun á lönduðum afla hefur verulega skert tekjur Stykkishólmshafnar Spjallað við Hrannar Pétursson hafnarvörð í Stykkishólmi inn, en menn sem unnu að rann- sóknum og mælingum í Breiðafirði voru að koma tækjum sínum og tól- um í land fram á fiskiskipabryggj- unni. þá Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi. Önnur af tveimur flotbryggjunum sem voru endurnýjum nýlega.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.