Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Sumarstarfið er farið af stað á Garðavelli á Akranesi. Flatir og brautir verða grænni með hverjum deginum sem líður. Sláttur á flöt- um byrjaði í síðustu viku, grasilm- ur liggur í lofti og fyrsta golfmótið var haldið um síðustu helgi. Það var innanfélagsmót, Vormótið. Næsta mót verður um næstu helgi, Frum- herjabikarinn sem verður opnun- armót Garðavallar þetta sumar og síðan um þar næstu helgi svokall- að „húsmót,“ en bæði þessi mót eru með elstu mótum sem klúbburinn heldur. Að sögn Guðmundar Sig- valdasonar framkvæmdastjóra Golf- klúbbsins Leynis er mikil tilhlökkun hjá kylfingum á Akranesi til sumars- ins. Mótin verða tíð á vellinum allt til hausts, um það bil fimmtíu að tölu. Fyrsta stóra mótið verður að sögn Guðmundar 24.-25. maí þeg- ar haldið verður eitt af stigamótum GSÍ fyrir unglinga á Íslandsbanka- mótaröðinni. Meistaramót Leynis verður í byrjun júlí. Eitt stigamóta LEK, Landssambands eldri kylf- inga, verður loks um miðjan júlí. Um miðjan ágúst verður síðan eitt síðasta stigamót GSÍ í mótaröð full- orðinna haldið á Garðavelli. Mikil sjálfboðavinna Miklar framkvæmdir hafa verið á Garðavelli alveg frá síðasta hausti, einkum við vélaskemmuna sem hef- ur verið í byggingu síðustu þrjú árin. Fjölmennur hópur félaga hef- ur unnið í sjálfboðavinnu í vetur við að innrétta starfsmannaaðstöðu og í lokafrágangi innanhúss. Í skemm- unni hefur m.a. verið komið upp inniaðstöðu til æfinga, bæði til að pútta og slá í net. Vélaskemman er um 500 fermetrar að stærð. Auk rýmis fyrir geymslu tækja er þar einnig verkstæðispláss. Guðmund- ur Sigvaldason framkvæmdastjóri segir að tilkoma vélaskemmunnar sé algjör bylting fyrir klúbbinn. Um 20 félagsmenn hafa að stað- aldri unnið í sjálfboðavinnu í véla- skemmunni í vetur, en mun fleiri lagt drjúga hönd á plóg enda fjöldi félagsmanna sem alltaf er tilbúinn til starfa þegar eftir því er leitað. Í lok janúar var hafist handa við að hreinsa skurði og tjarnir á Garða- velli og þar komu félagar einnig að verki við stjórnun véla og flutning á efni. Sú vinna stóð til marsloka og þá tóku vorverkin við að búa völlinn og aðstöðuna undir sumarið. Ýmsar tiltektir á vellinum fólust m.a. í lag- færingum á göngustígum. Stærsta verkefnið nú í vor verður að sögn Guðmundar framkvæmdastjóra, endurnýjun og gerð nýs göngu- stígs milli níunda og átjándu flat- ar. Eftir miðjan ágúst í sumar verð- ur svo ráðist í endurnýjun á átjándu flöt, en áætlað er að skipta um gras á flötinni. Reksturinn góður á síðasta ári Guðmundur segir að í sumar verði horft til þess að rekstur Golfklúbbs- ins Leynis verði með svipuðu sniði og síðasta sumar. Það var fyrsta árið sem Leynir sá um rekstur Garða- vallar og golfskálans, eftir að Golf- klúbbur Reykjavíkur var með hann í fimm ár. Veltan nær tvöfaldað- ist milli ára á síðasta ári og rekstur Golfsklúbbsins Leynis skilað þriggja milljón króna hagnaði. „Miðað við veðurfar gekk reksturinn mjög vel hjá okkur síðasta sumar. Þrátt fyr- ir votviðrasamt og fremur svalt sumar spiluðu tæplega 18 þúsund manns völlinn. Að jafnaði voru um tíu starfsmenn á vallarsvæðinu auk 30 unglinga frá Vinnuskóla Akra- ness. Starfið hjá okkur byggist á stórum hluta á því að halda kostn- aði niðri og sýna varfærni í rekstr- inum. Það hvernig til tókst á síðasta ári getum við ekki síst þakkað öfl- ugri sveit sjálfboðaliða í klúbbnum sem eiga miklar þakkir skildar fyr- ir alla aðstoðina. Veitingasalan og þjónusta í skálanum var líka í hönd- um Leynis. Hún var með heimil- islegum brag bæði í veitingum og umhverfi í skála og á nýrri verönd þar sem gestir njóta veitinganna á góðum dögum.“ Breytt form við vallarstjórnina Guðmundur segir að rekstur Garðavallar og vallarstjórn hafi síð- asta sumar verið með breyttu sniði frá því sem áður var. Hún var í höndum GrasTec og Brynjars Sæ- mundssonar sem var í hlutastarfi við vallarstjórnina. Það hafi komið mjög vel út og vænti stjórn Leynis mikils af þessu samstarfi. Félagar í Golfklúbbnum Leyni eru í dag um 400, þar af eru börn og unglingar um hundrað talsins. „Það er mjög hátt hlutfall miðað við aðra klúbba og á landsvísu. Við viljum hvetja alla Akranes á vinabæi á öllum Norð- urlöndunum. Þeir eru Bamble í Noregi, Närpes í Finnlandi, Tøn- der í Danmörku og Västervik í Svíþjóð. Á þriggja ára fresti eru haldin vinabæjamót sem skipu- lögð eru af norrænu félögunum og eru þau haldin til skiptis í bæj- unum. Á þessum mótum er margt sér til gamans gert. Farið er í skoðunarferðir og fyrirtæki ásamt því að stofnanir og söfn eru heim- sótt, svo eitthvað sé nefnt. Lögð er áhersla á að kynnast því sem er um að vera í hinum bæjarfélög- unum og vinatengsl mynduð og endurnýjuð. Oftast er boðið upp á heimagistingu og þannig gefst enn betra tækifæri til að kynnast mannlífinu betur. Í sumar verður vinabæjamót norrænu félaganna haldið í Tøn- der í Danmörku 2.-6. júlí. Bær- inn Tønder er á Jótlandi, skammt frá þýsku landamærunum. Fyrir nokkrum árum voru nokkur sveit- arfélög sameinuð og mynda þau saman Tønder kommune með um 30 þúsund íbúa. Í „gamla“ byggða- kjarnanum Tønder búa um 7 þús- und manns og telja margir gamla bæinn vera einn þann fegursta í Danmörku. Þar eru mörg falleg gömul hús og byggingar og stutt er í náttúruperlur svo sem Va- dehavet. Þess má einnig geta að Jóakim prins býr í Møgeltønder með fjölskyldu sinni. Norræna fé- lagið í Tønder hefur nú skipulagt glæsilega dagskrá fyrir vinabæjar- mótið í júlí. Farið verður í skoð- unarferðir, söfn heimsótt og skó- verksmiðjan ECCO skoðuð og margt fleira gert sér til skemmt- unar. Norræna félagið á Akranesi má senda 25 fulltrúa á mótið og eru Akurnesingar hvattir til þess að sækja um. Allir Akurnesingar geta sótt um að vera með, það þarf ekki að vera í félaginu til þess. Ennþá eru laus pláss í ferðina, svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Hjördís Hjart- ardóttir á netfanginu haholt3@ simnet.is. -fréttatilkynning Miðbærinn í Tønder þykir einn sá fegursti í Danmörku. Skagamenn stefna á vinabæjamót í Tönder Kraftur í starfi Leynismanna á Garðavelli sem eru að leita sér að skemmtilegu áhugamáli þar sem útivist og góður félagsskapur er aðalmálið að koma og prófa golfið. Garðavöllur er tví- mælalaust meðal bestu valla lands- ins og var nýlega valinn þriðji besti völlur landsins af breskum golfvef [www.top100golfcourses.co.uk]. Hann hefur mikið aðdráttarafl fyr- ir ferðamenn sem koma í bæinn og við erum líka með eitt af betri æf- ingasvæðum landsins. Hingað eru allir velkomnir og við tökum vel á móti fólki,“ segir Guðmundur Sig- valdsson framkvæmdastjóri Golf- klúbbsins Leynis. þá Brynjar Sæmundsson vallarstjóri á Garðavelli og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis. Komið var upp æfingaaðstöðu í nýju vélaskemmunni í vetur. Hópur sjálfboðaliða hefur unnið að lokafrágangi í vélaskemmunni. Unnið að hreinsun skurða og tjarna á Garðavelli í vetur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.