Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Fram kom á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn mið- vikudag að Framkvæmdasjóð- ur ferðamannastaða hafi úthlut- að samtals 10 milljónum króna til framkvæmda vegna lagning- ar göngubrúar við Suðurneskletta í Borgarnesi. Suðurnesklettar eru við hliðina á Landnámssetri Íslands þar sem listaverkið Brák er staðsett. Fram kom í fundargerð að byggð- arráð fagni úthlutuninni. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra stóðu Borgarbyggð og Neðribæjar samtökin í Borgarnesi sem nú heita Hollvinasamtök Borgarness sam- eiginlega að umsókn vegna brú- argerðarinnar í sjóðinn. Páll seg- ir að heildarkostnaður við verk- ið sé áætlaður um 20 milljónir króna, og leggur því Borgarbyggð til 10 milljónir á móti styrk sjóðs- ins. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt að ganga til samninga við SÓ húsbyggingar í Borgarnesi um gerð brúarinnar, en fyrirtækið bauð lægst í verkið. Páll reiknaði með að fram- kvæmdir myndu hefjast í vor og vonaðist hann til að það yrði klár- að sem fyrst. Annað verk sem teng- ist brúargerðinni er lagning göngu- stígar fyrir Suðurneskletta sem á að liggja á beggja vegna brúarinnar, að Bjarnarbraut og Brákarbraut. Það verk er komið langt á veg en það hefur verið unnið af JBH vélum í Borgarnesi. hlh Kór Akraneskirkju heldur vor- tónleika í Vinaminni á Akranesi fimmtudagskvöldið 1. maí kl. 20. Á efnisskránni verða meðal ann- ars ensk þjóðlög úr þjóðlagaheft- inu The Sprig of Thyme eða Timj- ankvistinum. Heftið inniheldur lög í útsetningum hins þekkta kór- stjóra, John Rutter. Einnig verða íslensk þjóðlög á dagskránni. Sér- stakir gestir kórsins verða hjónin Bára Grímsdóttir og Chris Foster en þau skipa þjóðlagadúóið Funa sem getið hefur sér gott orð fyr- ir frábæra túlkun á enskum og ís- lenskum þjóðlögum. Dagskráin er ekki bara fyrir augu og eyru held- ur einnig munn og maga og verða enskar skonsur, pönnukökur, kaffi og te á boðstólnum. Það er því von á góðu kvöldi. Kórinn mun síðan halda hádeg- istónleika í Reykholtskirkju í Borg- arfirði laugardaginn 3. maí kl. 12. Þar mun kórinn flytja hluta af efn- isskránni sem flutt verður í Vina- minni en einnig verða fluttir kaflar úr sálumessunni Eternal light eftir Howard Goodall sem kórinn flutti í byrjun mars. Með þessum tónleik- um lýkur formlega, blómlegu vetr- arstarfi kórsins. -fréttatilkynning Ljóst er að þetta sumarið verð- ur talsvert um að nýtt fólk setj- ist í stóla bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi. Tímapunktur þess- ara breytinga eru bæjar- og sveit- arstjórnarkosningarnar sem fram fara á síðasta degi maímánaðar. Meðal þeirra bæjarstjóra sem eru að láta af stöfum er Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri í Grundar- firði. Grundarfjarðarbær er í hópi þeirra sveitarfélaga í landinu þar sem stjórnendurnir hafa glímt við erfiða fjárhagsstöðu síðustu árin. Aðspurður sagði Björn Steinar að það sé þó ekki það „langhlaup“ sem væri ástæðan fyrir því að fjöl- skyldan ætlaði að flytja aftur suð- ur, heldur væru ástæðurnar pers- ónulegar. „Við eigum þrjú börn og það elsta er níu ára gamalt. Bæjar- stjórnastarfið er ekki fjölskyldu- vænt þar sem nefnda- og stjórnaf- undir eru oft utan almenns vinnu- tíma. Ég vil gjarnan taka þátt í uppeldi barna minna og kon- an hefur líka hug á að mennta sig meira. Hér í Grundarfirði hefur á þessu kjörtímabili verið unnið eft- ir ákveðinni áætlun varðandi lækk- un skulda sveitarfélagsins. Sú áætl- un hefur gengið ágætlega eftir og fjárhagsmál sveitarfélagsins kom- in á góðan rekspöl. Þannig að ég tel þetta góðan tímapunkt fyrir mig að skipta um vettvang,“ sagði Björn Steinar bæjarstjóri. Gott samstarf í bæjarstjórninni Björn Steinar er Reykvíkingur að uppruna. Hann var skrifstofustjóri hjá Grundafjarðarbæ á árunum 2003-2006. Á þeim tíma kynnt- ist hann konunni sinni Jóhönnu Van Schalkwyk frá Pretoríu í Suð- ur-Afríku, núverandi enskukenn- ara við Fjölbrautaskóla Snæfell- inga. Leiðin lá síðan suður að nýju og í tæpt ár var Björn Steinar skrif- stofustjóri á bæjarskrifstofunni á Álftanesi á miklu umbrotatíma- bili í því sveitarfélagi. Þá lá leið- in í Byr sparisjóð og þar starfaði Björn Steinar þangað til hann var ráðinn í starf bæjarstjóra í Grund- arfirði úr hópi liðlega þrjátíu um- sækjenda. Það var sumarið 2010. „Okkur fannst spennandi að koma hingað vestur aftur enda þekkt- um við ágætlega til hér,“ sagði Björn Steinar, en þetta vor gerð- ist það að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins féll eftir hafa haft völdin í Grundarfirði kjörtímabilið á und- an. „Ég hef reyndar ekkert rek- ið mig á að hér sé sérstök vinstri eða hægri hreyfing í bæjarmálum, enda ekkert tilefni til slíks þeg- ar viðfangefnin eru t.d. hvort eigi að stækka hús, malbika götu eða lengja hafnargarðinn. Bæjarstjórn- in hefur unnið ágætlega saman að málum og er óverulegum ágrein- ingsmálum til að dreifa. Meginvið- fangsefnið hefur verið skuldastaða sveitarfélagsins og við höfum náð ágætis árangri í því. Staðan hér var erfið í kjölfar hrunsins og í þeim orðum mínum felst engin ásökun til þeirra sem voru hér við stjórn áður. Skuldahlutfallið hefur farið lækkandi og stefnir í rétta átt, þótt enn séum við yfir 150% markinu sem sveitarfélögum er sett.“ Vilji til að auka íbúalýðræðið Annað mál sem bæjarstjórn Grund- arfjarðar hefur beitt sér fyrir á þessu kjörtímabili er að auka íbúalýðræði í bænum. „Það höfum við gert með íbúafundum og íbúaþingi. Við höf- um beitt okkur þannig fyrir virku samtali við bæjarbúa og hvernig þeir vilja sjá að bærinn sinn þróist. Ég held að það sé vaxandi krafa að íbúarnir fái meira að ráða ferðinni, spurningin er í hvaða formi það á að vera. Mér sýnist vaxandi þrýsting- ur á persónukjör, að fólk fái sjálft að velja sína fulltrúa óháð stjórnmálum eða samtökum,“ segir Björn Stein- ar. Hann segir að það stefni þó í að áfram verði sama munstur í bæjar- stjórninni næstu árin og á þessu kjörtímabili, það er að tvö framboð eigi fulltrúa í bæjarstjórn. Tveir list- ar hafa nú þegar kynnt framboð sín, þeir sömu og buðu fram fyrir síðustu kosningar. Það eru D-listi Sjálfstæð- isflokksins og óháðra og L-listi bæj- armálafélagsins Samstöðu. Ótraustir tekjustofnar Spurður frekar út í störf bæjar- stjóra og rekstur bæjarfélags eins og Grundarfjarðarbæjar, segir Björn Steinar að meginvandinn felist í ótraustum tekjustofnum sem þurfi að bera uppi fasta gjaldaliði. Þess vegna geti reynst erfitt að halda uppi því þjónustustigi sem gerð er krafa um í dag. „Það er ljóst að tekjur sveitarfélagsins síðustu árin hafa ekki fylgt eftir verðlagsþróuninni. Einkum hefur framlag úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga dregist saman. Vandi sveitarfélagsins eru ótrygg- ir tekjustofnar. Við erum t.d. gríð- arlega háð afkomunni í sjávarútveg- inum. Þrátt fyrir samdrátt í tekjum þurfum við að standa undir föstum útgjöldum svo sem í rekstri skóla og stofnana, sem erfitt er að skerða án þess að það bitni á þjónustunni.“ Björn Steinar segir að fjölskyld- an hafi átt góð ár í Grundarfirði og vissulega muni fylgja því eft- irsjá að fara aftur suður. Aðspurð- ur segist hann þó ekki hafa haft tíma til að taka þátt í félagslífinu í Grundarfirði, svo sem klúbbstarf- inu, ekki nema að því leyti að hann hafi sótt fundi í frímúrarareglunni sem haldnir eru fyrir Snæfellsnes í Stykkishólmi. „Já það er alveg klárt mál að ég og við öll munum sakna Grundarfjarðar heilmikið,“ sagði Björn Steinar að endingu. þá Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri í Grundarfirði. Við munum sakna Grundarfjarðar heilmikið Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri og fjölskylda hans er á förum í sumar Hér má sjá hvar göngustígurinn og brúin fyrir Suðurneskletta eiga að vera. Fengu styrk vegna brúar- gerðar fyrir Suðurneskletta Kór Akraneskirkju í Vinaminni og Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.