Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Það var skemmtileg stund í Safna- húsi Borgfirðinga sl. fimmtudags- kvöld þegar nemendur Tónlist- arskóla Borgarfjarðar komu fram og fluttu eigin tónsmíðar við ljóð Guðmundar Böðvarssonar skálds frá Kirkjubóli. Yngsta tónskáldið var Sara Sól Guðmundsdóttir, sem hér sést. Sara Sól er sjö ára. Hún flutti lag við ljóðið „Vorið góða“ með dyggri aðstoð kennara síns; Jónínu Ernu Arnardóttur. Þess má geta að við þetta tæki- færi var opnuð afar falleg sýning um Guðmund Böðvarsson sem tveir ungir hönnuðir, þeir Sigur- steinn Þorsteinsson og Magnús Hreggviðsson, hafa gert. Fjallað var um sýninguna í síðasta Skessu- horni. Þá voru sl. fimmtudag einn- ig sýnd myndverk 9. bekkinga við ljóð skáldsins. mm/gj Úrslit í Karaókíkeppni fyrir- tækja í Snæfellsbæ réðust síðasta laugardagskvöld í Röst á Hellis- sandi. Kvöldið var í alla staði mjög skemmtilegt og húsfyllir eins og hefur verið á undankvöldunum. Þeir sex sem kepptu til úrslita voru: Friðþjófur Orri Jóhannsson fyrir Melnes, Dagbjört Guðmundsdótt- ir fyrir Hraðfyrstihús Hellissands, Alda Dís Arnardóttir fyrir Hraðbúð Hellissands, Guðrún Lára Pálma- dóttir fyrir Frystiklefann, Birgitta Rún Baldursdóttir fyrir Rifsara og Hafrún Björnsdóttir fyrir Sjávar- iðjuna. Sérstakur gestadómari var Magni Ásgeirsson og kynnar voru Erla Gunnlaugsdóttir og Atli Már Gunnarsson. Erla og Magni opnuðu kvöld- ið með söng og svo tóku keppend- ur við einn af öðrum, hver öðr- um betri. Í hléi braust svo eró- tíska tölvupopphljómsveitin Söndri á svið og tók tvö lög. Dómararn- ir Erla Höskuldsdóttir og Sigur- steinn Þór Einarsson sungu einn- ig fyrir gesti en þau hafa verið dómarar á öllum karaókíkvöldun- um. Eftir að allir keppendur höfðu svo sungið seinna lagið sitt kom að salnum að kjósa og dómnefnd- inni að ráða ráðum sínum. Sigur- vegari varð hin mjög svo efnilega Alda Dís Arnardóttir fyrir Hrað- búðina og fylgdu fast á eftir henni þær Birgitta Rún Baldursdótt- ir fyrir Rifsara í öðru sæti og Haf- rún Björnsdóttir fyrir Sjávariðjuna í þriðja sæti. Hafði Magni það á orði að hann hefði aldrei verið dómari á eins skemmtilegri keppni. Eft- ir að Alda Dís hafði flutt sigurlag- ið bað hún um orðið þar sem hún talaði fallega um samfélagið sitt og grunnskólann þar sem hún steig sín fyrstu skref sem söngkona. Bað hún einhvern tengdan skólanum um að stíga á svið. Sigrún Baldursdóttir tók það að sér fyrir hönd skólans og þar afhenti Alda Dís Grunnskóla Snæfellsbæjar verðlaunaféð sitt; eitthundrað þúsund krónur. Ósk- aði hún eftir að peningunum yrði varið til þess að setja upp söngleik eða eitthvað álíka í skólanum svo að fleiri fengju sömu tækifæri og hún. Glæsileg ung kona þarna á ferð. Lionskonur í Þernunni geta ver- ið stoltar af þessu frábæra framtaki sínu því keppnin hefur í alla staði verið skemmtileg og greinlegt að þessi viðburður var eitthvað sem vantaði í bæjarlífið, ef marka má aðsóknina. þa Sumardaginn fyrsta fagnaði Lúðra- sveit Stykkishólms 70 ára afmæli sínu með tónleikum í Stykkishólms- kirkju. Fram komu „Litla Lúðró,“ sem er skipuð yngstu hljóðfæraleik- urunum, Víkingasveitin, Trommu- sveitin og svo „Stóra Lúðró,“ en með henni léku einnig nokkrir eldri félagar sem ekki spila með sveitinni að staðaldri, þ.á.m. tveir sem komn- ir eru á níræðisaldur. Stjórnandi var Martin Markvoll og einnig tóku þátt tveir fyrrverandi stjórnendur sveit- arinnar, þeir Birkir Freyr Matthías- son, sem lék einleik með Víkinga- sveitinni, og Daði Þór Einarsson sem var kynnir á tónleikunum og gestastjórnandi. Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð sumardaginn fyrsta á lýð- veldisárinu 1944 og hefur hún starf- að óslitið síðan. Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Víkingur Jóhanns- son sem stjórnaði henni til 1977. Þeir sem eiga lengstan starfsald- ur sem stjórnendur eru, auk Vík- ings, Daði Þór Einarsson og Mart- in Markvoll. Þegar sveitin varð 20 ára stóð hún að því að stofnaður var tónlistarskóli í Stykkishólmi. Það var árið 1964 og varð Víkingur Jóhanns- son fyrsti skólastjóri skólans sem fékk nafnið Tónlistarskóli Stykkis- hólms. Fram að því hafði Víkingur fengið drengi og unga menn heim til sín til að kenna þeim á hljóðfærin. Síðan þá hafa lúðrasveitin og tónlist- arskólinn átt samleið. Lúðrasveitir leika fleira en marsa. Nú er öflug slagverkssveit ómiss- andi í hverri lúðrasveit, einnig raf- magnsgítarar og bassar, hljómborð og píanó. Tónlistin spannar því vítt svið, allt frá göngumörsum, ættjarð- arlögum og vögguvísum til kvik- myndatónlistar, blús og þungarokks. Lúðrasveitinni og Tónlistarskólan- um hafa borist góðar gjafir á afmæl- isárinu, bæði frá Stykkishólmsbæ, félagasamtökum, fyrirtækjum og velunnurum. Hólmarar fylltu kirkj- una á tónleikunum enda á lúðra- sveitin marga aðdáendur sem mega vera stoltir af sveitinni og tónlistar- skólanum. Þau eru ekki mörg bæjarfélög- in sem geta fagnað svona löngu, samfelldu og öflugu tónlistarstarfi. Það þarf tvennt til: Dugmikið fólk sem vinnur af metnaði og hugsjón í félagsstörfum og svo þarf samfélagið og yfirvöld að sýna stuðning sinn í verki. Tónlistarlífið í Stykkishólmi hefur í áratugi notið hvors tveggja, úrvalstónlistarfólks og velvilja bæj- aryfirvalda. Eyþór Benediktsson Hannes Gunnarsson ásamt Lárusi Ástmari syni sínum og bæjarstjóra í Stykkishólmi og börnum hans, sem einnig komu fram á tónleikunum. Sjötugsafmæli Lúðrasveitar Stykkishólms fagnað Martin Markvoll stýrir einu tónlistaratriðinu á tónleikunum. Hópurinn sem kom fram á afmælistónleikunum. Bjarni Lárentsínusson, sem var stofnfélagi í lúðrasveitinni, ásamt Sigurði syni sínum og fjölskyldu hans, en öll léku þau með sveitinni á tónleikunum. Magni, keppendurnir og starfsfólk á úrslitakvöldinu. Sigurvegarinn gaf skólanum sínum verðlaunaféð Alda Dís Arnardóttir sigurvegari. Fluttu lög við ljóð skáldsins frá Kirkjubóli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.