Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Dagur harmonikkunnar AKRANES: Dagur harm- onikunnar verður haldinn hátíðlegur um land allt laug- ardaginn 3. maí. „Á Akra- nesi verður efnt til tónleika í Tónbergi sem hefjast kl. 14. Á tónleikunum munu leika ungir og efnilegir nemend- ur Tónlistarskólans á Akra- nesi. Þar á eftir munu gömlu meistararnir úr harmon- ikuunnendum Vesturlands þenja sínar nikkur eins og þeim er einum lagið. Loka- tónana sjá svo um sérstakir gestir sem eru hljómsveitin Belleville en hana skipa fé- lagar úr frönskudeild HÍ og meðal þeirra eru Skagastúlk- urnar Rut Berg Guðmunds- dóttir og Ásta Ingibjartsdótt- ir. Aðgangur á þessa tónleika er ókeypis og allir velkomn- ir,“ segir í tilkynningu. –mm Byrjað að brenna sinu LBD: Byrjað er að brenna sinu á Vesturlandi þetta vor- ið. Að sögn lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum hafa nokkrir bændur sótt um leyfi og m.a. er vitað til þess að bóndi einn í Dölum ætlaði að kveikja í sinu bæði í dag, miðvikudag, og í gær. Í til- kynningu frá lögreglunni er þeirri ábendingu komið til þeirra bænda sem fengið hafa leyfi til sinubruna að þeir til- kynni lögreglu og slökkvi- liðsstjóra þegar þeir kveikja í sinu á landareign sinni. –þá Taka upp við- ræður um frá- veitusamninga BORGARBYGGÐ: Byggð- arráð Borgarbyggðar sam- þykkti nýja eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur og sameignarsamning eigenda á fundi sínum í liðinni viku. Fram kemur í bókun við fundargerð frá fundinum að eigendur OR séu sammála um að taka upp viðræður um fráveitusamninga Borg- arbyggðar og skyld atriði og er gert ráð fyrir að við- ræður hefjist í ágúst í sum- ar. Stefnt er á að skila sam- eiginlegri niðurstöðu fyrir áramót. „Borgarbyggð hefur lagt áherslu á að viðræðurnar snúist um leiðir til að lækka gjaldskrár eða að mögulegar breytingar á gjaldskrá frá- veitu taki ekki gildi fyrr en framkvæmdum við fráveitu er að fullu lokið,“ segir enn fremur í fundargerð. -hlh Utanríkisráð- herrar funduðu REYKHOLT: Utanríkisráð- herrar Norðurlandaríkjanna hittust á sameiginlegum fundi í gærkveldi í Snorra- stofu í Reykholti. Einnig stóð til að ráðherrarnir héldu áfram fundi í morgun, mið- vikudag. Á fundinum stóð til að ræða ýmis mál, m.a. nor- ræna samvinnu, öryggismál, norðurslóðamál, ástandið í Úkraínu og undirbúning fyrir fund Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í september nk. -hlh Of margir í bíl LBD: Ungur ökumaður var stöðvaður með fimm farþega í bifreið sinni eftir dans- leik í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi aðfaranótt sum- ardagsins fyrsta, en bifreið- in var aðeins ætluð fjórum farþegum. Var einum far- þeganum gert að fara úr bif- reiðinni, ökumaður tekinn tali og honum gerð grein fyrir ábyrgð hans sem öku- manns og öryggi þeirra sem voru í bifreiðinni. Má þessi ungi ökumaður búast við að fá sekt senda heim til sín að sögn lögreglu. Alls voru 23 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi LBD í liðinni viku. Sá sem hraðast ók var á 128 km hraða og má hann búast við sekt upp á 70 þúsund ásamt því að fá tvo punkta skráða í ökuferlisskrána. Útlend- ir ferðamenn festu jeppabif- reið sína á Kaldadalsvegi sl. mánudag. Var björgunar- sveitin OK kölluð út og fóru félagar úr henni á vettvang og komu fólkinu og bifreið- inni í Húsafell. –þá Sóttu vélarvana trillu SNÆFELLSNES: Björg- unarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ var kölluð út á ní- unda tímanum sl. föstudags- kvöld þegar tilkynning barst um vélarvana trillu norður af Rifi. Björgunvarsveitarmenn fóru á hraðskreiðum, harð- botna björgunarbáti til móts við trilluna og drógu hana til hafnar í Rifi. Ekki var talin mikil hætta á ferðum en veð- ur á svæðinu var ágætt, bjart og hægur vindur. -hlh Fjórar bilanir urðu á einum sólar- hring í stofnæð Orkuveitu Reykja- víkur sem veitir heitu vatni frá Deildartunguhver til Akraness. Bil- anirnar voru dagana 15. til 16. apríl sl. Fyrsta bilunin varð skammt frá bænum Steðja í Flókadal, sú næsta við Skipanes og sú þriðja og fjórða með skömmu millibili á sama stað skammt frá Berjadalsá rétt utan Akraness. Ekki kom til heitavatns- skorts vegna bilananna og gengu viðgerðir greiðlega fyrir sig. Spurður um orsakir bilananna svarar Eiríkur Hjálmarsson upp- lýsingafulltrúi OR því til að al- mennt megi segja að þær séu hin- ar sömu og voru þegar HAB lögnin var tekin í notkun fyrir meira en 30 árum síðan. Lögnin samanstendur að stærstum hluta af asbestpípum, þar sem rúmlega 5% efnisins eru asbesttrefjar og afgangurinn stein- steypa. Um 12 þúsund rör, 4 og 6 metra löng, voru í lögninni í upp- hafi en rörin eru misjöfn að gerð. Þau lélegustu eiga til dæmis til að gefa sig við hinar breytilegu aðstæð- ur sem eru við lögnina, til dæm- is vegna árstíðabundinna hreyf- inga í jarðvegi. Eiríkur telur líklegt að slíkar hreyfingar hafi að hluta til orsakað bilanirnar, en hlýnað hefur nokkuð í veðri eftir páska. Unnið hefur verið að endurnýjun lagnar- innar í áföngum síðustu árin en að sögn Eiríks er í dag búið að endur- nýja um 800 rör í henni. hlh Umhverfisnefnd Grunnskólans í Borgarnesi stendur fyrir sérstöku umhverfisátaki dagana 4. – 10. maí næstkomandi í Borgarnesi. Í til- kynningu frá nefndinni eru íbú- ar, félagasamtök, stofnanir og fyr- irtæki í bænum hvött til að taka til hendinni og fegra nánasta um- hverfi sitt þessa daga, t.d. með því að tína rusl, planta trjám, mála og dytta að eignum sínum. „Skólarn- ir í Borgarnesi (Klettaborg, Uglu- klettur, Grunnskólinn og Mennta- skóli Borgarfjarðar) munu taka til í sínu nánasta umhverfi þessa viku. Lionsklúbburinn Agla og Holl- vinasamtök Borgarness munu einn- ig taka til hendinni,“ segir í tilkynn- ingu umhverfisnefndar sem bendir einnig á að stóra ruslapoka verður hægt að nálgast hjá bensínstöð Olís í bænum þessa daga. Vegna átaksins ætlar Borgar- byggð að koma fyrir gámum á bílaplönum skólana í bænum þar sem hægt verður losa garðúrgang. Einnig verður afsláttur af völdum vörum í boði hjá Húsasmiðjunni, Kaupfélagi Borgfirðinga og gróð- ararstöðinni Gleym-mér-ei þessa viku í tilefni átaksins. hlh Starfsmenn Orkuveitunnar sinna viðgerðum á aðveituæðinni skammt frá Berjadalsá í síðustu viku. Fjórar bilanir á einum sólarhring Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi tóku forskot á sæluna í vorhreingerning- unum í liðinni viku. Hér má sjá nemendur þriðja bekkjar með rusl sem þeir tíndu ásamt kennara sínum og skólaliðum í nágrenni skólans. Í þeirra huga er mikilvægt að hugsa vel um náttúruna og setja allt rusl í ruslatunnur. Standa fyrir umhverfisátaki í Borgarnesi í næstu viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.