Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Eins og greint var frá í Skessu- horni fagnaði Guðný Baldvins- dóttir í Borgarnesi hundrað ára af- mæli sínu með veislu í Hjálmakletti á föstudaginn langa. Guðný af- þakkaði vinsamlegast allar gjafir en benti hins vegar gestum á söfnun- arbauk til styrktar MND félaginu sem var á staðnum. Nú hefur verið talið úr bauknum og söfnuðust 270 þúsund krónur. Peningana lagði Guðný umsvifalaust inn á reikning MND félagsins sem á klárlega eft- ir að njóta gjafarinnar í mikilvæga starfi. Rétt er að geta þess að í síðasta tölublaði Skessuhorns varð afleys- ingaritstjóra það á að segja í mynda- texta við frétt um afmæli Guðnýjar að hún hefði klæðst skautbúningi í afmælinu. Það var ekki rétt því eins og margir glöggir lesendur tóku eftir þá klæddist Guðný að sjálf- sögðu upphlut. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. hlh Á Safnasvæðinu í Görðum á Akra- nesi verður handverkskaffið HÚFA - handbragð úr fornum arfi, hald- ið mánaðarlega yfir vetrartímann. Fyrr í apríl var fyrsta kvöldið hald- ið í Stúkuhúsinu þar sem Sigríð- ur Karen Samúelsdóttir fór fremst í flokki og kynnti vattarsaum og húfugerð. Næsta handverkskaffi verður svo haldið um miðjan maí- mánuð þar sem Sigríður mun segja frá sauðskinnsskóm og baldýringu á þjóðbúningana ásamt Önnu Leif Elídóttur. Dreymir um að koma á þjóðbúningadegi Sigríður Karen hefur alla tíð haft mikinn áhuga á íslenska þjóðbún- ingnum og öðru gömlu hand- bragði. Hún gifti sig í upphlut 1973 en eignaðist ekki eigin búning fyrr en tæpum tuttugu árum síðar og var það búningur sem hún saum- aði sjálf. „Ég gifti mig í þjóðbún- ingi sem mágkona mín á. Mamma bað mig svo að geyma silfrið henn- ar ömmu, hún orðaði það þannig að hún lánaði mér það ef ég myndi gera eitthvað úr því. Ég fór á mitt fyrsta námskeið 1995 og gerði þar minn fyrsta upphlut. Það má segja að það hafi verið upphafið af þess- ari söfnunaráráttu minni,“ segir Sigríður og brosir. Síðan þá hefur hún sótt fjölda námskeiða í Reykja- vík til að læra þessa list, ásamt því að hafa staðið fyrir námskeiðum á Akranesi. Hún hefur saumað tíu mismunandi þjóðbúninga, ýmist fyrir sjálfa sig eða aðra fjölskyldu- meðlimi og skartar ávallt sínu fín- asta á Þjóðhátíðardaginn. „Draum- urinn er að koma á einum þjóðbún- ingadegi, þann 15. júní. Þar sem allar konur, menn og börn, komi saman í sínum þjóðbúningi. Við viljum gera meira úr þessu forna handverki en nú er gert og reyna að skapa stemningu í kringum 17. júní, þannig að fólk noti gamla og nýja þjóðbúninga sem leynast víða á heimilum. Þá hafa konur tæki- færi til að nota búninginn og æfa sig að fara í hann. Það eru margir sem eiga þessa búninga til en nota þá ekki því það hefur ekki verið til- efni til þess. Einhverjir segjast ekki lengur passa í sína búninga en það má alltaf laga búningana,“ útskýr- ir Sigríður. Ekki bara saumaskapur Sigríður er fullviss um að áhugi leynist víða fyrir þjóðbúninga- gerð og einnig öðru gömlu hand- bragði. Til stendur að halda nám- skeið á Safnasvæðinu í Görðum og eru hugmyndir um að þau tengist gömlu handbragði. „Upphafið af því eru þessi handverkskaffikvöld. Þau eru hugsuð til að kynna ýmis- legt sem tengist fornu handbragði og einnig til að fá að vita hvað fólk vill læra. Það er svo ótal margt sem kemur til greina og tengist ekki allt þjóðbúningum, heldur er þetta fyrir alla. Vattarsaumur, þar sem saumað er með bein- eða trénál, er til dæm- is ekki tengdur búningum heldur kemur hann beint frá víkingunum. Svo má nefna að það verður einn- ig haldið eldsmíðanámskeið,“ segir Sigríður. Hún segir þó margt tengj- ast þjóðbúningagerðinni. „Þetta er samt ekki bara saumaskapur, held- ur má líka nefna silfursmíði, spjald- vefnað, baldýringu, útsaum, sauð- skinnsskó og rósaleppa. Þetta teng- ist allt ef fólk kýs að búningurinn sé eins og upprunalegur og hand- gerður. Áhuginn hjá okkur sem stöndum að þessu liggur sem sagt í gömlu handbragði og við viljum kynna það ásamt því sem tilheyr- ir þjóðbúningnum,“ útskýrir hún. Næsta handverkskaffi verður hald- ið fimmtudaginn 15. maí og þar verður kynning á sauðskinnsskóm og baldýring á þjóðbúningana. Það þarf ekki annað en áhugann Í framhaldi handverkskaffisins stendur til að halda búningadag sunnudaginn 15. júní. Þann dag mun Guðrún Hildur Rósinkjær, sagnfræðinemi og kjóla- og klæð- skerameistari, halda fyrirlestur um sögu þjóðbúningsins. „Þá verðum við öll sem eigum búninga að sjálf- sögðu uppáklædd. Við viljum endi- lega gera meira úr þessu og koma einhverju af stað með þessum fund- um. Það eru svo margir sem eiga hluti sem tilheyra þjóðbúningnum og vita ekki hvað er hægt að gera við þá. Margir hafa hringt í mig eða stoppað mig úti á götu og vilj- að sýna mér hvaða hluti þeir eiga. Þessi fundur í maí er til að und- irstrika að fólk komi og hafi fólk áhuga á að koma með það sem það á til að fá að vita hvað er hægt að nota er það alveg sjálfsagt. Margar hafa komið og gert búninga úr ein- hverju eldgömlu sem þær héldu að ekki væri hægt að nota þannig að oft er eitthvað lítið sem ýtir manni af stað og í raun þarf ekki annað en áhugann. Það er um að gera að ýta fólki af stað. Það er nóg um að vera í bæjarfélaginu og fólk mætti alveg vera duglegra að taka þátt og mæta þegar eitthvað er um að vera,“ seg- ir Sigríður Karen. Hún bætir því við að lokum að haldið verði áfram með starfið að loknu sumri. „Við förum af stað aftur í haust. Þetta sem er núna í maí og júní er bara upphafið af einhverju sem verður vonandi stærra og meira.“ grþ Karlakórinn Heiðbjört á sunn- anverðu Snæfellsnesi og Kvæða- mannafélag Heiðsynninga héldu sína árlegu vortónleika í Langa- holti í Staðarsveit síðasta vetrar- dag. Um skemmtilega tónleika var að ræða þar sem bæði góður söng- ur og líflegur flutningur þeirra tíu kórfélaga sem sungu í Heiðbjörtu setti mark sitt á kvöldið. Sungin voru fjölbreytt lög, m.a. lagið Kell- ingin eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur og lag í útsetningu Valentinu Kay. Fjöldi gesta mætti á tónleikana og var klappað vel fyrir kórnum í lok kvöldsins sem brást vel við og söng nokkur aukalög. Kynnir á tón- leikunum var Kristján Þórðars- son bóndi á Ölkeldu, sem einnig sagði nokkrar gamansögur af kór- meðlimum milli atriða. Stjórnandi kórsins er Árni Kristjánsson. Fyrir tónleikana bauð Keli vert, staðar- haldari í Langaholti, gestum uppá kjöt- og fiskisúpu sem gekk vel ofan í gesti. Karlakórinn Heiðbjört var stofn- aður árið 2010 og eru kórfélagarnir sem alls eru þrettán talsins bæði úr Staðarsveit, Eyja- og Miklaholts- hreppi og Breiðuvík. Kórinn hef- ur staðið fyrir öflugu kórstarfi frá stofnun og eru vortónleikarnir í Langaholti einn af hápunktunum í starfi hans. psj/hlh Sigríður Karen og Guðjón Sólmundar- son eiginmaður hennar í fullum skrúða á 17. júní. Handverkskaffi haldið mánaðarlega á Akranesi Sigríður Karen hefur gert marga þjóðbúninga síðastliðin ár. Hér er hún ásamt fjölskyldu sinni í uppáklædd í búninga eftir Sigríði. Sómakonan Guðný Baldvinsdóttir á hundrað ára afmæli sínu. Færði MND félaginu 270 þúsund krónur Karlakórinn Heiðbjört á sviði í Langaholti. Ljósm. psj. Skemmtilegir tónleikar í Langaholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.