Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Á tímum eins og þeim síðustu þeg- ar verslun á landsbyggðinni hef- ur staðið höllum fæti meðal ann- ars vegna samkeppninnar við stór- markaðina, er staðan nokkuð góð í Snæfellsbæ. Þar hafa matvöruversl- anir verið starfandi bæði í Ólafsvík og í Rifi, verslanir með fjölbreytt og gott vöruframboð. Verslunin Virkið í Rifi, sem bæði er matvöru- og byggingavöruverslun, var opn- uð snemma árs 1988. Stofnendur og eigendur verslunarinnar, hjón- in Kristín Þórðardóttir og Sturla Fjeldsted, eru nú komin á ákveðin tímamót í lífinu og var útlit fyrir að verslunin hætti um þessi mánaða- mót. Verslunin hafði verið í sölu- ferli í nokkurn tíma án þess að til- boð kæmu. Það var svo ekki fyrr en þau gáfu það endanlega út að þau ætluðu að hætta núna í vor sem að- ilar fóru að sýna versluninni áhuga. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Rifi í síðustu viku voru verulega góðar líkur á því að framhald yrði á rekstri Virkisins og nýir eigendur myndu taka við. Um leið og þau Kristín og Sturla vildu þakka samfélaginu þann samhug sem það hefur sýnt allt frá því þau opnuðu verslunina fyrir 26 árum, vildu þau hvetja fólk til að væntan- legir nýir eigendur fengju að njóta þess sama. Byrjaði í bensín- afgreiðslunni Kristín ólst upp í Reykjavík en flutti með móður sinni 15 ára göm- ul í Ólafsvík. „Mér leiddist óskap- lega fyrst eftir að við fluttum vest- ur. Það tók mig þó ekki langan tíma að festa rætur og enn er ég hér í Snæfellsbæ,“ segir Kristín. Hún er menntaður kennari og kenndi í mörg ár í Ólafsvík. Kristín seg- ir að það hafi verið fyrir hálfgerða tilviljun sem hún fór út í verslun- arrekstur. „Það byrjaði þannig að Gísli Ketilsson sem rak Essóskál- ann á Hellissandi bað mig að af- greiða bensín hjá sér. Það varð svo til þess að ég tók við rekstri skálans um 1980 sem ég kallaði söluskál- ann Tröð,“ segir hún. Spurð hvort að verslunarstörfin hafi höfðað sér- staklega til hennar segir Kristín. „Það eru öll störf skemmtileg en mismunandi skemmtileg.“ Það var einmitt á þessum árum sem Krist- ín rak söluskálann sem hún kynnt- ist Sturlu Fjeldsted. Sturla er bygg- ingameistari sem kom á Hellissand til að byggja við útibú Kaupfélags Borgfirðinga árið 1983. Það var þó skammur tími liðinn frá því sú við- bygging var tekin í notkun þangað til kaupfélagið lokaði á Hellissandi. „Það er frá þeim tíma sem þetta trausta samband hjá okkur hefur enst,“ segir Sturla og brosir. Mikill samhugur í samfélaginu Eitthvað virðist Kristín hafa séð aukna möguleika í verslun og þjón- ustu á svæðinu þar sem þau Sturla ákváðu að byggja þjónustuhús þar sem auk verslunar yrði gistihús og greiðasala. Sturla byrjaði á bygg- ingu hússins árið 1987 og versl- un var opnuð í húsinu 12. febrúar 1988. Það eru reyndar tvær versl- anir sem starfræktar hafa ver- ið í Virkinu, stór og glæsileg mat- vöruverslun og einnig bygginga- vöruverslun. Aðspurð segja þau að verslanirnar hafi gengið ágæt- lega. Sturla, sem einkanlega hefur séð um rekstur byggingavöruversl- unarinnar segir að hún hafi geng- ið mjög vel fram að hruni. Eðli- lega hefur verið þyngra undir fæti eftir það. „Samfélagið hérna hefur staðið mjög þétt með okkur, ekki síst margir útgerðarmenn sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er aug- ljóst að hérna sýnir fólk mikla sam- félagslega ábyrgð. Það gerir sér grein fyrir að samfélagið á lands- byggðinni byggist á því að við tök- um vel utanum hvort annað. Það er ekkert sjálfgefið að hér sé öflug og góð þjónusta, svo sem bakarí, apó- tek, verslanir og ýmiss þjónustufyr- irtæki,“ segir Sturla og Kristín tek- ur undir það. Verslun með hjarta Þau Sturla og Kristín segja að vissu- lega séu þetta mikil tímamót sem þau eru komin á núna. „Skrokk- urinn er farinn að láta á sjá og við erum orðin þreytt, kominn tími til að aðrir taki við. Við eigum fólki hér, viðskiptavinunum okkar, margt að þakka. Þeirra traust og vinátta í okkar garð um tíðina hefur reynst okkur ómetanleg. Það er svolítill kvíði í mér að yfirgefa verslunina. Ég mun sjá eftir henni, þetta er verslun með hjarta. Það má segja að hún sé félagsmiðstöðin hérna,“ segir Kristín og ítrekaði hvatningu um að fólk myndi styðja vel við bakið á væntanlegum rekstraraðil- um Virkisins. Átta herbergi í gistiheimilinu Það tók reyndar þau Kristínu og Sturlu alllangan tíma að innrétta rýmið í Virkinu fyrir gistiheim- ilið. Það var gert í hruninu marg- fræga og tekið í notkun fyrir fimm árum. Auk ferðamanna og gesta hafa herbergi verið leigð til áhafna vertíðabáta og þeim séð fyrir mat í landlegum. „Það hefur verið mik- ið meira um ferðamenn frá hruni og við sáum tækifæri í því,“ seg- ir Kristín. Herbergin í gistiheim- ilinu eru átta talsins, að meðtöldu stóru fjölskylduherbergi þar sem tvö herbergi eru sameinuð. Það er dóttir þeirra Erla Lind Þórisdótt- ir og maður hennar Sigursteinn Þór Einarsson sem ætla að standa fyrir rekstri gistiheimilisins. „Þau hafa mikinn áhuga fyrir rekstrin- um en hún er reyndar líka að afla sér kennaramenntunar. Við erum ánægð með að fyrirtækið þar sem við höfum staðið vaktina í 26 ár og lagt sálina í mun halda áfram þrátt fyrir að við hættum, enda er eng- inn ómissandi,“ sögðu þau Kristín Þórðardóttir og Sturla Fjeldsted að endingu. þá Vetrarstarfi Lionsklúbbs Stykk- ishólms er senn að ljúka og hafa klúbbfélagar unnið vel að ýmsum verkefnum í vetur. Helstu fjárafl- anir klúbbsins eru sala dagatals og jólakorta, sala heillaóskaskeyta, blómasölur auk ýmissa verkefna sem Lionsmenn eru alltaf tilbúnir að sinna. Allir fjármunir sem fé- lagar afla í nafni klúbbsins meðal almennings og fyrirtækja eru sett- ir í verkefni sem klúbbfélagar velja að styrkja. Flest verkefnin tengjast yngstu eða elstu íbúunum og einnig St. Franciskusspítalanum. Í síðustu viku heimsóttu Lions- menn nemendur og starfsfólk Leikskólans í Stykkishólmi og af- hentu þeim skjávarpa og fjórar iPad spjaldtölvur til að nota í skóla- starfinu. Daginn eftir var spítal- inn heimsóttur og þar var Háls- og bakdeildinni afhent æfingahjól sem hentar vel þeim sem geta ekki not- að hefðbundin æfingahjól. Einnig var deildinni formlega afhent óm- skoðunartæki en fjársöfnun vegna þess var í umsjón Lionsklúbbs- ins. Frumkvæði að söfnuninni átti Jóhann Frímann Álfþórsson sem var sjúklingur á deildinni. Hann fékk Lionsklúbbinn í lið mér sér og með aðstoð Velferðarráðuneyt- is, Stykkishólmsbæjar, verkalýðs- félaga, fyrirtækja og annarra sjóða tókst að safna þeim 6,7 milljónum sem tækið kostaði. Á sumardaginn fyrsta bauð klúbburinn svo á fund sinn fulltrúa Aftanskins, félags eldri borgara í Stykkishólmi, fulltrúa frá Lionsklúbbnum Hörpu og umsjón- armönnum skátastarfs Royal Rang- ers í Stykkishólmi. Þessir aðilar tóku þar við styrkjum frá klúbbn- um sem viðurkenningu fyrir gott starf í þágu samfélagsins. eb Frá afhendingu styrkja og viðurkenninga á sumardaginn fyrsta. Lionsklúbbur Stykkishólms veitti góða styrki Frá afhendingunni í Leikskólanum í Stykkishólmi. Eiga samfélaginu mikið að þakka -Spjallað við kaupmennina í versluninni Virkinu í Rifi Sturla Fjeldsted og Kristín Þórðardóttir hafa rekið verslunina Virkið í Rifi frá stofnun eða í 26 ár. Þau eru nú að hætta kaupmennsku vegna aldurs. Afgreiðslustúlkur í matvöruversluninni Virkinu: Helga Guðrún Sigurðardóttir, Erla Lind Þórisdóttir og Hrefna Bjarnadóttir. Verslunin Virkið í Rifi. Sturla í byggingavöruversluninni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.