Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Komum af stað! www.n1.is facebook.com/enneinn Ertu á lausu í sumar? N� Borgarnesi óskar eftir lífsglöðu og kraftmiklu fólki til starfa yfir sumarmánuðina. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður með fjölbreyttum verkefnum og iðandi mannlífi frá morgni til kvölds. Við leitum að þjónustufúsu fólki sem er lipurt í mannlegum samskiptum. Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru algjört skilyrði. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er alltaf kostur. Ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega sækja um á www.n1.is Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson stöðvar stjóri í síma 440 1333. Hótel Hellissandur - Klettsbúð 9 - 360 Hellissandur Sími 430 8600 - Fax 430 8601 - hotelhellissandur@hotelhellissandur.is Sjúkraflutningamaður óskast til starfa í hlutastarf hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Ólafsvík. Æskilegt að viðkomandi hafi grunnmenntun sjúkraflutninga EMT-B og meirapróf. Starfið er laust frá 01.07. 2014. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2014. Upplýsingar gefur: Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE s. 893 1367 gisli.bjornsson@hve.is SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR ÓSKAST í hlutastarf í Ólafsvík Auglýsing um starfsleyfi Samkvæmt ákvæðum 9. og 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er hér með lýst eftir athugasemdum við starfsleyfistillögu að starfsleyfi fyrir 19000 fugla eggjabú Brúneggs ehf. að Stafholtsveggjum í Borgarbyggð. Hér er um vistvæna eggjaframleiðslu að ræða skv. skilgreiningu þar um. Starfsleyfistillagan liggur frammi á skrifstofu Borgarbyggðar, Ráðhúsinu í Borgarnesi, á opnunartíma 2. maí til 30. maí 2014. Einnig er hægt að nálgast tillöguna hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands (heilbrigdiseftirlit@vesturland.is). Athugasemdir við tillöguna skal senda skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Innrimel 3, 301 Akranes í seinasta lagi 2. júní 2014 og skulu þær vera skriflegar. Heilbrigðisnefnd Vesturlands Svipmynd úr gömlu stofunni. án og Ragnheiður búa. Þau höfðu þar áður búið í Reykjavík og Dan- mörku þar sem Anna Dröfn lagði stund á skraddaranám. Þau ákváðu svo að færa sig á heimaslóðir en Anna Dröfn er einnig Vestlending- ur, ættuð frá Kópareykjum í Reyk- holtsdal. Tveimur árum eftir að þau fluttu í sveitina hóf Anna Dröfn störf hjá Ragnheiði, sem nokkurs kon- ar „altmulig“ manneskja. Hjörleif- ur hafði áður unnið sem smiður hjá föður sínum. „Mín aðkoma að þess- um húsum framan af var að koma hingað í framkvæmdir: Að breyta, laga og bæta. Pabbi dekraði við mig að því leyti að leyfa mér að vinna í þessu húsi ef þörf var á því á með- an aðrir voru kannski sendir annað að vinna,“ útskýrir hann. Þau eiga það sameiginlegt að hafa alist upp að hluta til hjá ömmu sinni og afa. „Við ólumst bæði upp við að þurfa að taka til hendinni - við að vinna. Það hef- ur skólað okkur ágætlega til og und- irbúið okkur undir það sem við erum að gera í dag,“ bæta þau við. Lausnarorðið er gestrisni Mikil breyting varð á starfsemi í Ensku húsunum 1997. Þá var áin leigð út í heild sinni og veiðifélag- ið lét byggja nýtt veiðihús. Þar með breyttist hlutverk hússins frá því að vera veiðihús í það að verða gisti- heimili í ferðaþjónustu. „Við tókum upp gamla nafnið „Ensku húsin“ á gistiheimilið og gerðumst aðilar að Ferðaþjónustu bænda og má segja að það hafi verið okkur góður bakhjarl. Það var ákveðinn uppgangur í ferða- mennskunni á þessum tíma og við nutum góðs af því,“ segir Ragnheið- ur. Hjörleifur og Anna Dröfn bæta því við að þeim finnist það ákveðin skrautfjöður að fá að tilheyra Ferða- þjónustu bænda og séu mjög stolt af því. Ragnheiður segir ferðaþjón- ustuna á staðnum hafa unnist upp hægt og rólega. „Það sem gerðist var að hér var unnið með mikilli útsjón- arsemi, góðum hugmyndum og góð- um mat og þannig óx þetta að því sem það er orðið í dag,“ segir Hjör- leifur og hrósar foreldrum sínum. Þau nefna að lausnarorðið í ferða- þjónustu sé gestrisni. „Hér í Ensku húsunum er fólk til dæmis aldrei rukkað fyrir kaffi. Það tíðkast ekki hér í sveitinni að rukka fyrir kaffi og það á heldur ekki að gera hér að okk- ar mati. Fólk getur bara kíkt við og fengið sér kaffisopa eins og það gerir í sveitinni,“ segir Hjörleifur. Lambalækur er flaggskipið Stefán og Ragnheiður bættu enn frekar við gistikost Ensku húsanna fyrir tíu árum. „Við tókum húsið Lambalæk í notkun 2004. Þetta var gamalt íbúðarhús að Galtarholti í Borgarhreppi sem var orðið hrör- legt og illa farið. Við gerðum hús- ið upp í upprunalegt horf og flutt- um það í nágrenni Ensku húsanna og nýtum það sem gistiheimili með Ensku húsunum. Hægt er að leigja Lambalæk sem sumarbústað og hann hentar einstaklega vel fyr- ir allt að tólf manns sem vilja koma og dvelja í hundrað prósent alda- mótakyrrð,“ segja þau. Lambalæk- ur var upprunalega byggður 1896 í sömu norsku verksmiðju og veiði- húsið og er því systurhús Ensku húsanna. „Þetta hús er flaggskipið á smíðaferlinum hans pabba. Það er listilega vel unnið,“ segir Hjörleif- ur stoltur. Sumarið nánast fullbókað Með auknum ferðamannafjölda á landinu hefur gestum í Ensku hús- unum fjölgað umtalsvert á milli ára. „Á síðasta ári seldust rúmlega fimm þúsund gistinætur og er stöð- ug aukning á milli ára. Maímánuð- ur núna bókast eins og júnímánuður gerði í fyrra. Við verðum því vel vör við aukningu ferðamanna til lands- ins og sumarið er nánast fullbókað. Við erum byrjuð að bóka fyrir sum- arið 2015,“ segir Anna Dröfn sem sér um rekstrarhliðina á staðnum. Yfir sumartímann starfa tíu manns í Ensku húsunum. „Við erum svo ljónheppin að við erum með frá- bært teymi af fólki sem er tilbúið að vinna hjá okkur sumar eftir sum- ar. Þetta eru krakkar af svæðinu hér í kring og það eru forréttindi að fá svona starfsfólk ár eftir ár,“ bæta þau við. Staðurinn er opinn allt árið um kring og hefur ferðamannastraum- urinn verið tvískiptur, erlend- ir ferðamenn á sumrin en íslensk- ir á veturna. „Þó fer erlendu ferða- mönnunum yfir vetrartímann fjölg- andi. Ég á erfitt með að skilja þeg- ar fólk talar um að engir ferðamenn komi yfir vetrartímann og hefur svo ekki opið á þeim tíma. Auðvit- að kemur enginn ef það er ekki opið,“ segir Hjörleifur. Hann segir öðruvísi ferðamenn koma á veturna en á sumrin. „Þá kemur frekar fólk sem er að leita að ákveðinni stemn- ingu; kulda, myrkri og norðurljós- um. Fólk fær að kynnast sveitinni, að kíkja á bæinn eftir matinn og gefa kindunum. Þetta finnst okkur svona skemmtileg ferðamennska og ferða- þjónusta,“ segir Hjörleifur. Reyna að vera sjálfbær Þetta er fyrsta ár yngri hjónanna eft- ir að þau tóku við rekstrinum og er þjónustan í stöðugri þróun. „Það má segja að þetta sé búið að vera í þró- un frá upphafi, það er alltaf eitthvað nýtt að gerast,“ segir Anna Dröfn. Þau reyna að vera sjálfbær með það sem hægt er og eru sauðfjárbænd- ur við hlið rekstursins, með um það bil áttatíu fjár á vetrarfóðrum. Þau hafa hug á að fjölga fénu. „Við not- um svo kjötið hér, bjóðum eingöngu upp á okkar eigið lambakjöt og það má alveg segja að þetta sé gæða- stýrð framleiðsla. Við erum aðilar að Beint frá býli og erum að byrja að rækta okkar eigið grænmeti líka. Við stefnum á að eftir tvö ár verðum við farin að rækta allt sjálf,“ held- ur Anna Dröfn áfram. Hjörleifur bætir því við að kokkurinn á staðn- um sé mikill ræktandi og sé fylgj- andi þessari þróun. Hjörleifur kokk- ar á móti honum. Hjónin eru einn- ig með hænsn og nota eggin í eld- húsinu. „Nú eru svo að bætast við svín, við ætlum að gera tilraun með þá ræktun. Ég er í námi hjá Einari á Tungulæk í að reykja kjöt og langar að læra að gera skinku,“ segir Hjör- leifur að endingu. Greinilegt er að það er nóg að gerast í Ensku hús- unum við Langá á Mýrum, nú á 130 ára afmælisári húsanna og fimmtíu ára starfsafmæli fjölskyldunnar. grþ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.