Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Þegar maður verður stór Leiðari „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?“ Þessa klassísku íslensku spurningu kannast margir við. Henni er gjarnan beint til barna í mestu vinsemd við skemmtileg tilefni, enda bera tilsvörin oftar en ekki einlægni barnanna skemmtilegt vitni. „Ég ætla að verða ljón, þau eru svo sterk,“ heyrði ég eitt ungt barn segja einu sinni í léttum tón. „Ég ætla að verða geimfari,“ „Ég ætla að verða lögga“ og „Ég ætla að verða læknir,“ hef ég líka heyrt sagt. Metnaðurinn er oftar en ekki mikill hjá þeim ungu og efni- legu. Það að ákveða hvað maður verður þegar maður er orðinn stór er oft ein sú mikilvægasta ákvörðun sem maður tekur á lífsleiðinni. Fyrir marga er hún erfið, því stundum eru menn ekki alveg hundrað prósent vissir hvort að velja skuli þessa eða hina námsleið eða starfsvettvang. Ákvörðun verður þó að taka. Enginn kemst framhjá því. En af hverju velur fólk þetta frekar en hitt? Er það vegna eigin áhuga eða er það vegna áhuga samfélagsins? Þetta kemur upp í hugann þegar lesn- ar eru fréttir um að það vanti nemendur til að læra vissar starfsgreinar hér á landi, sumar iðngreinar sem dæmi. Á móti heyrir maður fregnir af því að of margir leiti í fög þar sem nóg er af fólki fyrir, t.d. í lögfræði og við- skiptafræði. Einhver kann að segja að vinsældir milli greina ráðist að ein- hverju leyti af þeim tekjumöguleikum sem kunna að bjóðast einstakling- um. Um það er þó erfitt að fullyrða og hafa aðrir þættir vitaskuld töluverð áhrif líka. Hvað er hægt að gera til að ná jafnvægi í þessum málum? Ein aðferð, sem þarf ekki að vera flókin í mínum huga, er að hver og einn komist í kynni við hinar ýmsu atvinnugreinar snemma á lífsleiðinni í gegnum skólakerfið. Þannig er hægt að komast í tæri við það sem tekur við á hinum enda skóla- göngunnar. Hér er ég að horfa til grunnskólastigsins. Málshátturinn segir nefnilega að snemma beygist krókurinn. Börn og unglingar fylgjast ansi vel með og dæmin sanna að heimsóknir og annað uppbrot á hinni hefðbundnu kennslustund, t.d. að fara í kynnisferð út fyrir skólalóðina, man þessi hópur vel til lengri tíma. Í slíkum ferðum kviknar oftar en ekki áhugi, jafnvel nýj- ar hugmyndir og væntingar. Ég veit gott dæmi um þetta úr mínum heimabæ, Borgarnesi. Kynslóð- ir nemenda í grunnskólanum í bænum muna t.d. vel eftir starfskynning- um sem fara fram í lok 10. bekkjar sem skipulagðar voru af Rótarýklúbbi Borgarness. Þar gafst nemendum kostur á að velja sér fyrirtæki eða stofnun í bænum til að heimsækja, allt að þrjár. Nemendur völdu sér síðan eitt fyr- irtæki til að kynnast á sameiginlegum kynningarfundi sem Rótarýklúbbur- inn stóð fyrir með nemendum og klúbbfélögum. Bestu kynningarnar fengu síðan verðlaun. Þetta virkaði mjög hvetjandi á nemendahópinn sem ég til- heyrði á sínum tíma. Veit ég að margir öðluðust góða reynslu í glímunni við að setja saman kynningar. Sú reynsla nýttist vel síðar. Ekki síður lagð- ist vel í nemendahópinn hvað Rótarýfélagarnir hlýddu vel á erindi okkar á fundinum, spurðu spurninga og sýndu okkur þannig töluverðan áhuga. Eftir því sem ég best veit er þetta samstarf grunnskólans og Rótarýmanna enn við lýði og er það vel. Ég þykist vita að álíka verkefni eru unninn hjá flestum grunnskólum í landshlutanum. Þeim mætti hins vegar fjölga og mættu þau vera unnin fyrr á skólagöngunni. Það að hægt sé að fá að kynnast ólíkum sviðum at- vinnulífsins, hvort sem það er starfsemi byggingafyrirtækis, spítala, versl- unar, lögfræðistofu, bændabýlis, útgerðar, tölvufyrirtækis, banka eða lög- reglustöðvar. Allt slíkar heimsóknir væru gott veganesti fyrir framtíðina hjá yngri kynslóðinni. Það hjálpar henni að kynnast mósaík samfélagsins betur og stækka sjóndeildarhringinn. Það sem meira er, það undirbýr hana betur til að geta svarað þeirri spurningu hvað maður ætlað að verða, þegar mað- ur verður stór. Heiðar Lind Hansson. Mjög góður afli hefur verið í öll veiðarfæri síðan hrygningarstopp- inu lauk á Snæfellsnesi á dögun- um. Handfærabátar hafa verið að fá upp í þrjú tonn í róðri síðustu daga, en bátarnir hafa verið að róa stutt og sumir komið með fullfermi eft- ir skamman tíma. Veiðin hefur ver- ið slík að sjómenn hafa þurft að hætta veiðum snemma dags til þess að ofhlaða bátana ekki um of. Sem dæmi um aflabrögð þá fékk Sigur- jón Hilmarsson á Nonna í Vík SH slétt 3 tonn eftir stuttan dag á mið- unum. Einnig voru feðgarnir Krist- ófer Jónasson og sonur hans Böðvar á Sædísi SH með góðan dagsafla. af Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ samþykkti á fundi sín- um síðastliðinn fimmtudag, sum- ardaginn fyrsta, framboðslista sinn vegna komandi bæjarstjórnarkosn- inga í sveitarfélaginu. Þær fara fram sem kunnugt er 31. maí næst- komandi. Efsta sæti D listans skip- ar Kristín Björg Árnadóttir bæjar- fulltrúi og verkefnastjóri og tekur hún þar með við oddvitasætinu af Jóni Þóri Lúðvíkssyni, forseta bæj- arstjórnar. Hann skipar nú 14. sæti listans sem er heiðurssætið. Jón Þór hættir því sem bæjarfulltrúi eftir 16 ára setu í bæjarstjórn, en þar af hef- ur hann verið í 12 ár sem formaður bæjarráðs og fjögur sem forseti bæj- arstjórnar. Annað sæti listans skip- ar áfram Kristjana Hermannsdótt- ir bæjarfulltrúi, þriðja sætið skip- ar Björn Hilmarsson útibússtjóri og þá skipar Rögnvaldur Ólafsson bæjarfulltrúi fjórða sætið. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Kristín Björg Árnadóttir verk- efnastjóri. 2. Kristjana Hermannsdóttir skrif- stofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofu- maður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir versl- unarstjóri. 6. Örvar Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþrótta- kennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Po- ulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fisk- vinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hót- elstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakara- meistari. Kristinn áfram bæjarstjóraefni Bæjarstjóraefni listans er líkt og áður Kristinn Jónasson núverandi bæjarstjóri Snæfellsbæjar, en hann gaf það út á fimmtudaginn að hann myndi gefa kost á sér áfram sem bæjarstjóraefni. Hann hefur verið bæjarstjóri í Snæfellsbæ frá 1998, eða í 16 ár. Sjálfstæðismenn í Snæ- fellsbæ fengu í síðustu bæjarstjórn- arkosningum fjóra bæjarfulltrúa af sjö kjörna og hafa því stjórnað bæjarfélaginu með hreinum meiri- hluta. Þeir hafa hafa verið í meiri- hluta einir eða í samstarfi við aðra allar götur síðan sveitarfélagið varð til árið 1994. hlh Vinstri hreyfingin grænt fram- boð á Akranesi hefur samþykkt og kynnt framboðslista sinn fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar. Þröst- ur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi og kennari skipar áfram oddvitasæti listans, en hann hefur setið í bæj- arstjórn Akraneskaupstaðar undan- farið kjörtímabil. Í öðru sæti listans er Reynir Þór Eyvindsson verk- fræðingur og í því þriðja Elísa- bet Ingadóttir viðskiptafræðingur. Vinstri grænir fengu einn bæjar- fulltrúa kjörinn í síðustu kosning- um og sat flokkurinn í meirihluta ásamt Samfylkingu og Framsókn- arflokki - óháðum. Listi VG í heild sinni er þannig: 1. Þröstur Þ. Ólafsson kennari og bæjarfulltrúi 2. Reynir Þór Eyvindsson verk- fræðingur 3. Elísabet Ingadóttir viðskipta- fræðingur 4. Hjördís Garðarsdóttir aðstoðar- varðstjóri á Neyðarlínunni 5. Guðrún Margrét Jónsdóttir eðl- isfræðingur 6. Jón Guðmundsson garðyrkju- fræðingur 7. Valgerður Helgadóttir nemi 8. Eygló Ólafsdóttir stuðnings- fulltrúi í FVA 9. Björn Gunnarsson læknir 10. Ólöf Samúelsdóttir félagsráð- gjafi 11. Inga Nína Sigríður Jóhanns- dóttir rafeindavirkjanemi 12. Jón Árni Friðjónsson kennari 13. Elísabet Jóhannesdóttir kenn- ari 14. Ingibjörg Gestsdóttir þjóðf- ræðingur 15. Guðmundur Þorgrímsson kennari 16. Jón Hjartarson hárskeri 17. Rún Halldórsdóttir læknir 18. Benedikt Sigurðsson kennari. hlh Listi Vinstri grænna á Akranesi kynntur Þröstur Þór Ólafsson er oddviti VG á Akranesi. Sigurjón Hilmarsson í bátnum sínum Nonna í Vík SH. Góð aflabrögð eftir hrygningarstopp Kristín Björg leiðir lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ Frambjóðendur D-lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ 2014. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.