Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Á landinu bláa
Á ferð minni um vestur- og suðurhluta landsins undanfarnar helgar hef
ég tekið eftir hversu óvenjulega hagfelld veðráttan hefur verið gróðrinum.
Miðað við árstíma eru tún afar vel sprottin og víða eru grös farin að falla
undan eigin þunga. En það er fleira en grösin sem spretta. Trjágróður er
í miklum vexti og til að mynda aspargöng við bæi og heimreiðar á Suður-
landi virka eins og heimkeyrslur á enskum óðalsbýlum. Sennilega hefur
bændum sem settu þessi tré niður ekki órað fyrir hversu mikill vöxturinn
yrði því víða eru trjágöngin farin að byrgja sýn að reisulegum mannvirkj-
um. Ein er þó sú jurt sem að mínu mati er búið að sá fyrir óþarflega víða.
Það er lúpínan.
Líkt og með stjórnmálamenn síðari tíma kýs fólk ýmist að elska eða hata
lúpínuna. Ekkert þar á milli og því er í uppsiglingu trúabragðastríð með til-
heyrandi ókostum stríðsátaka. Vissulega get ég viðurkennt að lúpína hafi
gert gagn, einkum í þá veru að hefta sandfok á annars gróðurvana auðnum
og helst á sunnanverðu landinu. Styrkur þessarar plöntu liggur jú í sambýli
hennar við bakteríur eða gerla sem binda köfnunarefni úr andrúmslofti og
breyta því í amínósýrur, ammóníkak og nítröt, efni sem plöntur geta nýtt
sér. Þess vegna þarf lúpínan ekki köfnunarefnisáburð og vex raunar hvergi
betur en þar sem skortur er á bundnu köfnunarefni í jarðvegi. Að því leyti
er ódýrara að nota lúpínu til uppgræðslu heldur en grasfræ og áburð í rýru
og gróðurvana landi því ekki þarf að bera á hana áburð. Hins vegar finnst
mér greinilegt að þessi kostur lúpínu hafi verið ofmetinn. Það er til dæm-
is vel hægt að rækta upp gróðurlitla mela án þess að kalla þar lúpínu til að-
stoðar. Það hafa margir reynt með góðum árangri. Einungis þarf aðeins
meiri þolinmæði. Gallinn við lúpínu er hins vegar sá að hún er svo kröft-
ug og hávaxin að hún kæfir flestan annan gróður nema hæstu jurtir og trjá-
gróður með því að hafa af þeim birtuna. Þetta á t.d. við lágvaxið kjarr og
ekki síst berjalyng. Nánast útilokað er að hefta útbreiðslu lúpínu þar sem
sauðfé er ekki af öðrum ástæðum talið heppilegt, svo sem í ungum skóg-
arreitum.
Lúpína og skógarkerfill eiga það sameiginlegt að teljast vera ágeng-
ar plöntur og framandi í íslensku gróðursamfélagi. Staða þeirra í íslensku
plönturíki er því lík stöðu minksins í dýraríkinu; að ganga freklega á aðrar
tegundir sem koma litlum vörnum við. Nú eða staða makrílsins við strend-
ur landsins. Engin tilviljun er að varp fugla er víða að misfarast og má nær
örugglega kenna nýbúanum makríl um sem ryksugar bókstaflega allt smá-
dýralíf við strendurnar. Svipað mætti segja um áhrif þess þegar refnum er
leyft að fjölga sér ótæpilega. Þegar hann er búinn með fugla og egg tek-
ur bara annað fæði við eins og til dæmis lömb og fullorðið fé. Lúpínan er
að sama skapi að stuðla að gróskumiklu gróðursamfélagi þar sem hún vex,
en þess meira einhæfu því hún ryður ýmsum öðrum og æskilegri plöntum
úr vegi. Nú þegar er þetta lúpínuvandamál orðið það umfangsmikið að
ómögulegt er að segja til um framhaldið, þ.e. hvernig og hvenær verður
hægt að uppræta þennan nýbúa í íslenskri flóru - og þann erfiðasta. Sér-
fræðingar hafa bent á að vilji menn hefta útbreiðslu lúpínu er árangursrík-
ast að slá hana á tímabilinu frá 20. júní fram í miðjan júlí, en þá er lágmarks
næringarforði í rótunum. En sannast sagna veit ég ekki hverjir ætla að taka
að sér að slá og hreinsa af þeim þúsundum hektara út um allt land þar sem
lúpína æðir nú óheft yfir ræktað sem óræktað land. Mér finnst þetta slæm
þróun og vona að fylgismenn lúpínu gangi hægar um gleðinnar dyr í út-
breiðslu hennar hér eftir – á landinu sífellt blárra.
Magnús Magnússon
Sunnudaginn 29. júní verður 130
ára vígsluafmælis Hvammskirkju
í Dölum minnst með messu sem
hefst klukkan. 14:00. Sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason, prófastur Vest-
urlandsprófastsdæmis, predikar og
annast altarisþjónustu ásamt sókn-
arpresti, sr. Önnu Eiríksdóttur.
Hanna Dóra Sturludóttir sópran
syngur einsöng við undirleik Hall-
dórs Þorgils Þórðarsonar sem auk
þess leiðir kirkjukór Dalapresta-
kalls í söng.
Í kirkjunni stendur nú yfir Ikona-
sýning eftir listamanninn Helga
Þorgils Friðjónsson sem sett hefur
verið upp af þessu tilefni. Að athöfn
lokinni verður gestum boðið upp á
kirkjukaffi.
Hvammskirkja í Dölum
Torf- og timburkirkja var reist í
Hvammi í Dölum árið 1828, en
63 árum síðar þótti hún í svo lak-
legu ástandi að ákveðið var að ráð-
ast í smíði nýrrar kirkju. Á pásk-
um árið 1884 var sú kirkja vígð, en
hún var frumraun Guðmundar Jak-
obssonar snikkara. Hvammskirkja
telst vitnisburður um sérlega góða
handverkskunnáttu Guðmundar,
en hann kom einnig að gerð Kálfa-
tjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd,
Akraneskirkju og Akrakirkju á Mýr-
um. mm/ae
Framkvæmdir eru á fullu
við byggingu fjölbýlis-
hússins að Sólmundar-
höfða 7 á Akranesi. Ragn-
ar Már Ragnarsson eigandi
og framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins SH7 sem byggir
húsið segir að áætlað sé að
framkvæmdum muni ljúka
í byrjun vetrar og íbúðirnar
31 í húsinu verði tilbúnar
til afhendingar 1. nóvem-
ber. Í lok síðustu viku var
gengið frá samningum um
síðasta stóra verkþáttinn í
húsinu, það er smíði inn-
réttinga. Trésmiðja Akra-
ness mun annast þá smíði
og segir Kristján Einarsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins að þetta
sé langstærsta verkefnið í langan
tíma, en það nær til smíði á
öllum innréttingum í hús-
ið. Aðspurður segir Ragn-
ar Már Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri SH7 að sala
íbúðanna í húsinu gangi
treglega en mikið sé spurt
og hann því bjartsýnn á að
salan muni glæðast á næst-
unni þegar hylli undir að
íbúðirnar verði tilbúnar.
Væntanlegir kaupend-
ur þeirra eru á aldurskeið-
inu 50 plús, en Sólmundar-
höfði 7 er sjávarmegin við
hjúkrunar- og dvalarheim-
ilið Höfða. Því er stutt í
ýmsa þjónustu sem þar er í
boði fyrir eldri borgara. þá
Ljósmynd, sem tekin er á Snæfells-
nesi, vann nýverið til verðlauna í
alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni
iP hone, IPPAWARDS. Mynd-
in hlaut fyrstu verðlaun í flokkn-
um ferðalög og var hún tekin af
nýsjálenska ljósmyndaranum Adri-
enne Pitts. Þátttakendur í keppn-
inni voru frá rúmlega 70 löndum
og veitt voru verðlaun fyrir bestu
myndirnar sem teknar höfðu ver-
ið með iPhone snjallsímum. Adri-
enne Pitts er margverðlaunaður
ljósmyndari sem sérhæfir sig í að
taka ferðamyndir af fólki og stöð-
um víðsvegar um heiminn, þar sem
hún reynir að endurspegla menn-
ingu staðanna sem hún heimsæk-
ir. Ljósmyndin er tekin á ferðalagi
Adrienne um Ísland fyrr á árinu,
þar sem hún tók ólíkar ljósmyndir
víðsvegar um land, meðal annars á
símann sinn. Myndinni lýsir Adri-
enne sem einni af sínum eftirlætis-
myndum.
grþ
Sjaldan gefst eins gott tækifæri fyr-
ir konur til að skarta þjóðlegu en á
sjálfan þjóðhátíðardaginn. Konur á
Akranesi gerðu það í ríkum mæli.
Aðra myndina tók Guðni Hannes-
son á matar- og antikmarkaðnum
í Landsbankahúsinu og hina Kol-
brún Ingvarsdóttir á hátíðarsvæð-
inu.
Prúðbúnar konur á þjóðhátíðardaginn
Mynd af Snæfellsnesi vinnur til verðlauna
Hundrað og þrjátíu ára vígsluafmæli
Hvammskirkju í Dölum
Ragnar Már Ragnarsson hjá SH7 og Kristján Einarsson
framkvæmdastjóri Trésmiðju Akraness handsala samning
um innréttingasmíði í fjölbýlishúsið Sólmundarhöfða 7. Nú er
meðal annars unnið að einangrun útveggja undir klæðingu.
Íbúðirnar á Sólmundarhöfðanum tilbúnar í haust