Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Fyrir 40 árum tók til starfa ungur bæjarstjóri í Stykkishólmi, Sturla Böðvarsson þá 28 ára gamall. Sturla gegndi bæjarstjórastarf- inu í 17 ár eða þar til hann var kjörinn á þing 1991og varð síð- an ráðherra í ríkisstjórn Íslands í átta ár, frá 1999 til 2007 og for- seti Alþingis frá 2007 til 2009. Frá því Sturla hætti á þingi hef- ur hann áfram sinnt verkefnum í sínu samfélagi, m.a í Þróunar- félagi Snæfellinga. Sem kunnugt er var síðan skorað á Sturlu á liðn- um vetri að gefa kost á sér í bar- áttusæti H-listans, 4. sæti og sem bæjarstjóraefni í Stykkishólmi. H-listinn fékk ríflegan meirihluta og fjóra menn kjörna í kosning- um og Sturla tók við lyklunum af skrifstofu bæjarstjóra í síðustu viku. Blaðamaður Skessuhorns hitti Sturlu að máli á skrifstofunni fyrir helgina og lék forvitni á því að vita hvernig það væri að setj- ast nú í stól bæjarstjóra að nýju, muninn á því að byrja núna sem bæjarstjóri og þegar hann byrjaði 1974. Kannski ekki síst hvernig það verði að vinna úr þeirri erf- iðu stöðu sem bæjarsjóður Stykk- ishólms er í en Stykkishólmsbær hefur lítið borð fyrir báru, er rétt við 150% skuldaviðmið sveitarfé- laga sem skapar ekki mikið svig- rúm til framkvæmda. Miklar breytingar á 40 árum Sturla segir að vissulega sé mun- urinn mikill á því að taka við starfi bæjarstjóra núna og var fyr- ir 40 árum. Rekstur sveitarfélag- anna var ekki eins umfangsmik- ill og hann er í dag, en á því varð mikil breyting um áttunda og ní- unda áratuginn. Þá átti sér stað mikil uppbygging víða í lands- byggðunum, fólksfjölgun og mik- il drift. „Staða sveitarsjóðanna var þá ekki alveg eins þröng og í dag vegna þess að fjármálaregl- ur sveitarfélaga voru aðrar, opin- berir sjóðir komu öflugir að ýms- um framkvæmdum, hvort sem um var að ræða lagningu vatns- veitu, byggingu félagsheimila eða hjúkrunar- og dvalarheimila, sem og fleiri verkefnum. Við lögð- um einmitt nýja vatnsveitu sem var risaverkefni, endurbyggð- um gatnakerfið, byggðum skóla og félagsheimili og tókum slag- inn með fleirum að byggja hót- elið hérna sem tekið var í notk- un 1977. Við tókum þátt í því að endurreisa skipasmíðastöðina og byggðum ferjuhöfn fyrir nýja Breiðafjarðarferju sem olli bylt- ingu í samgöngum yfir fjörðinn. Við njótum þess í dag að hafa gengið rösklega til verka og síðan til viðbótar var öflug uppbygging einstaklinga í ferðaþjónustunni hér. Ekki síst hjá þeim hjónum Pétri og Svanborgu í Sæferðum. Við vorum og erum mjög heppin að njóta framtakssemi og dugnað- ar þeirra, samstarfsmanna þeirra og annarra sem veðja á ferðaþjón- ustuna sem framtíðar atvinnu- veg.“ Sturla segir að vissulega sé það mikil breyting að koma nú til starfa sem bæjarstjóri eftir að hafa starfað á Alþingi, sem ráðherra í átta ár og verið forseti Alþing- is. Miklar breytingar hafi einnig orðið í Stykkishólmi sem og víða í þjóðfélaginu á síðustu 40 árum. Ætlumst til of mikils af þeim yngri Sturla segist vera mjög ánægð- ur og þakklátur að fá tækifæri til að koma inn í sveitarstjórnarmálin að nýju þrátt fyrir að það hafi ekki verið á dagskrá að koma í þau aft- ur. Þau séu skemmtileg og gefandi, ekki síst vegna þess að samskiptin við fólkið í bænum séu mikil. „Ég er líka þeirrar skoðunar að við sem eldri erum gerum fullmiklar kröf- ur á yngra fólkið, að það fórni sér umfram okkur í pólitíkina og sveit- arstjórnarmálin. Fólkið sem er upptekið í því að sinna búi, börn- um og áhugamálum sínum og hef- ur lítinn sem engan tíma umfram það. Það er fyrst þegar barnaupp- eldi er lokið, nám að baki og ann- að sem ungt fólk er að sýsla við, sem meiri tími er aflögu í félags- málin. Þess vegna er um að gera fyrir okkur þessi eldri sem höfum rýmri tíma að gefa okkur í sveitar- stjórnarmálin í samstarfi við unga fólkið en krefjast ekki alls af þeim sem yngri eru,“ segir Sturla. Hann segir að vissulega sé að mörgu að hyggja í stöðu sveitarfélaga í land- inu og landbyggðarinnar í dag. Sturla gerir að umtalsefni orð Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í hátíðarræðu á þjóðhátíðardaginn og lýðsveldis- afmælinu á Austurvelli 17. júní. „Ég fagna því að forsætisráðherra hafi við þetta tækifæri á þessum stað lagt áherslu á að rétta þurfi hag landsbyggðanna, sem fyrir borð hafi verið borin eftir banka- hrunið. Nú vona ég að forsvars- menn sveitarfélaganna í landinu fylgi þessu útspili forsætisráðherra eftir með viðræðum við stjórnvöld um úrbætur sem styrki fjármála- lega stöðu sveitarfélaganna,“ seg- ir Sturla. Tekjusamdrátturinn aðalvandamálið Spurður um stöðu Stykkishólms- bæjar í dag og þau stóru við- fangsefni sem bæjarfélagið stend- ur frammi fyrir, segir Sturla að ákveðnar skýringar séu á neikvæðri þróun og fólksfækkun. „Aðal- vandi sveitarfélagsins er að tekj- urnar hafa dregist saman á seinni árum en rekstrarkostnaður aukist með nýjum verkefnum og aukinni kröfu um þjónustu. Það skýrist af nokkrum ástæðum. Ekki síst að íbúum hefur fækkað, núna eru þeir um 1100 en voru yfir 1300 þegar mest var. Fastur kostnaður dreifist því á færri herðar. Tekjusamdrátt- urinn hefur líka orðið vegna þess að við höfum misst frá okkur skatt- greiðendur, svo sem apótekara, lækna og aðra heilbrigðisstarfs- menn vegna fækkunar stöðugilda á sjúkrahúsinu. Stjórnunarstörf hér á sjúkrahúsinu hafa verið lögð nið- ur eða verið flutt burtu frá okkur til Akraness. Við höfum líka misst opinber störf og þetta telur drjúgt. Stærsta áfallið í atvinnulífinu hjá okkur var þó þegar skelfisksstofn- inn í Breiðafirði hrundi og skelin hætti að veiðast. Þá misstum við miklar tekjur úr bæjarsjóði, bæði frá fyrirtækjum og tekjuháum ein- staklingum. Nú krossum við fingur og vonumst til að skelfisksstofninn fari að styrkjast að nýju og skelin fari að veiðast. Það gæti orðið einn þáttur í endurreisn og atvinnuupp- byggingu og fjölgun íbúa sem þarf að eiga sér stað hjá okkur,“ segir Sturla. Hann segir að einnig þurfi að horfa til þess að tryggja heim- ildir til veiða í firðinum og frek- ari nýtingar á lífmassa í Breiða- firði svo sem þangi og þörung- um. „Við viljum hvetja fjárfesta og stjórnendur í atvinnulífinu til þess að fylgja eftir þeim athyglisverðu hugmyndum sem sérfræðingar hjá Matís hafa kynnt og vilja vinna að með öflugum heimamönnum. Það eru mikil verðmæti sem liggja ónýtt í Breiðafirðinum svo ekki sé nú talað um virkjun sjávarfallanna en unnið er að rannsóknum þess merkilega verkefnis.“ Mikilvægustu úrlausnarefnin Sturla dregur engan dul á það að staða bæjarsjóðs sé mjög þröng og þess vegna sé það snúið að ráðast í þau mikilvægu verkefni sem blasi við í bæjarfélaginu. „Bæjarsjóður var rekinn með halla of mörg síð- ari árin og það verður m.a. mitt verkefni og nýrrar bæjarstjórnar að reyna að koma í veg fyrir halla- rekstur á þessu ári. Ef það tekst ekki blasir við enn alvarlegri staða. Við verðum að leggjast á árarnar og vinna úr þröngri stöðu. Hér í Hólminum hefur það verið venja að keppa hart fyrir kosningar en síðan er það samhent sveit sem vinnur að málum sveitarfélagsins. Vonandi verður samstarfið gott í bæjarstjórninni, þannig hefur það alltaf verið þann tíma sem ég þekki best. Það er yfirlýst stefna okkar að helstu úrlausnarefni fyrir utan að treysta fjárhagsstöðu sveitar- félagsins, sé að samþætta sjúkra- hússreksturinn - og öldrunarþjón- ustu og koma henni á einn stað í sjúkrahúsinu og þannig treysta einnig starfsemi Heilbrigðisstofn- unarinnar sem áður var rekin af St.Franciskussystrum en er í dag hluti af HVE. Í því máli er unn- ið í samstarfi við ríkið af starfs- hópi sem heilbrigðisráðherra skip- aði undir formennsku Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur hjúkrunar- forstjóra HVE. Með því að sam- þætta öldrunarþjónustu og rekstur sjúkrahússins eru meiri líkur á að við getum eflt hina rómuðu Bak- deild sjúkrahússins þar sem Jós- ep Ó. Blöndal og hans fólk hefur unnið kraftaverk enda eru þar bið- listar fólks úr öllum landshlutum eftir því að komast þar í bakmeð- ferð. Húsnæðinu þar sem dvalar- heimilið er núna, viljum við breyta í leiguíbúðir fyrir aldraða með þjónustu fyrir þá sem það kjósa. Við stefnum að því að byggja við grunnskólann og viljum koma skólunum undir sama þak, bæði grunnskólanum og tónlistarskól- anum og einnig skapa þar félags- aðstöðu fyrir ungafólkið. Við sjáum bæði faglega og rekstrarlega hagræðingu með því að það takist. Síðan verðum við að fara að sinna umhverfismálunum af krafti, en þau hafa liðið fyrir þrönga stöðu síðustu árin. Framkvæmdir í við- haldi gatnakerfisins, gangstígum og stéttum, ásamt snyrtingu og fegrun bæjarins er mikilvægt verk- efni í bæjarfélagi þar sem svo mikil áhersla er lögð á ferðaþjónustu og umhverfisvernd. Áfram viljum við svo vinna að endurgerð og fegr- un gamalla húsa, sem við Hólmar- ar höfum lagt mikla áherslu á hér í bænum og vinna að breyting- um bæði á deiliskipulagi einstakra bæjarhluta sem og aðalskipulag- inu, en það tekur allt sinn tíma.“ Skekkja milli höfuð- borgar og landsbyggðar Sturla segist sjá greinileg teikn þess að staða ríkissjóðs sé að styrkjast og meiri fjárfestingar séu að fara í gang í þjóðfélaginu sem veiti bjartsýni. Hann vill meina að nú þegar betur fari að ára hjá rík- issjóði sé kominn tími til að end- urmeta skiptinguna milli ríkis og sveitarfélaga og milli sveitarfélaga innbyrðis, þar með verkefni sem flutt hafa verið til sveitarfélaga á seinni árum. Sturla vill einnig að það verði skoðað með veltufjár- muni sem tengjast framkvæmdum að þeir skili sér betur í formi tekna til sveitarfélaganna þar sem fram- kvæmdir og þjónusta á sér stað. Mikil skekkja hafi myndast milli höfuðborgar og landsbyggðar á síðustu árum hvað þetta varðar. „Ég er þeirrar skoðunar að Jöfn- unarsjóðurinn eigi að koma þarna inn af meira afli en verið hefur og við eigum að gera kröfur til þess að hagkvæmni stærðarinnar á höfuðborgarsvæðinu verði nýtt og það svæði gefi eftir tekjur til sveitarfélaga þar sem mesta verð- mætasköpunin verður til og er í raun forsenda þess að höfuðborg- in blómstri. Mér finnst það t.d. ekki ganga lengur að fjöldi fólks sem býr á höfuðborgarsvæðinu en vinnur beint og óbeint út á landi eða við að þjóna landsbyggðunum, að útsvar þeirra renni óskipt til búsetu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Það er ekki sann- gjarnt að allar tekjur af hinni um- fangsmiklu starfsemi ríkisstofnana gangi til höfuðborgarinnar,“ seg- ir Sturla. Hann segir að annars sé helsta ráðið að bregðast við skert- um tekjum og hallarekstri Stykkis- hólmsbæjar, að leita allra leiða til þess að fjölga atvinnutækifærum og um leið íbúum. Staðurinn býður upp á mikla möguleika „Stykkishólmur hefur marga kosti og mikla möguleika í þessu und- ur fagra umhverfi Snæfellsness- ins hér við Breiðafjörðinn. Sam- göngur eru mjög góðar hingað og milli byggðanna á Snæfellsnesi. Við erum skammt frá aðalmark- aðssvæði landsins. Ýmiss þjón- usta og atvinnugreinar standa hér traustum fótum, en okkur vant- ar fleiri atvinnutækifæri, sem ein- ungis verður að veruleika með því að efla starfandi fyrirtæki og með því að skapa meiri fjölbreytni í at- vinnulífinu. Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og þróast og á eflaust eftir að vaxa enn frekar á næstunni. Til dæmis eigum við ónýtta mögu- leika sem er heita vatnið okkar sem er hrein „gullæð“ fyrir heimilin og atvinnulífið. Við vonum að okkur takist að fá meira heitt vatn til að nýta í þágu atvinnuuppbygging- ar. Vatnið er mjög efnaríkt, er tal- ið hafa læknandi áhrif á húðsjúk- dóma og því kjörið í heilsutengda ferðaþjónustu. Sjávarútvegurinn er atvinnugrein sem hefur sterk- ar rætur hér og þarf að eflast enn frekar og þannig mætti áfram telja. Við eigum að geta verið bjartsýn og viljum trúa á bæinn okkar,“ seg- ir Sturla Böðvarsson. þá Leita þarf allra leiða til að efla atvinnustarfsemi og fjölga íbúum Sturla Böðvarsson er sestur í stól bæjarstjóra Stykkishólms aftur eftir langt hlé Sturla Böðvarsson með lífæð samfélagsins í baksýn, Stykkishólmshöfn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.