Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 40
www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Franski listamaðurinn Francois Jouas Poutrel er nú staddur hér á landi til að teikna myndir af vitum á Vesturlandi. Myndirnar teikn- ar hann með bambus pennum og bleki og verða þær til sýnis í Sögu- miðstöðinni í Grundarfirði næsta mánuðinn. Francois er vel þekkt- ur listamaður í heimalandi sínu en hann var þar vitavörður í 35 ár áður en hann lét af störfum árið 2008. Francois kemur frá bænum Paimpol í Frakklandi sem er vinbær Grund- arfjarðarbæjar en koma Francois og sýningin á verkum hans er sam- starfsverkefni Franska sendiráðsins á Íslandi, Grundarfjarðarbæjar og Alliance francaise samtakanna á Ís- landi. Þetta er þó ekki fyrsta heim- sókn Francois til Íslands en hann kom einnig hingað til lands í mars á þessu ári. Þá sýndi hann verk sín í Norræna húsinu auk þess sem hann lagði grunninn að þeim teikning- um sem eru til sýnis í Sögumið- stöðinni í Grundarfriði. Alls eru 20 teikningar á sýningunni í Grundar- firði, tíu eru af vitum á Vesturlandi og aðrar tíu af vitum frá heimaslóð- um Francois í Frakklandi. Sýningin hófst föstudaginn 20. júní og stend- ur til 20. júlí. Hver viti er einstakur í útliti Francois hefur lengi fengist við teikningar og málun og eru vitar í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Ég hef alltaf haft gaman að því að teikna og mála. Ég byrjaði að teikna þegar ég var strákur og þegar ég starfaði sem vitavörður fór ég að lesa lista- bækur og mála vitann minn í mörg- um mismunandi liststílum. Það besta við vita er að það eru engir tveir alveg eins. Þeir eru reistir við mjög mismunandi aðstæður og því hefur hver viti sitt sérstaka útlit. Ég hef farið víða um heiminn að teikna myndir af vitum og er orðinn sér- fræðingur í þeim. Ég þekki ólíkan byggingarstíl þeirra og ég er orðinn svo fróður um þá að ef mér er sýnd mynd af vita get ég undantekninga- laust giskað á hvar hann er staðsett- ur,“ segir Francois. Vill teikna meira af Íslandi Francois mun snúa aftur til Frakk- lands eftir tíu daga ferð sína um Ís- land en hann vonast til að koma aft- ur og teikna meira af Íslandi. „Ég er mjög hrifinn af Íslandi og von- andi verð ég kominn hingað aftur áður en langt um líður. Ég myndi vilja fara til Vestmannaeyja og hitta vitavörðinn þar, sem mér er sagt að sé sá síðasti á Íslandi. Það er margt sem ég gæti teiknað á Íslandi fyr- ir utan vita. Ég hef mestan áhuga á að teikna byggingar og það eru margar kirkjur og bryggjur hér á Íslandi sem mér finnst fallegar,“ segir Francois að lokum um fagran byggingarstíl Íslendinga. jsb Francois heldur hér á mynd sem hann teiknaði af gamla vitanum á Suðurflös en hún er ásamt öðrum myndum til sýnis í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Franskur listamaður teiknar myndir af vitum á Vesturlandi Franski listamaðurinn og fyrrum vitavörðurinn, Francois Jouas Poutrel á toppi Akranesvita. Francois sést hér teikna mynd af Akranesvita í bók sem hann færði Hilmari Sigvaldasyni, umsjónarmanni Akranesvita að gjöf. Gleðilega Brákarhátíð! Í tilefni Brákarhátíðar í Borgarnesi er öllum krökkum boðið á Landnáms- og Egilssögusýninguna í Landnámssetrinu laugardaginn 28. júní Opið alla daga kl. 10.00 – 21.00 Brákarbraut 13-15 • www.landnam.is • s: 437 1600 S K E S S U H O R N 2 01 4 LANDNÁMSSETur Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.