Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Mikil aðsókn á róbótasýninguna Meðal viðburða á 17. júní á Akra- nesi var opnun Rótbótasýningar í kjallara hússins við Skólabraut 37, við hlið Akratorgs. Um er að ræða safn í eigu Björgvins Björgvinsson- ar en það hefur ekki verið aðgengi- legt almenningi fyrr en nú. Það eru Björgvin og eiginkona hans Krist- björg Traustadóttir sem standa fyr- ir sýningunni í samstarfi við Akra- neskaupstað en sýningin stendur fram í júlí og er aðgangur ókeyp- is. Á róbótasýningunni gefur að líta á sjötta hundrað róbóta og geim- tengdra leikfanga allt frá árinu 1950 til dagsins í dag. Stöðugur straum- ur fólks var á sýninguna á opnun- ardaginn og greinilega mikill áhugi fyrir vélmennunum og geimverun- um, ekki bara hjá ungum sýningar- gestum. Þess má geta að Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri á Akranesi og fyrrum starfsmaður Reykjavíkur- borgar náði sér einmitt í kveðju- gjöf úr róbótasafninu þegar hún og fleiri kvöddu Jón Gnarr fráfarandi borgarstjóra í Reykjavík á dögun- um. Var þessi gjöf við hæfi, þar sem borgarstjóri lýsti, eins og frægt er í viðtali á RUV, aðdáun sinni á geim- verum. þá Björgvin Björgvinsson og kona hans Kristbjörg Traustadóttir sem standa að róbótasýningunni. Hátíðardagskrá í Rifi með vöfflum og Grímuverðlaunaverki Klukkan tvö sunnudaginn 29. júní nk. býður leikhúsið Frystiklefinn í Rifi upp á hátíðardagskrá. Tilefn- ið er að Árni Kristjánsson, einn þriggja starfsmanna Frystiklefans, vann Grímuna fyrir útvarpsverk ársins. Frystiklefinn er leikhús og menningarmiðstöð í Rifi á Snæ- fellsnesi, en í Frystiklefanum rúm- ast fleiri gestir en búa í bænum. Kári Viðarsson leikhússtjóri er að vonum stoltur af Árna: „Okk- ur í Frystiklefanum fannst það til- valið að kynna verkið hans Árna almennilega fyrir bæjarbúum og öðrum sem hafa áhuga. Söngur hrafnanna fjallar um Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi og við bjóð- um fólki í leikhúsið þar sem hægt verður að hlusta á verkið og fá kaffi og vöfflur. Dagskráin hefst stund- víslega kl. 14 en einnig verða söng- lög og kynning á Davíð Stefáns- syni. Aðgangur er ókeypis og dag- skránni lýkur áður en næsti fót- boltaleikur hefst í sjónvarpinu!“ Árni starfar við miðasölu og tæknikeyrslu í Frystiklefanum en þess á milli vinnur hann að næsta leikriti sem er styrkt af Menning- arsjóði tengdum nafni Jóhannes- ar Nordal. „Það er frábært að hafa fengið vinnustofu hér í Frystiklef- anum til að reita hárið yfir næsta verki,“ segir Árni glaður í bragði. „Það tók langan tíma að skrifa Söng hrafnanna og rannsóknar- vinnan var mikil. Ég hef fjallað um Davíð og þetta verk mitt á kynn- ingum í Róm, Reykjavík og á Akur- eyri. Ég vona að sem flestir mæti til okkar í kaffi og vöfflur hér í Rifi.“ Nánari dagskrá Frystiklefans má finna á heimasíðu leikhússins þar sem fjöldi viðburða á ensku og íslensku verða haldnir þar yfir sumartíðina. mm Árni Kristjánsson við skilti sem vísar leið til Frystiklefans. Í blankheitanna köldum klóm - kvelst ég langan daginn Vísnahorn Þegar Kári Stefánsson samdi við björgun- arsveitirnar um söfnun á erfðaefnissýnum varð þar með ósjálfráð tenging milli ímynd- anna hvort sem sú tenging er nú með réttu eða röngu. Eitthvað fór þessi samtenging fyrir brjóstið á Rúnari Kristjánssyni og þótti enda að ekki hefði Erfðagreiningarforstjórinn fengið fullan skammt af pólitískum hugsjón- um föður síns. Varð það tilefni eftirfarandi: Á staurfætinum stóð sig vel Stefán faðir Kára. En eignaðist þann syndasel sex og tuttugu ára. Sitthvað lagt á suma er, sækir vandi að höndum, þegar erfðaferlið fer fullkomlega úr böndum. Helst í engu sonur sá sínum líkist pabba, En horfði snemma hrifinn á hrokkinkollinn Dabba! Það verður ekki annað sagt en vorið hafi farið vel með okkur til þessa og nú er bara að vona að sumarið haldi því áfram. Að vísu er aðeins raki í loftinu þessa stundina en það hlýtur nú að stytta upp. Bjarni Halldórsson á Uppsöl- um orti: Allir dagar eiga kvöld, allar nætur dögun. Það er huggun þeim sem köld þykir lífsins ögun. Lúðvík Kemp orti um vin sinn Eið á Skálá sem var holdugur nokkuð svo að sagt var að í Skagafirði bæri hann aðeins einn reiðhestur sem hann átti sjálfur. Sunnanblærinn kyssir kinn. Hvar mun tíðin betri? Ekki lagði Eiður minn af á þessum vetri. Það verður ekki annað sagt en það sé vorleg- ur tónn í þessari vísu eftir Þórarinn Þorleifs- son frá Skúfi: Geðið fangar gamanið grös í anga haga, golan vanga gælir við góða, langa daga. Löngum hefur komið einhver órói í ungviðið á vorin og breytir ekki alltaf mestu hver dýra- tegundin er eða hvort um er að ræða ferfæt- linga eða tvífætlinga. Um innri óróa í ungum mönnum kvað Jón Bjarnason í Garðsvík: Ungir menn í minni sveit margir órótt sváfu þegar fögur fyrirheit falleg augu gáfu. Ennþá glepja gamla menn gömul fyrirbæri. Suma þeirra angra enn ónýtt tækifæri. Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku þurfti um skeið að bregða búi vegna aðstæðna sem hann réði ekki við en svo fór þó að hann hóf búskap að nýju og ekki ólíklegt að þá hafi eftirfarandi vísa orðið til: Ýmsu breyta örlög hörð eg það veit með sanni Gott er að leita á gróna jörð gömlum sveitamanni. Lengi hafa menn haft misjafnar skoðanir á aðgerðum stjórnarinnar og skiptir ekki öllu hver stjórnin er. Það eru þá bara ekki ná- kvæmlega sömu mennirnir sem eru með eða móti viðkomandi aðgerðum eftir því hvaða flokkar eru við völd í hvert sinn. Ekki virð- ist sem Óskar í Meðalheimi hafi verið allt- of hrifinn af starfandi ríkisstjórn þegar hann stakk þessu að vini sínum: Sýnir flaustur stjórnarstarf stefnulaust og hrynur. Forsjá trausta þjóðin þarf. ­Þetta kaustu vinur. Einhvern veginn virðist það loða við marga af okkar stjórnmálamönnum að þeir sýnast vera nokkuð ánægðir með eigið ágæti og jafnvel sannfærðari en aðrir um yfirburði sína. Um einhvern ágætismann kvað Guðmundur Val- týsson: Vís til frama verður hér, veginn breiða gengur, ágætlega af sjálfum sér sýnist vita drengur. Ein ágæt frímúrarastúka fór fyrir allmörgum árum í skemmtiferð austur að Hlíðarvatni í Sel- vogi og gistu menn í tjöldum. Eftir að búið var að tjalda fóru menn að gera sér gott af einhverri vökvun sem með var í ferðinni og mun hafa verið í ætt við veitingar sem fram voru born- ar í brúðkaupsveislu í Kana þarna suðurfrá fyr- ir margt löngu. Meðal þátttakenda voru þeir Björn Sveinbjörnsson sem þá hefur líklega ver- ið sýslumaður í Hafnarfirði og séra Garðar Þor- steinsson. Hluti þátttakenda gekk niður að vatn- inu en ekki höfðu allir gangmátt til að koma sér í tjöldin aftur enda veður hið blíðasta. Morgun- inn eftir er Björn Sveinbjörnsson á fótum þeg- ar hann sér prestinn koma gangandi neðan frá vatni og heldur þreytulegan. Björn tók nú flösku sem hann hafði nærtæka og gekk í mót klerki og rétti að honum með þessum orðum: ,,Séra Garðar; Súptu á.“ Klerkur tók við og dreypti á sakramentinu og rétti síðan til baka og segir: ,,Svona vín er gott að fá.“ Sýslumaður réttir aftur til baka og segir: ,,Súptu á aftur. Súptu á enn.“ Ekki þurfti að eggja klerkinn til góðra verka en réttir svo til baka með orðunum: ,,Svona læknast timburmenn“. Það er nú með timburmenn eins og marga aðra sjúkdóma að þeir læknast með tímanum séu menn ekki dauðir áður. Hinsvegar hefur mönnum ekki alltaf gengið vel að lifa á loftinu eða ástinni einmata þó hvorutveggja sé nauð- synlegt bæði líkama og sál. Brynjólfur Kúld mun hafa ort eftirfarandi á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Í blankheitanna köldum klóm kvelst ég langan daginn. Vestislaus á vondum skóm, vandra ég um bæinn. Tóm er buddan, tómt er allt, tómar báðar hendur. Þar á ofan er mér kalt; yfirhöfnin stendur. Maginn eignast ekki hót, alveg tómur munnur. Ég er allur eins og rót og ákaflega þunnur. Stundum hafa flogið einhverjar smá hnútur milli sjómanna og bænda þó allt sé það í góðu. Ingvar Magnússon fór fyrir margt löngu til Reykjavíkur og ætlaði að þéna grimmt á vertíðinni en minna varð úr því en til stóð þar sem lítið aflaðist. Ekki veit ég hvort að eftir- farandi vísa varð til þegar hann kom til baka úr þeim leiðangri en vel gæti það verið: Margir sækja sjóinn fast, syrgja ei gengin sporin, þó finnst mér ávalt fallegast fram til dala á vorin. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.