Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Page 25

Skessuhorn - 13.08.2014, Page 25
25MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 4 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 17. ágúst 9. sd. e. trin. kl. 14.00 Nýnemar mæta 19. ágúst kl 09:00 og fá þá stundatöflur afhentar og fleiri upplýsingar varðandi skólastarfið. Dagurinn hefst með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema inn á Innu sama dag. Kennsla hefst miðvikudaginn 20. ágúst samkvæmt stundatöflu. S K E S S U H O R N 2 01 4 Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar Átta makrílbátar fluttir land­ leiðina til Hólmavíkur Bátarnir hífðir á bílana. Aðfararnótt síðastliðins fimmtudags var nóg um að vera á hafnarsvæð- inu í Ólafsvík. Fréttir um mokveiði á makríl við Hólmavík höfðu bor- ist eins og eldur í sinu til Ólafsvík- ur. Þótt makrílveiðin hafi fram að þessu verið með ágætum í Breiða- firði, tóku útgerðarmenn sig sam- an og ákváðu að flytja sig um set og freista þess að fara á enn gjöfulli mið. Fengu þeir Vélsmiðju Árna Jóns í Rifi til þess að sjá um flutn- ing bátanna landleiðina frá Ólafsvík til Hólmavíkur. Gekk greiðlega að fá flutningabíla til verksins, en fyrst þurfti að hífa bátana á bílana og tók það nokkra klukkutíma. Áður höfðu sjómenn undirbúið bátana til flutnings meðal annars með því að lækka loftnet og annan búnað á stýrishúsum bátanna. Hífing á bílana gekk vel sem og flutningur- inn til Hólmavíkur þar sem menn voru þegar daginn eftir byrjaðir að fiska spriklandi makrílinn í Stein- grímsfirði. af Bílalestin leggur af stað frá Ólafsvík. Fréttaveita Vesturlands Vikulegt fréttablað ÚtgáfuþjónustaLifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2014 Your guide to West Iceland skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.