Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Síða 11

Skessuhorn - 17.09.2014, Síða 11
11MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Björg tekur við starfi leikskóla- stjóra á Sólvöllum Björg Karlsdóttir hefur verið ráð- in leikskólastjóri Leikskólans Sól- valla í Grundarfirði og hóf hún störf í byrjun þessa mánaðar. „Björg hef- ur langa reynslu sem leikskólakenn- ari og starfaði m.a. sem leikskóla- stjóri á Reykhólum og sem aðstoð- arleikskólastjóri í Færeyjum. Hún hefur góða reynslu í uppbyggingu á starfi leikskóla,“ segir í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ. Björg tekur við af Matthildi Guð- mundsdóttur, sem hættir nú að eigin ósk sem leikskólastjóri. Matthildur hefur verið starfsmaður leikskólans frá upphafi, eða í tæp 38 ár og síðustu sex árin sem leikskólastjóri. „Það er mikið lán fyrir Grundarfjarðarbæ að fá áfram að njóta starfskrafta henn- ar í 50% stöðugildi við leikskólann. Um leið og Matthildi eru þökkuð góð störf er Björg Karlsdóttir boðin hjartanlega velkomin til starfa,“ seg- ir jafnframt í tilkynningunni. mm Matthildur (t.v.) og Björg. Ljósm. ahk. Baldvin Leifur Ívarsson, eig- andi Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafs- vík er jafnframt oddviti J-listans í Snæfellsbæ. Fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor hafði Bald- vin aldrei komið nálægt pólitík en endaði þó í fyrsta sæti á framboðs- lista. Blaðamaður Skessuhorns hitti Baldvin fyrir stuttu og ræddi við hann um þá ákvörðun hans að gerast oddviti í næststærsta flokki sveitarfélagsins. „Það var einfald- lega leitað til mín og ég beðinn um að bjóða mig fram. Það end- aði svo með því að ég lenti í fyrsta sæti. Ég er ekki mjög innviklaður í pólitík en ég fylgist með og hef mínar skoðanir eins og annað fólk. Ég hef þó aldrei verið í kringum bæjarpólitíkina áður en hef mik- ið verið í íþróttastarfi bæjarins og sinnt ýmsum félagsstörfum.“ J-listinn fékk í kosningunum í vor þrjá kjörna fulltrúa í sveitar- stjórn Snæfellsbæjar af sjö, en hin- ir fjórir eru allir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins líkt og var fyr- ir næstsíðustu kosningar. Bald- vin segir að markmið J-listans séu nú að vinna að góðu samstarfi við meirihlutann til að efla Snæ- fellsbæ. „Að mínu mati er það ekki starf minnihlutans að vera sífellt að slást við meirihlutann. Það sem er fyrst og fremst mikilvægt er að allir geti unnið saman til að bæta samfélagið. Í því felst meðal ann- ars að virkja tengsl íbúa við stjórn- endur sveitarfélagsins og vera með opnari samvinnu við fólkið sem hér býr.“ Nóg af hráefni en lélegt fyrirkomulag fiskveiða Baldvin rekur Fiskiðjuna Bylgju í Ólafsvík. Þar hefur hann unnið síðan hann fluttist til Ólafsvíkur fyrir 26 árum en þá rak faðir hans fyrirtækið. „Hér erum við að vinna fisk til útflutnings og er mikið af okkar söluvöru sérvara. Við kaup- um allan fisk á mörkuðum og það hefur ekki verið hráefnisskortur í mörg ár,“ segir Baldvin, en hann hefur þó áhyggjur af fiskveiði- stjórnun fyrir smábátaútgerðir. „Í markíl- og strandveiðum væri ég til í að sjá allt annað fyrirkomulag en er nú við lýði. Það væri að mínu mati mun betra að hafa þar ákveð- in tímabil sem mætti veiða en ekki að hafa kílóbundið fyrirkomulag eins og er í dag. Ég veit að vísu ekkert hvort það sé mögulegt, miðað við núverandi reglugerð- ir og alþjóðalög, en það myndi létta álagið á smábátasjómönnum sem róa orðið stanslaust til að ná sem mestu úr sameiginlegum afla- heimildapotti,“ segir Baldvin. jsb Vill sjá meiri samvinnu í sveitarfélaginu Baldvin Leifur Ívarsson, oddviti J-listans í Snæfellsbæ og eigandi Fiskiðjunnar Bylgju. Baldvin sést hér í vinnslusal Bylgjunnar við nánast fullan skáp af lang- lúruflökum vöfðum utan um lax. Stílhrein og sterk sorptunnuskýli á hausttilboði Einstök og falleg gæðaskýli sem fela og verja sorptunnurnar á snyrtilegan hátt. 20% afsláttur Haustútsala BM Vallá • Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík Sími: 412 5050 • sala@bmvalla.is • bmvalla.is Sendum heim um allt land! Ljósmyndasafn Akraness vill fá aðstoð frá þér SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.