Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 16
S jálfsvígstilraunir innan fangels-anna eru alltaf teknar alvarlega,“ segir séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar. Að jafnaði eru um og yfir 160 fangar í fangelsum landsins og iðulega sem sjálfsvígshugs- anir gera vart við sig hjá þeim og sér- staklega ef þeir eru í einangrunarvist. „Stundum leikur reyndar vafi á hvort um beina sjálfsvígstilraun er að ræða þegar fangar skaða sig á líkama en það er engu að síður alltaf tekið alvarlega,“ segir hann. Talsmaður Afstöðu, félags fanga, sendi nýverið frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að tveir fang- ar hafi á undanförnum mánuðum gert tilraunir til sjálfsvígs og að enn fleiri hafi sjálfsvígshugsanir. Á síðustu tuttugu árum hafa sjö fangar fallið fyrir eigin hendi innan veggja íslenskra fangelsa. Séra Hreinn segir hlutfall fanga sem fyrirfara sér hér á landi vera svipað og hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Þá sé tíðni sjálfsvíga meiri meðal fanga en í öðrum samfélagshópum viðkomandi þjóða. Rannsóknir sýni að það sé harla ólíklegt að hægt sé að girða fyrir sjálfs- víg fanga. Íslensk rannsókn sem greint var frá í fyrra sýndi að þriðjungur fanga hefði að eigin sögn reynt sjálfsvíg á lífs- leiðinni. Segir séra Hreinn að í ljósi alls þessa sé mikilvægt að halda vöku sinni leiki minnsti grunur á virkum sjálfsvígs- hugsunum fanga. Ekki staðið sig sem feður „Ýmsar ástæður geta verið fyrir vanlíðan manna sem brýst fram á þennan hátt. Innan fangelsanna búa menn við frelsis- skerðingu, lífið þar er auðvitað afar sérstakt og allt öðruvísi en hið frjálsa líf utan múranna. Menn hafa blendnar til- finningar til fangelsanna, bæði fangarn- ir sjálfir og þeir sem standa þeim næstir. Umgengni fanga við börnin sín og fjölskyldur er til að mynda háð vissum reglum sem móta samskiptin meðan á fangavist stendur. Sumir eru kannski fullir af samviskubiti yfir því að hafa ekki staðið sig sem feður eða makar. Einhverjir eiga jafnvel í erfiðleikum utan fangelsisins vegna framfærslu fjölskyldu sinnar, og aðrir eru hreinlega ekki í andlegu jafnvægi af ýmsum ástæðum og stríða við þunglyndi. Í fangelsunum eru Megum ekki gleyma því að fangar eru fólk Tveir fangar hafa gert tilraun til sjálfsvígs á undanförnum mán- uðum. Séra Hreinn S. Hákonarson fangaprestur segir slíkar tilraunir alltaf teknar alvarlega. Nefnd á vegum Evrópuráðsins telur nauðsynlegt að efla sálfræði- þjónustu í íslenskum fangelsum. Séra Hreinn tekur undir það og segir einnig mikilvægt að auka tækifæri fanga til menntunar og atvinnu. þar var stofnað 1929.“ Séra Hreinn heimsækir reglulega öll afplánun- arfangelsin á Íslandi og veitir auk þess þjónustu þeim sem dveljast á áfangaheimilinu Vernd. Þá geta aðstandendur fanga leitað til hans og er algengast að þeir geri það þegar menn eru að fara í fangelsi í fyrsta skipti. „Aðstandendur eru þá að velta fyrir sér hvernig þetta kerfi virkar því fæstir hafa hugmynd um hvernig lífið innan fangelsisins gengur fyrir sig.“ Gríðarlegur fíknivandi Séra Hreinn hefur verið fanga- prestur frá árinu 1993, eða í 21 ár, og hefur því mikla reynslu. „Ég er farinn að þekkja fangana nokkuð vel, sérstaklega þá sem koma aftur og aftur.“ Hann kannast ekki við að líðan fanga sé almennt verri nú en áður og bendir á að ytri aðbúnaður í flestum fangelsum hafi orðið betri með árunum, þó alltaf megi gera betur. „Við erum nú með tvö opin fangelsi, Sogn og Kvíabryggju, þar sem menn hafa netaðgang og síma. Það er stór hluti af frelsi nútíma- mannsins að hafa net og síma, þó fangarnir séu lokaðir af, heim- sóknir takmarkaðar og þeir þurfi að hlíta ákveðnum reglum, þá hafa þeir þetta frelsi sem er ekki lítið. Það var byggt við Litla-Hraun árið 1995 og sú viðbót var framfaraspor. Þá bættust við fangaklefar þar sem menn höfðu sér sturtu og salerni inni hjá sér. Til stendur að opna nýtt fangelsi á Hólmsheiði árið 2016 og þá verður Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu lokað. Í stórum dráttum hefur flestu farið fram en eins og gengur og gerist í þessum geira mannlífsins eru skiptar skoðanir um ýmislegt. Það er nú oft þannig að sjónarhorn hvers og eins ræður því hvort við- komandi finnist miða aftur eða fram á við. Fangar reyna til dæmis að hafa áhrif á reglurnar innan fangelsisins til þess að fá meira svigrúm en fangelsismálayfir- völd hafa hins vegar aðra skoðun á málum og telja alla jafna svigrúmið nægilegt. Það er mikilvægt að hafa í huga að menn mega ekki gleyma því að þeir eru í fangelsi og fangels- isyfirvöld mega ekki gleyma því að fangar eru fólk,“ segir Hreinn. „Innan refsivörslukerfisins er gert ýmislegt til að fangar geti orð- ið „betri“ menn eins og sagt er. Þeir geta farið í skóla þó með takmörk- unum sé, og vinna stendur þeim til boða sem og aðstaða til tómstunda- iðkunar misjöfn frá einu fangelsi til annars. Þó þarf að fjölga atvinnu- tækifærunum og gera menntunina fjölbreyttari. Á þetta hefur verið bent í áratugi. Það hefur sýnt sig að fangar eru áhugasamir um skóla- nám og þann áhuga þarf að virkja enn betur en gert er. En þá erum við komin í umræðu um peninga og þeir vaxa víst ekki á trjánum. Fíkn er líka talsvert vandamál innan fangelsanna og margir fangar eru fíklar eða alkóhólistar sem hafa framið brotin undir áhrifum. Innan fangelsanna eru haldnir AA-fundir sem eru oft vel sóttir en stundum illa. AA-menn vinna ómetanlegt starf innan fangelsanna, því má ekki gleyma. Á Litla-Hrauni er líka sérstök meðferðardeild sem mér hefur sýnst skila ágætis árangri, og fangar í öðrum fangelsum sem hafa einsett sér að vera edrú fá yfirleitt til þess stuðning. Edrúmennska er lykill að lífinu.“ Þarf að fjölga atvinnutæki- færum fanga Fangelsi eru sérstakur staður, það hefur gríðarleg áhrif á sjálfs- myndina að vera kominn í hóp þeirra sem samkvæmt lögum samfélagsins eiga að vera lokaðir inni. „Viðhorf almennings til fanga eru með ýmsum hætti, sumir vor- kenna föngunum en aðrir telja fangavistina vera mátulega á þá, og allt þar á milli. Fangelsin eru lokaður heimur, veröld út af fyrir sig. Aðalatriði er að reyna að láta allt ganga þar sæmilega fyrir sig. Samfélagið má heldur aldrei gleyma því að fangar koma aftur út og þá er mikilvægt að fangavistin hafi verið nýtt til góðs. En til þess að svo verði þarf að bæta aðstöðu fanga og fangavarða þar sem þess gerist þörf, fjölga atvinnutæki- færum innan fangelsanna, koma til dæmis á verkmenntaskóla á Litla- Hrauni, efla skólaþáttinn með því að ráða námsráðgjafa í fullt starf og fjölga námsleiðum, svo eitthvað sé nefnt. Þá þarf fleiri opin úrræði með svipuðu sniði og áfanga- heimili Verndar. Rafrænt eftirlit með ökklabandi var tekið upp fyrir rúmum tveimur árum og hefur gefist vel. Það var mjög til bóta og hugsa mætti sér fleiri útfærslur á því en þá sem nú tíðkast. En kjarni málsins er sá að öll viljum við að þau sem eru í fangelsum komi út að afplánun lokinni með jákvæðu hugarfari til samfélagsins og verði nýtir þegnar. Þess vegna þurfa allir að vanda sig sem að fangelsis- málum koma.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is líka útlendingar sem eru þá frels- issviptir í framandi landi, sumir hverjir sem jafnvel hafa verið blekktir til að koma hingað sem burðardýr og aðrir látið ginn- ast af fégræðgi. Margir þessara útlendinga skilja hvorki ensku né íslensku og það getur reynst þeim erfitt. Og útlendum föngum hefur farið fjölgandi. Það getur gengið á ýmsu innan veggja fangelsanna eins og gefur að skilja og stundum koma þar fyrir alvarleg atvik innan dyra. Fangelsin eru karlaheimur, 95% fanga eru karlar, gleymum því ekki. Þar eru vistaðir menn sem margir hverjir hafa átt í erfiðleik- um í samfélaginu, jafnvel misst tengsl vegna fíkniefnaneyslu, og koma svo skyndilega inn í lokað fangelsi. Sumir koma frá brotn- um fjölskyldum þar sem uppeldi hefur ekki verið upp á marga fiska. Lífið innan veggja fang- elsisins gengur þó furðu vel fyrir sig miðað við að í hópnum eru yfirleitt einstaklingar sem hið frjálsa samfélag hefur átt í erfið- leikum með og formleg afskipti af þeim jafnvel byrjað strax þegar þeir hófu skólagöngu. Og margir þeirra hafa framið alvarleg afbrot sem samviska þeirra glímir við ef allt er með felldu.“ Nauðsynlegt að efla sál- fræðiþjónustu Fangapresturinn séra Hreinn bendir á að fangar upplifi fang- elsiskerfið almennt á neikvæðan hátt enda séu þeir vistaðir þar gegn vilja sínum. „Það er þó unnið að því markvisst að sporna gegn neikvæðum þáttum og því að vistin brjóti menn niður. Þar starfa meðal annars læknar, sál- fræðingar og fangaverðir sem vinna að því að allt gangi skikk- anlega fyrir sig innan fangels- anna.“ Talsmaður Afstöðu hefur einnig gagnrýnt hversu fáir sál- fræðingar séu starfandi hjá Fang- elsismálastofnun en séra Hreinn segist ekki geta svarað fyrir það. Einn sálfræðingur er í fullu starfi hjá stofnuninni, annar í sérverk- efnum og sá þriðji er í fæðingar- orlofi. Nefnd sem kom hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum á vegum Evrópuráðsins taldi nauðsynlegt að sálfræðiþjónusta í fangelsum yrði aukin og nefndi sérstaklega að hana þyrfti að efla við Akureyrarfangelsið. Séra Hreinn er ekki starfs- maður Fangelsismálastofnunar heldur Þjóðkirkjunnar og segir hann fangana geta haft samband við sig nánast hvenær sem er sólarhringsins. „Meginþunginn í starfi mínu eru sálgæsluvið- töl og almenn viðtöl. Ég spjalla líka við fangana um dag og veg, svona eins og þegar maður talar við mann. Þeir geta leitað til mín og gera það flestir, þó ekki allir. Þetta er sú þjónusta sem kirkjan veitir innan fangelsanna. Fangar á Litla-Hrauni hafa til dæmis notið þjónustu Þjóðkirkjunnar frá upphafi eða í 85 ár en fangelsið Séra Hreinn S. Hákonarson fanga- prestur hefur starfað í íslenskum fangelsum á vegum Þjóðkirkjunnar í 21 ár. Hann segir fanga ekki mega gleyma því að þeir eru í fangelsi en fangelsismálayfir- völd megi heldur ekki gleyma að fangar eru fólk. Ljósmynd/Hari *Niðurstöður doktorsrannsóknar Boga Ragnarssonar í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsókn stóð yfir frá 2007 til 2011. 33% fanga hafa reynt sjálfsvíg á lífsleið- inni, að eigin sögn.* Allt að 69% fanga segjast glíma við þunglyndi.* 16 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.