Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 62
Bækur Vala Hafstað sér Ísland Í öðru ljósi eftir Búsetu erlendis
Vala var mikið að heiman sem barn og vandist því fljótt að líta á og leita eftir spaugilegu hliðum tilverunnar, til að hafa efni
í vikulegar bréfaskriftir til fjölskyldunnar. Ljósmynd/Hari
Íslendingar eru
algjörlega agalausir
Vala Hafstað hefur búið erlendis í 30 ár. Nú er hún flutt til Íslands og hefur gefið út sína fyrstu
ljóðabók, „Nems Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News“. Bókin er sérstök að því
leyti að öll ljóðin byggja á furðulegum fréttum sem Vala hefur sankað að sér og setur fram í
orðaleikjum og rími. Konan sem týndi sjálfri sér upp á heiði, kýrin sem sendi sínum heittelskaða
sms og hundurinn sem lifði á lífrænu graskeri eru meðal þeirra sem fá nýtt líf í ljóðum Völu.
é g var mikið að heiman sem krakki, var í sveit á sumrin, vann í útlöndum sem unglingur og fór utan í nám eftir
stúdentspróf svo ég vandist því snemma að
skrifa bréf. Það var alltaf ætlast til þess að
ég skrifaði bréf heim einu sinni í viku svo
ég var alltaf að reyna að finna spaugilegu
hliðarnar á tilverunni til að geta sent eitthvað
skemmtilegt heim,“ segir Vala Hafstað sem
hefur nú gefið út sína fyrstu ljóðabók „Nems
Muse: Humorous Poems Inspired by Strange
News“. Vala tók masterspróf í enskum bók-
menntum frá University of Washington í
Seattle en hún hefur búið með fjölskyldu
sinni í Bandaríkjunum hátt í 30 ár.
Hestur heldur málverkasýningu á
Ítalíu
„Ég var að hjálpa syni mínum við að búa
til rím fyrir skólann, og uppgötvaði hversu
gaman mér finnst að leika mér að orðum.
Upp úr því fór ég að skrifa ljóð í gamansöm-
um tón fyrir börn,“ segir Vala sem notaði í
fyrstu sögur af börnunum sem efnivið en
þegar þær voru þurrausnar sneri hún sér að
fréttum. „Dag einn rak ég augun í frétt um
hest sem hafði verið valinn til að halda mál-
verkasýningu á Ítalíu. Ég fór að leika mér
að því að endurskrifa fréttina og láta hana
ríma og úr því kom fyrsta ljóðið. Svona hélt
þetta áfram þangað til ég var komin með
efni í heila bók.“
Vala ákvað að leita að útgefanda á netinu
og fann þá breska vefsíðu sem sérhæfir sig
í fréttatengdum skáldskap. „Ég byrjaði að
senda þeim ljóðin mín og þau voru oftast val-
in til birtingar og fengu töluverð viðbrögð
sem veittu mér kjark og hvatningu til að
halda áfram. Ég fór að senda vinum og fjöl-
skyldu ljóð og það voru svo tengdaforeldrar
mínir sem hvöttu mig til að gefa þetta út í
bók,“ segir Vala en bókin er einmitt tileinkuð
tengdaforeldrum hennar, Þóru Jónsdóttur
skáldkonu og Páli Flygenring.
Vill vekja athygli á uppörvandi
fréttum
Vala fylgist að sjálfsögðu með fréttum enda
alltaf á höttunum eftir góðu efni. „Flestar
fréttir eru bara svo niðurdrepandi og slæmar
að mér finnst einhver verða að vekja athygli
á þeim sem eru uppörvandi. Núna þegar ég
spái í það þá voru mamma og pabbi alltaf að
klippa út einkennilegar eða fyndnar fréttir,“
segir Vala og rifjar upp týnda bernskuminn-
ingu. „Þegar þau sáu frétt sem var skrítin
eða spaugileg þá sögðu þau alltaf „Þetta er
nú líklega krukkumatur“, og svo var úrklipp-
an sett í stóra krukku.“
Vala yrkir allt á ensku enda hefur hún búið
lengi í Bandaríkjunum. En nú er fjölskyld-
an flutt til Íslands og Vala segir nýtt lands-
lag haf örvað sig til frekari skrifta. „Jú, jú,
rokið kemur heilasellunum á hreyfingu. Ég
sé landið auðvitað í allt öðru ljósi núna. Ís-
lendingar eru algjörlega agalausir, þeir taka
reglur ekki bókstaflega því þær eru skrifaðar
fyrir einhverja allt aðra en þá. Í Bandaríkjun-
um er fólk mjög agað og tekur öllum reglum
mjög hátíðlega, en fyrir bragðið getur fólk
ekki verið eins hispurslaust. Íslendingar eru
dáldið geggjaðir en það góða er hvað þeir eru
hreinskilnir og skemmtilegir.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Íslend-
ingar eru
algjörlega
agalausir,
þeir taka
reglur
ekki bók-
staflega
því þær
eru skrif-
aðar fyrir
einhverja
allt aðra
en þá.
Mánudagur
Laugardagshöll
Neil Young
ÞriðjudagskVöld
Hljómahöll
Fuck Buttons, Hebronix, Eaux
ásamt DJ Barry Hogan.
MiðVikudagskVöld
Hljómahöll
Ólafur Arnalds
FiMMtudagur
Atlantic Studios
Low, Shellac, Kurt Vile &
Violators, Mogway.
Andrews Theater
Ham, Swans.
Föstudagur
Atlantic Studios
Ben Frost, Mammút, Sóley,
Liars, Slowdive, Portishead,
Fuck Buttons.
Andrews Theater
Náttfari, Hebronix, Pascal
Pinon, Low Roar, Samaris.
laugardagur
Atlantic Studios
Forest Swords, Sin Fang, For
a Minor Reflection, I Break
Horses, Devendra Banhart,
Interpol, Singapore Sling.
Andrews Theater
Fufanu, Kría Brekkan, Eaux,
Pharmakon, The Haxan
Cloak.
Góður gestur á Rauðarárstíg
Breski listamaðurinn Paul Kindersley sækir Ísland
heim og opnar sýningu í Kunstschlager við Rauðarár-
stíg á laugardag klukkan 20. Kindersley er þekktur
fyrir gjörninga sína sem hann sendir út af YouTube rás
sinni. Á sýningunni mun Kindersley umbreyta rýminu
í lifandi skúlptúr þar sem frægðarmenn, umrenningar,
aðalsmenn og pervertar munu slaka á og tjá sig, að
því er segir í fréttatilkynningu. Í innsetningunni mun
Paul taka upp og sýna kvikmynd, einnig verður hægt
að mæta og njóta glæsilegra uppákoma.
köntrí á kexi
Amerísk menningarhátíð verður haldin á Kex Hosteli
um helgina. Hátíðin kallast Kex Köntrí og verður boðið
upp á tónlist, mat og drykk sem á rætur að rekja til
ríkjanna Tennessee og Kentucky. Gestir geta nælt sér
í rif, maísstöngla, límónaði og blágresi og sérstakur
köntrí-matseðill hefur verið útbúinn á veitingastað
Kex. Meðal listamanna sem troða upp eru Sam
Amidon, Illgresi, Snorri Helgason og Mr. Silla.
UB40 til Íslands
Reggísveitin UB40 heldur
tónleika í Eldborgarsal Hörpu
hinn 19. september næstkom-
andi. Hljómsveitin kemur fram í
sinni upprunalegu mynd. UB40
var stofnuð árið 1979 og vakti
strax athygli í heimalandinu,
Bretlandi. Hljómsveitin hefur
starfað síðan með hléum og
með breytilegri meðlimaskipan
en á þessum tíma hefur hún
selt yfir 70 milljónir platna.
Þekktustu lög UB40 eru Red
Red Wine, I’ve got You babe,
I Can’t Help Falling in Love og
Food for Thought.
tónleikar all tomorrows Parties Í næstu Viku
Tónleikaveisla á gamla varnarsvæðinu
Fjölmörg stór nöfn úr
indie-tónlistarheiminum
troða upp á tónlistarhá-
tíðinni All Tomorrow’s
Parties sem haldin
verður öðru sinni að
Ásbrú í næstu viku.
Meðal þeirra eru hljóm-
sveitin Portishead,
Low, Kurt Vile, Interpol
og I Break Horses.
Búist er við því að á milli
3.500-4.000 manns verði á
ATP á gamla varnarsvæð-
inu. Þar af eru 1.600 er-
lendir gestir, að því Tómas
Young, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, segir.
Hátíðin stendur frá
fimmtudegi til laugardags
en forskot verður tekið á
sæluna strax á mánudags-
kvöld með stórtónleikum
Neils Young í Laugar-
dalshöll. Á þriðjudags- og
miðvikudagskvöld verða
svo upphitunartónleikar
í Hljómahöllinni í Reykja-
nesbæ. Miðasala fer fram á
Miði.is.
neil Young treður upp
í Höllinni á mánudags-
kvöld en Beth gibbons
og félagar í Portishead
á ásbrú á föstudags-
kvöld.
62 dægurmál Helgin 4.-6. júlí 2014
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08