Fréttatíminn - 04.07.2014, Side 36
Marktækur í mánuð
É
Ég get ómögulega sagt að við hjónakorn
in deilum saman áhuganum á fótbolt
anum þessa dagana. Þótt ég horfi tiltölu
lega lítið á íþróttir í sjónvarpi hvunndags
og fari ekki á fótboltaleiki hér heima hef
ég límst við skjáinn vegna heimsmeist
aramótsins í Brasilíu. Ég hef enga tölu á
þeim leikjum sem ég hef horft á, ýmist
alla eða hluta, en mun ef að líkum lætur
halda þessu glápi áfram þar til mótinu
lýkur undir miðjan þennan mánuð.
Ég á mér ekkert sérstakt uppáhalds
lið en hrífst af fótafiminni almennt og vil
sem flestar glæsispyrnur, magnaða mark
vörslu – en umfram allt sem flest mörk.
Út á það gengur leikurinn, að skora hjá
andstæðingunum. Á heimsmeistaramóti
er knattspyrnukúnstin komin í æðra
veldi, einkum þegar líður á mótið og eftir
standa hinir útvöldu. Þá er allt er undir
og ýmist stjórnlaus gleði eða þjóðarsorg í
leikslok. Það sást í riðlakeppninni þegar
stórþjóðir á borð við ríkjandi heimsmeist
ara Spánar voru sendar heim, svo ekki
sé minnst á Ítali, Englendinga, Rússa og
Portúgala. Rússar trylltust, það að von
um, þegar sýnt þótti að geisla hafði verið
beint að markverði þeirra rétt fyrir mark
það sem Alsíringar skoruðu. Sú reiði er
skiljanleg enda gjörðin úr áhorfendastúk
unni skepnuskapur.
Skárra er þegar dómarar gera mistök,
sleppa ýmist vítaspyrnum eða dæma þær
ranglega á menn. Slíkt er hluti leiksins,
eins og það að reka mann og annan út af
fyrir misalvarleg brot. Óþarfi er svo að
minnast á bit Úrúgvæans Suárezar, jafn
vel ég var bit þegar ég horfði á þetta í
beinni útsendingu. Sá situr nú í skamm
arkróknum – en getur huggað sig við það
að hafa fengið móttökur sem þjóðhetja
þegar heim kom. Landar hans skilja ekk
ert í meðferðinni á stjörnunni og amma
hans segir hann hafa verið rekinn heim
sem hund.
Minn betri helmingur situr ekki með
mér í sófanum meðan á knattspyrnuleikj
unum stendur – eða liggur öllu heldur
því ég kem mér haganlega fyrir í upphafi
leiks í láréttri stillingu með kodda undir
höfðinu. Ég þarf ekki að sitja því ég geri
ekki ráð fyrir að verða eins spenntur
og stundum á handboltalandsleikjum
„strákanna okkar“ þegar maður á það til
að stökkva í loft upp á lokasekúndunum.
Nú ligg ég bara og nýt listarinnar. Stöku
sinnum kemur að vísu fyrir að ég hrópa
upp þegar glæstustu mörkin eru skoruð
– eða markvörður svífur stanga á milli.
Það er nefnilega allt í lagi að hrópa hátt
útafliggjandi, svo lengi sem maður hefur
vit á því að halda þeirri stöðu. Annars er
hætta á tognun.
Mín ágæta kona lætur þetta gláp eftir
mér þótt hún skilji lítt í áhuganum. Henni
finnst öll þessi lið eins, hlaupandi sveinar
út um allan völl á eftir tuðru í átakanlegu
tilgangsleysi. Afraksturinn sé lítill, eitt
til þrjú mörk eftir 90 mínútna hamagang.
Á mismunandi afstöðu okkar er gagn
kvæmur skilningur. Endranær ræður
hún fjarstýringunni og er svo snögg að
skipta um stöð ef þar glittir í íþróttakappa
að auga mitt nemur það varla. Ég læt gott
heita. Frúin er hrifnari af bíómyndum og
þáttum ýmis konar, einhverju sem veitir
bærilega afslöppun eftir langan vinnu
dag.
Þessa dagana, á meðan fótboltaorgían
stendur yfir, fer hún út að ganga eða í
sund meðan á kvöldleiknum stendur.
Þegar hún kemur heim eftir útivistina
bregst það varla að ég er enn ferkantaður
fyrir framan tækið, hlustandi á spekinga
fara yfir leikinn og horfandi á mörkin
aftur og aftur frá ýmsum sjónarhornum.
Þá má vera að hún stynji létt og spyrji
hvenær þessum ósköpum linni.
Komi ég seint heim úr vinnunni er
fyrsta verkið að kveikja á sjónvarpstæki
í eldhúsinu og fylgjast með boltanum
þar. Það er líklega óhollt og hætta á að í
manni standi ef mikið gengur á við annað
hvort markið. Af tillitssemi við eigin
konu mína hef ég tækið lágt stillt. Hvað
sem á dynur er engin hætta á að í henni
standi. Hún lítur ekki einu sinni upp þótt
skorað sé, eða vítaspyrna í undirbúningi.
Einhverra hluta vegna stendur henni ná
kvæmlega á sama um það sport sem er
að setja heimsbyggðina á annan endann.
Það mætti segja mér að hún hafi aldrei
heyrt á Suárez minnst né þann ítalska
sem hneig niður í markteignum með víg
tannamarkið í öxlinni. Eini knattspyrnu
maðurinn sem ég veit að hún þekkir, að
minnsta kosti af afspurn, er argentínska
stórstirnið Messi. Ekki vegna þess að
hún hafi séð hann á skjánum eða lesið um
hann í blöðunum heldur vegna þess að
sonarsonur okkar, sem æfir fótbolta með
HK, heldur upp á kappann og við leit
uðum að Messitreyju handa stráknum
í utanlandsferð. Þá þykist ég vita að hún
viti að Manchester United sé til. Ekki að
hún hafi fallið í stafi yfir velgengni félags
ins, heldur vegna búningakaupa á börn.
Enn eru tíu dagar eða svo eftir af
stórmótinu í Brasilíu. Að því loknu kemst
væntanlega skikk á heimilishald fólks. Sá
grunur læðist nefnilega að mér að eigin
kona mín sé ekki ein um þetta áhugaleysi
á tuðrusparkinu. Það met ég af þátttöku
dætra og tengdadætra okkar í kvöld
göngunum og sundferðunum undanfarið.
Vera kann að á heimilum þeirra liggi líka
karlar með ferköntuð augu.
Gefist frúin upp áður en mótinu lýkur
– og vilji endurheimta fjarstýringuna – á
ég samt leik í stöðunni. Í bílskúrnum er
ég sem sé með gamalt sjónvarp. Fjarstýr
ingu þess ræð ég einn. Í lengstu lög vona
ég þó að ekki reyni á gláp þar því stærðin
á túbuskjánum stenst engan samanburð
við heimilissjónvarpið – og þar er heldur
enginn sófi.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 25.06.14 - 01.07.14
1 2
5 6
7 8
109
43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Iceland Small World - stór Sigurgeir Sigurjónsson
Piparkökuhúsið
Carin Gerhardsen
I was there
Kristján Ingi Einarsson
Af jörðu - íslensk torfhús
Hjörleifur Stefánsson
Niceland
Kristján Ingi Einarsson
Vegahandbókin 2014
Steindór Steindórsson
Amma biður að heilsa
Fredrik Backman
Bragð af ást
Dorothy Koomson
Skrifað í stjörnurnar
John Green
36 viðhorf Helgin 4.-6. júlí 2014