Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 26
Læknarnir mín-
ir, Guðmundur
og Jón R., fréttu
af fæðingunni
þar sem þeir
voru á vakt, og
komu í lækna-
sloppunum yfir
á Kvennadeild
og báðu um að
fá sjá Önnuson.
Hjúkrunar-
fræðingnum
brá svolítið að
sjá tvo lækna
mætta og spurði
hvort eitthvað
væri að barninu.
„Nei, nei, við
erum nú bara
svona pínu af-
arnir!“
Þ
etta var ótrúleg lífs-
reynsla,” segir Anna
Christina Rosenberg
um upplifunina í hlíðum
Tiger Leaping Gorge. Við
sváfum við rætur fjallsins, fengum
morgunverð hjá gamalli konu og byrj-
uðum að klífa klukkan sjö að morgni
til að ná á fyrstu stöð fyrir myrkur.
Þetta er svipað því að klífa Grand
Canyon nema að þarna er allt grænt
og í hrísökrum. Þegar við höfðum
klifið um 2000 metra, komum upp
á fyrstu stöð þar sem reist voru hús
fyrir klifurfólk og þar fengum við að
skola af okkur, borðuðum og sofn-
uðum á svipstundu. Þarna var svefn-
inn alsæla! Þessir fyrstu 2000 metrar
þykja erfiðastir því þeir „vegir“ eru
svo hlykkjóttir og því reyndist ferðin
eftir þá einföld, upp í 4000 metra.
Ég held ég muni aldrei sjá aðra eins
fegurð aftur.“
En til Kína var Anna Christina ekki
eingöngu komin til að fara í fjallaklif-
ur, heldur var hún þar í námi og bjó í
tvö ár í borginni Kunming í Yunnan
héraði í Suð-Vestur Kína. Með henni
hluta tímans var Börkur Thór, sonur
hennar, þá 12 ára. Anna Christina fór
á undan syninum til að finna íbúð til
leigu og hafa allt tilbúið þegar hann
kæmi. Hún var fljót að kynnast fólki,
jafnt Kínverjum sem erlendum há-
skólanemum, og líklega varð það
henni til lífs að það kvöld sem hún
ætlaði að elda í fyrsta skipti á fínu
eldavélinni í íbúðinni, var hún að tala
við einn vinanna í símann.
Reykt á sjúkrastofunni og
matreitt á prímus
„Það varð þessi gríðarlega gas-
sprenging í vélinni, ég þeyttist út í
horn og eldhúsið skíðlogaði,“ segir
hún. „Þessi vinur minn var fljótur að
hringja á slökkvilið og sjúkrabíl þeg-
ar hann heyrði sprenginguna gegn-
um símann. Ég var með krónískan
höfuðverk í hálfan mánuð eftir þetta,
ég hafði fengið gaseitrun og æðar
í nefinu höfðu sprungið. Ég mætti
hálfum mánuði of seint í skólann þar
sem ég ætlaði að nema kínversku og
var búin að vera í viku í skólanum
þegar botnlanginn í mér sprakk
næstum. Þetta virtist því ekki mjög
gæfusöm byrjun á lífinu í Kína, en ég
sé það núna að það var bara betra að
taka allan pakkann strax, því ég átti
eftir að upplifa svo margt með Berki,
syni mínum, þegar hann kom.
Þar sem enginn tími gafst til að
fara með mig á alþjóða sjúkrahús,
var ég send á spítala í Kunming.
Læknirinn hafði aldrei gert aðgerð
á Vesturlandabúa fyrr svo það þurfti
að borga honum undir borðið. Fyrst
var ég sett á pínulitla sjúkrastofu.
Þar voru fjögur rúm og hjúkrunar-
fræðingarnir gerðu ekkert nema
það væri læknisfræðilega tengt svo
sjúklingarnir þurftu að hafa ein-
hvern úr fjölskyldunni til að vera hjá
sér, gefa þeim vatn og mat. Það voru
allir með einhverja fjölskyldumeð-
limi með sér og úti í einu horninu sat
maður með prímus að elda og fjórir
aðrir að reykja sígarettur. Þetta var
eins og í bíómynd, allt alveg ofboðs-
lega skítugt og blóðblettir hér og þar.
Þegar ég kom úr svæfingunni voru
þrír vinir mínir úr skólanum komnir
og þegar við komum að stofunni sem
ég hafði verið á, er okkur sagt að við
eigum að fara í aðra byggingu. Mér
var skellt á hjólaborð og vinir mínir
þurftu að rúlla mér yfir í moldarstæði
og rúmið hossaðist svo mikið að ég
æpti af verkjum. Þegar við vorum
komin inn í hinn hluta spítalans segir
Kínverjinn að við eigum að fara upp
á þriðju hæð. Strákarnir spurðu hvar
lyftan væri. „Engin lyfta, engin lyfta,
þið hjálpa að bera.“ Þeir báru mig
upp þrjár hæðir en borðið komst ekki
gegnum dyragættir svo það þurfti
að leggja mig á lak á gólfinu, vefja
mér inn eins og pakka og rúlla mér
þannig gegnum dyragættir. Allir
saumarnir sprungu og það gleymdist
að setja þvaglegg.
Aumingja yngsti strákurinn, vinur
minn, var alveg í áfalli, hann hafði
aldrei séð annað eins. Ég lærði fyrstu
nóttina að þarna tæmir starfsfólk
ekki þvagpoka sjúklinga. Ég skreið
fram á eitthvert almenningssalerni,
sem var bara hola ofan í jörðina og
tæmdi þvagpokann. Nokkrum vikum
eftir þetta fékk ég matareitrun og
var send á alþjóðlegt sjúkrahús og
það var eins og að tékka inn á fimm
stjörnu hótel. Risastórt herbergi
með sjónvarpi og öllu, séð um allt og
hugsað afar vel um sjúklingana og
þar fékk ég sko matseðil til að velja af
hvað ég vildi borða!.“
Átti ekki að geta orðið ólétt
Þar sem hún stóð í um 4000 metra hæð, efst í hlíðum gljúfursins Tiger Leaping Gorge í Kína og horfði
yfir landið, hafði hún aldrei séð neitt fegurra. Allt var sveipað grænum lit og hrísökrum svo langt
sem augað eygði. Tiger Leaping Gorge er eitt af dýpstu gljúfrum veraldar en hefur þann kost um-
fram Grand Canyon í Bandaríkjunum, að staðurinn er ósnortinn af túrisma. Anna Christina Rosenberg
náði upp á topp án vandkvæða, enda hefur hún klifið erfiðari hjalla. Sem unglingur stríddi hún við
bráðahvítblæði og missti tvo kæra vini sem lágu með henni á spítalanum. Í skoðun eftir krabbameins-
meðferðina fannst nýtt æxli – sem reynist við nánari skoðun vera barn en það var talið útilokað að
Anna Christina gæti átt barn. Börkur Thór, sonur Önnu, er nú tæplega 18 ára. Í Kína slapp hún lífs úr
gassprengingu og lifði líka af botnlangauppskurð á skítugu sjúkrahúsi þar sem allir saumar sprungu.
En sjúkrasaga Önnu í Kína var síður
en svo búin. Hún datt illa og brákaði
kinnbein, en þessar veikindasögur
mega sín lítils í samanburði við gleðina
að vera í Kína.
„Ég á bara góðar minningarnar frá
Kínadvölinni,“ segir hún. „Börkur son-
ur minn og ég vorum dugleg að pakka
niður í bakpoka, hoppa upp í rútu og út
einhvers staðar þar sem okkur leist vel
á okkur. Við eignuðumst fljótt okkar
eftirlætis þorp sem heitir Dali. Þar er
allt gamalt, engar nýbyggingar. Þetta
er staður sem mig dreymir um að
heimsækja aftur. Á ótrúlega mörgum
stöðum var fegurðin ólýsanleg og ég
eignaðist svo frábæra vini. Það gerðist
svo margt stórkostlegt á þessum
stutta tíma. Ég kynntist Kínverjum,
Kóreubúum og fólki frá Víet Nam auk
erlendu nemanna sem voru þarna í
námi. Ég lærði kínversku þannig að
ég get bjargað mér að tala málið ef ég
þarf, lærði að skrautskrifa kínverskt
letur og allt um temenninguna.
Kennari við landbúnaðarháskóla í
Kunming
Börkur sonur Önnu sat ekki auðum
höndum. Auk þess sem hann þeyttist
um allt á vespu, 12 ára gamall, gerði
hann sér lítið fyrir og stofnaði fyrir-
tæki sem bauð útlendingum að fara
út að ganga með hundana þeirra. Það
var einmitt á einni slíkri göngu sem
hann settist niður á kaffihúsi og fór að
spjalla við breskan mann sem þar sat.
Sá sagði Berki að hann kenndi ensku
við landbúnaðarháskólann, en vantaði
í raun annan kennara. Börkur var ekki
lengi að bjóða fram aðstoð mömmu
sinnar: „Mamma mín er örugglega til
í þetta. Hér er símanúmerið hennar,
þú hringir bara.“ Og þannig varð Anna
Christina orðin enskukennari við land-
búnaðarháskóla!
Engin jólagjöf
En frá Kína yfir í bernskuna. Anna
Christina fæddist í Danmörku og bjó
þar í sex ár. Þaðan flutti fjölskyldan til
Grænlands í tvö ár en þá fluttu hún og
mamma hennar aftur til Danmerkur
Framhald á næstu opnu
Anna Christina Rosenberg með syni
sínum Berki Thór. Ljósmyndir/Hari
26 viðtal Helgin 4.-6. júlí 2014