Fréttatíminn - 04.07.2014, Blaðsíða 50
Helgin 4.-6. júlí 2014
Það verður margt um að vera
á K100 um helgina þegar
stöðin verður með beinar
útsendingar frá höfuðstað
Norðurlands, Akureyri.
Á föstudag ætla
útvarpsmennirnir
kampakátu Siggi
K100 á Akureyri
um helgina!
Gunnars og Siggi Þorbergs að skella sér
í keilu og þá býður K100 öllum
keilugestum 20% afslátt. Á
laugardagskvöldið verður
flott K100 partý á Pósthús-
barnum þar sem Siggi Gunnars
ætlar að halda uppi stuðinu
og plötusnúðast fram
eftir nóttu. Fyrstu
gestirnir fá sér-
stakan glaðning.
Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS
U pptökum á íslensku þáttunum Minute to Win
It er lokið. Þættirnir, sem
framleiddir eru af SkjáEinum
í samstarfi við N1 og Saga-
Film, verða tíu talsins og hefjast
sýningar í september.
Ingólfur Þórarinsson, jafnan
nefndur Ingó veðurguð, stýrir þátt-
unum og segir hann að stemningin í
upptökuverinu hafi verið rafmögnuð
með stútfullum sal af hvetjandi
áhorfendum og kappsömum kepp-
endum. „Upptökurnar gengu rosa-
lega vel og voru allir keppendur og
fólk í sal frábært,“ segir Ingó. „Ég
hélt svo svakalega mikið með kepp-
endum að ég var stundum að fara
yfirum af spenningi.“
Segist hann hafa lært heilmikið
á að stýra þátt sem þessum og er
handviss um að hægt sé að lofa
frábærri og spennandi fjölskyldu-
skemmtun með Minute to Win It –
Ísland á SkjáEinum í haust.
Sumargjöf vikunnar hjá
SkjáEinum er að þessu
sinni The Counsellor sem
skartar stórleikurum á borð
við Michael Fassbender,
Penélope Cruz, Cameron
Diaz og Brad Pitt í aðalhlut-
verkum. Myndin kom út á
Íslandi í fyrra og fjallar um
virtan lögmann sem telur
sér óhætt að fikta aðeins við
fíkniefnaviðskipti án þess
að sogast inn í hættulegan
heim eiturlyfjahrings. Það
kemur hins vegar á daginn
að lögmaðurinn hefur
ekki hugmynd um hversu
flæktur hann raunverulega
er í hringiðu glæpona og
klíkustarfsemi og vandræðin
fara að elta hann uppi.
Einvala lið
leikara
Leikandi Legokallar í SkjáBíó
Hin frábæra teiknimynd The Lego Movie kemur í SkjáBíó um helgina en myndin fékk mikið lof frá ungum sem öldnum þegar
hún kom út fyrr á þessu ári. Myndin er ekki bara vel gerð, heldur er hún einnig þrælfyndin, vel talsett og síðast en ekki síst,
með verulega hjartnæm skilaboð. Rigning eða rok, sumar eða sól, þá er The Lego Movie tilvalin fyrir bíókvöld fjölskyldunnar.
stemning með kappsömum keppendum
Brúðargjafir í Hrím
Laugavegi 32 - S:553-2002
Mán-lau 10:00-18:00
Sun 13:00-17:00
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?
50 stjörnufréttir