Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 04.07.2014, Qupperneq 24
Stjörnurnar sem hafa skarað fram úr Leikar eru farnir að æsast á HM í knattspyrnu og í dag hefjast átta liða úrslitin. Knattspyrnuunnendur virðast sammála um að mótið sé búið að vera frábært til þessa; nóg af mörkum, framlengingum, spennu og stórleikjum markmanna. Fréttatíminn fór yfir mótið og hefur valið úrvalslið þeirra bestu fram til þessa. Valið var erfitt sem sést vel á því að Neymar komst ekki í byrjunarliðið. Thiago Silva Land: Brasilía Staða: Varnarmaður Brassarnir hafa ekki eignast marga nýja aðdáendur á heimavelli; það hefur vantað allan samba-takt í þá. Fyrirliðinn hefur þó staðið fyrir sínu og hefur tryggt að enn er tími til að breyta um takt og fara að spila eins og Brasilía á að gera. Juan Cuadrado Land: Kólumbía Staða: Miðjumaður Fljótur og leikinn kantmaður sem hefur lagt upp flest mörk allra í keppninni, fjögur talsins, auk þess að skora eitt sjálfur. Arjen Robben Land: Holland Staða: Sóknarmaður Besti leikmaður mótsins til þessa, ásamt hinum kólumbíska James. Það vita allir að Robben leitar inn á völlinn með sinn eitraða vinstri fót en það er bara ekki hægt að stoppa hann þegar hann er í ham. Robben er í besta formi lífs síns. Daley Blind Land: Holland Staða: Varnarmaður Einn af ungu leikmönnunum sem vakið hafa athygli hjá Hollandi. Blind leikur jafnan sem miðjumaður en hefur staðið sig fanta vel vinstra megin í vörninni og þar sem þörf hefur verið á. Hann lagði upp eftirminnilegt mark Robins van Persie gegn Spáni. Toni Kroos Land: Þýskaland Staða: Miðjumaður Kroos er í raun bara einn af ellefu hlutum í vel smurðri vél en hann hefur bundið miðjuna saman og tengt við sóknina. Kroos á flestar heppnaðar send- ingar allra á mótinu, 360 talsins. Alls hafa 91 prósent sendinga skilað sér á réttan stað. Thomas Müller Land: Þýskaland Staða: Sóknarmaður Müller hefur ekki náð að fylgja eftir ótrúlegri byrjun sinni á mótinu en hann er langt í frá hættur og hefði getað sett nokkur mörk á móti Alsír. Hann verður í vígahug gegn Frökkum. Tim Howard Land: Bandaríkin Staða: Varnarmaður Eins og svo margir markmenn virðist Tim Howard verða betri með hverju árinu sem líður. Margir markmenn hafa staðið sig frábærlega á mótinu (Ochoha, Navas og Neuer til að mynda) en Howard tekur byrjunarliðssætið fyrir frammistöðu sína gegn Belgíu. Þar varði hann fimmtán skot og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Frábær leiðtogi í skemmtilegu liði Jürgens Klinsmann. Mario Yepes Land: Kólumbía Staða: Varnarmaður Á Yepes sannast að aldur þarf ekki að vera nein fyrir-staða á stóra sviðinu. Hann er 38 ára og hefur leitt frábært lið Kólumbíumanna. Það taka allir eftir mörk- unum sem James og félagar skora en Yepes og félagar hafa til þessa aðeins fengið á sig tvö mörk. Luiz Gustavo Land: Brasilía Staða: Miðjumaður Hefur verið í svipuðu hlutverki hjá Brössum og Gilberto Silva var árið 2002, að brjóta niður sóknir mótherjanna fyrir framan varnarmennina. Hann er þó flottur spilari eins og hann hefur sannað í þýska bolt- anum en það fer ekki mikið fyrir því í leik Brassanna á HM. Verður í banni gegn Kólumbíu og það gæti sett strik í reikninginn. James Rodriguez Land: Kólumbía Staða: Miðjumaður Einstaklega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur komið mörgum á óvart. Hann er markahæstur á mótinu og hefur tekið við sem leiðtogi Kólumbíu eftir að Falcao meiddist. James er frábær sendingamaður og hefur einstakt lag á hraðabreytingum. Lionel Messi Land: Argentína Staða: Sóknarmaður Hefur verið valinn maður leiksins í öllum fjórum leikjum Argentínumanna á mótinu. Það á enginn roð í hann í því formi. Stóra spurningin er hvort liðs- félagar hans stígi upp og hjálpi honum að sækja heims- meistaratitilinn eftirsótta. 24 fótbolti Helgin 4.-6. júlí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.